Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Page 41
22. júní 2018 KYNNINGARBLAÐ Sumarhlaup
FJÖGURRA SKÓGA HLAUPIÐ:
Náttúrufegurð
og veðursæld
Fjögurra skóga hlaupið hefur verið haldið frá árinu 2011 en það fer fram í suðurhluta
Fnjóskadals laugardaginn 28. júlí.
Hlaupið er fjáröflunarleið fyrir björg-
unarsveitina Þingey og hefur lukk-
ast afskaplega vel í gegnum tíðina.
Þátttakendum hefur farið fjölgandi
hægt og rólega og búast má við
rúmlega 100 manns í hlaupið að
þessu sinni.
Hlaupið er í gegnum fjóra skóga:
Vaglaskóg, Lundskóg, Þórðarstaða-
skóg og Reykjaskóg. Náttúrufegurð
er mikil á svæðinu og ekki spillir fyrir
að mikil veðursæld er í Fnjóskadal:
„Við höfum alltaf fengið gott
veður, það hefur aldrei rignt á okkur,
einu sinni var sólarlaust en oftast
hefur verið sól og stundum 20 stiga
hiti,“ segir Steinar Karl Friðriksson,
formaður björgunarsveitarinnar
Þingey. Steinar segir að enginn
stórgróði sé af hlaupinu en það komi
alltaf út í plús og sé því nokkur styrk-
ur fyrir björgunarsveitina.
„Hlauparar sækja í góða veðrið og
náttúrufegurðina hérna og við höf-
um fengið mjög góðar umsagnir um
hlaupið,“ segir Steinar Karl en árið
2014 var Fjögurra skóga hlaupið
valið besta utanvegahlaupið.
Mjög fjölbreyttur hópur þátt-
takenda er í hlaupinu: „Þetta er
allt frá krökkum hérna í sveitinni í
skemmtiskokkinu og upp í margfalda
Íslandsmeistara,“ segir Steinar Karl.
Keppt er í fjórum vegalengdum:
4,3 km skemmtiskokki, 10,3 km, 17,6
km og 30,6 km.
Allir keppendur fá þátttökupen-
ing og verðlaun verða veitt fyrir þrjú
efstu sætin í karla- og kvennaflokki í
hverri vegalengd.
Keppendur eru fluttir á upp-
hafsstaði, drykkir verða á stöðvum,
tímatökunúmer, brautarmerkingar
og öryggisgæsla eru á leiðinni. Boðið
verður upp á hressingu á leiðarenda.
Gæsla verður við hlaupið og munu
félagar úr björgunarsveitinni Þingey
fylgja keppendum eftir. Þátttakend-
um skal þó bent á að þeir hlaupa á
eigin ábyrgð.
Nánari upplýsingar og skráning á
hlaup.is.