Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Blaðsíða 35
22. júní 2018 KYNNINGARBLAÐ
Langanesið býr yfir mikilli nátt-úrufegurð sem heillar bæði innlenda og erlenda ferðamenn.
Gistiheimilið Ytra Lón Farm Lodge er
vel í sveit sett fyrir slíka ferðalanga en
það er staðsett á miðju Langanesinu
og um 15 km frá Þórshöfn. Mirjam
Blekkenhorst er hollensk kona sem
búið hefur á Íslandi í 30 ár og talar
hún reiprennandi íslensku. Hún og
maður hennar, Sverrir Möller, hafa selt
gistingu á Ytra Lóni síðan árið 1998.
Að sögn Mirjam eru erlendir
ferðamenn í meirihluta gesta á Ytra
Lóni en Íslendingum fer þó töluvert
fjölgandi:
„Hingað koma margir sem búa á
Húsavík, Akureyri og Egilsstöðum í
helgarferðir til að skoða Langanesið.
Einnig koma gönguhópar hingað,
kannski hópar sem ganga á Horn-
strandir eitt árið og á Langanesið
það næsta. Þá geri ég þeim gjarnan
hagstæð tilboð. Auk gistingar og
veitinga er leiðsögn í boði og sumir
hópar þiggja leiðsögn einn dag en
eru að öðru leyti á eigin vegum,“
segir Mirjam.
Í boði eru ferðir á Land Rover bíl
um Langanesið sem einnig geta
hentað ferðalöngum sem gista ekki.
En gönguferðir með leiðsögn eru
partur af gistipakkanum. Að sögn
Mirjam er oftast hægt að panta
gistingu á Ytra Lóni með frekar litlum
fyrirvara. Veitingar eru innifaldar
fyrir þá sem það vilja en margir
komast af án þeirra.
„Þetta eru alls níu stúdíóíbúð-
ir sem hver um sig rúmar ágæt-
lega 2-4 manneskjur, t.d. par eða
fjögurra manna fjölskyldu. Í hverri
íbúð er baðherbergi og lítið eldhús.
Því hefur fólk allt til alls og margir
kjósa að elda bara sjálfir og vera út
af fyrir sig, þá getur verið gaman
að kaupa lambakjötið frá Ytra Lóni
og grilla,“ segir Mirjam. Stutt er í
matvöruverslun og aðra þjónustu á
Þórshöfn.
Mirjam og Sverrir reka sauðfjárbú
á staðnum en auk sauðfjárins eru á
bænum hestar, hænur, köttur og fjór-
ir til fimm Border Collie hundar sem
hjálpa til við alla vinnu við féð. Dýra-
lífið kryddar dvölina á Ytra Lóni og er
gestum til yndis.
Fram hjá bænum rennur vinsæl
silungsá, Lónsá, en veiðileyfi í hana
eru pöntuð á veiditorg.is.
Hægt er að panta gistingu eða
afla sér frekari upplýsinga á vefnum
ytralon.is en einnig með tölvupósti
á netfangið mirjam@ytralon.is eða
í síma 846 6448. Þess má geta að
enn eru nokkur laus pláss í Langanes-
ferðina 1.-5. júlí næstkomandi. Það er
gönguferð um friðsæla byggð sem
var og eyðiþorp með mikla sögu, um
lífleg fuglabjörg og út á ysta odda
Langaness. Áhugasamir eru hvattir
til að hafa samband og tryggja sér
pláss.
Norðausturland
YTRA LÓN FARM LODGE:
Heillandi sveitagisting
og ægifegurð Langaness
HJÁLEIGAN – KAFFIHÚS:
Ekta íslenskt kaffibrauð
og húsdýr í garðinum
Hjáleigan er einstaklega huggu-legt sveitakaffihús, staðsett við Minjasafnið á Bustarfelli, í
Hofsárdalnum, skammt frá Vopna-
firði. Þetta fallega hús tekur um
25-30 manns í sæti en auk þess er
veitingasvæði á verönd fyrir utan
sem er vinsælt þegar vel viðrar.
Hjáleigan er opin frá 1. júní til 10.
september frá kl. 10 til 17 alla daga
vikunnar. Rekstraraðilar eru Petra
Jörgensdóttir og Hörður Sigurjóns-
son og eitt helsta einkenni veitinga
staðarins er heimabakað brauð úr
ofni Petru. Eingöngu er í boði íslenskt
heimabakað brauðmeti á staðnum og
mikið af því er séríslenskt kaffibrauð
á borð við kleinur, skonsur, flatkök-
ur, vöfflur, formkökur og alls konar
tertur. Kaffibrauðið á Hjáleigunni er
rómað víða og gestir hæla því yfir-
leitt í hástert. Einnig eru í boði tvær
tegundir af heimagerðum ís.
Meðal drykkja í boði eru kaffi, kakó
og te.
Lítill húsdýra-
garður og Bu-
starfellsdagur-
inn
Eitt aðdráttarafl Hjáleigunnar – sem
gerir staðinn mjög fjölskylduvænan
– er vísir að húsdýragarði fyrir utan
kaffihúsið og er ókeypis aðgangur
að honum. Þarna eru nú lítill kálfur,
tvö lítil lömb og kanína. Þá eru geitur
væntanlegar í garðinn.
Bustarfellsdagurinn verður haldinn
hátíðlegur sunnudaginn 8. júlí og
þá verða fleiri dýr flutt í garðinn frá
bæjum í héraðinu. Þannig dag verður
boðið upp á fjölbreytta dagskrá og
meðal annars verða gamlar verk-
hefðir sýndar.
Nánari upplýsingar um Hjáleiguna
kaffihús er að finna á Facebook-síð-
unni Hjáleigan Kaffihús.
Börnin skemmta sér alltaf vel á Bustarfellsdeginum