Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Side 34
 22. júní 2018KYNNINGARBLAÐNorðausturland Báran er eini veitingastaðurinn á Þórshöfn og einn allra helsti veitingastaðurinn á stórum hluta Norðausturlands. Á sama stað er rekið fyrirtækið Þórshöfn Kayak sem býður upp á kayakleigu og kayakferðir um nágrenni Þórshafnar og Langaness. Maðurinn á bak við þetta skemmti- lega framtak er af erlendu bergi brotinn, Nikola Zdenko Peros heitir hann og er fæddur í New York, hann er bandarískur í móðurættina og króatískur í föðurættina. Nik, eins og hann er oftast kallaður, kom fyrst til Íslands árið 1992 sem skiptinemi í Stykkishólmi og stofnaði þá til tengsla við Íslendinga sem ekki hafa rofnað síðan. Nik hefur starfað mikið að mál- efnum skiptinema og komið þeim í kynni við Ísland. Sú viðleitni leiddi til þess að hann festi rætur á Þórshöfn og opnaði veitingastaðinn Báruna. Báran er staðsett við Eyrarveg 3 á Þórshöfn. Hún er í senn notalegt kaffihús og hinn fullkomni staður fyrir góða máltíð. Mikil áhersla er lögð á að notast við ferskt hráefni úr héraði og er meðal annars boðið uppá lambakjöt, nautakjöt og fisk úr nágrenninu. Ævintýragjarnir matar- gestir geta prófað hvalkjöt og lunda. Boðið er upp á handgerða ham- borgara og pitsur bakaðar í eldofni. Báran er opnuð kl. 8 á morgnana og þá er tilvalið að kíkja í morgunmat. Það eru líka allir velkomnir í hádegismat, gott er að tylla sér inn á Báruna í eftirmið- daginn til að fá sér kaffi og kökur, og kvöldverðurinn svíkur engan. Staðurinn er staðsettur við höfnina og má fylgjast með hafnarlífinu úr matsalnum. Ef veður leyfir er hægt að sitja úti á verönd. Á kvöldin er bar- inn opinn og oft er lifandi tónlist eða aðrar skemmtilegar uppákomur. Kayakferðirnar og Kayakleiga eru í boði í allt sumar og alveg út septem- ber. Allur nauðsynlegur öryggisbún- aður er útvegaður og blautbúningur er innifalinn í verði ferðarinnar. Siglt er að sveita- bænum Sætúni og aftur til baka. Fjölbreytt fugla- og dýralíf Norðausturlands ber fyrir augu í ferðinni og möguleiki er á því að sjá seli. Upplýsingar og pantanir í þessar ferðir eru á vefsíðunni baran.is og þar eru einnig allar upplýsingar um veitingastaðinn. VEITINGASTAÐURINN BÁRAN OG ÞÓRSHÖFN KAYAK: Fyrir góðar stundir á Norðausturlandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.