Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Page 49

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Page 49
SAKAMÁL 4922. júní 2018 stúlkuna og sagðist ætla að kveikja upp til að stúlkunni yrði ekki kalt. Á meðan vaggaði hún henni blíð- lega í fangi sér. En um kvöldið myrti hún hana. Hún afklæddi stúlkuna og setti hana á grúfu í barnavagn- inn, ofan á sæng. Hún tók síðan bandspotta og batt um háls hennar og setti lérefti ofan á stúlkuna. Hún settist síðan í sófann og beið eftir að litla stúlkan andaðist. Þegar hún var dáin setti hún hana í fléttukörfu og lét hana vera þar yfir nóttina. Næsta morgun setti hún líkið í ofn- inn og brenndi það. Undir áhrifum eiturlyfja Dagmar myrti börnin yfirleitt skömmu eftir að hún fékk þau í hendurnar og oft notaði hún fyrr- greinda aðferð en hún drekkti líka sumum þeirra. Við réttarhöldin yfir henni kom fram að hún hafði oft verið undir áhrifum fíkinefna þegar hún myrti börnin, til dæm- is kókaíns. Hún staðhæfði að hún hefði ekki myrt börnin vegna pen- inganna en gat engar skýringar gefið á ódæðisverkunum. Hún sagðist hafa tekið þau að sér því „hún væri svo mikið fyr- ir börn“ og vildi vera góð við þau. Hún sagðist þó stundum hafa fundið hjá sér þörf til að drepa sum þeirra. Hún bar við minnis- leysi þegar hún framdi morðin því hún hafi verið undir áhrifum vímuefna. Við réttarhöldin kom fram að Dagmar ólst upp við slæm kjör, var talin lygin og hafði verið beitt kynferðislegu ofbeldi af stjúpföður sínum. Hún var þjófótt og vegna fátæktar fjölskyldunnar og erf- iðrar hegðunar var hún rekin að heiman 12 ára. 15 ára hlaut hún fyrsta dóm sinn fyrir þjófnað. Hún starfaði á veitingastað og eignað- ist barn með þjóni sem starfaði þar. Þetta barn lést, hugsanlega við dularfullar kringumstæður. Á næstu árum eignaðist hún nokkur börn til viðbótar en það var síðasta barnið sem hún hlaut síðar dóm fyrir að hafa borið út. Dagmar sagði sjálf að hún hafi aðeins viljað hjálpa börnum sem enginn vildi hafa. Hún virðist hafa talið sjálfri sér trú um að hún gerði samfélaginu greiða með því að taka börnin að sér en síðan hafi hún áttað sig á að hún réði ekki við verkefnið og þá var auðveldara að ryðja börnunum úr vegi. Þann 3. mars 1921 var Dag- mar fundin sek um að hafa myrt 8 börn að yfirlögðu ráði og að hafa borið eitt barn út. Hún var dæmd til dauða. Mánuði síðar var dauða- dómnum breytt í ævilangt fangelsi með þeim skilyrðum að hún fengi aldrei reynsulausn. Þetta var venj- an á þessum tíma en síðasta af- taka konu í Danmörku fór fram árið 1861. Dagmar lést árið 1929, 42 ára að aldri. Málið hafði mikil áhrif á danskt samfélag Mál Dagmar hafði mikil áhrif á danskt samfélag því í kjöl- farið varð mikil um- ræða um þær slæmu aðstæður sem konur, sem eignuðust börn utan hjónabands, voru í. Árið 1923 voru sett lög sem kváðu á um eftirlit hins op- inbera með börnum sem voru sett í fóstur og kveðið var á um að öll börn, sem fæddust utan hjóna- bands, ættu að falla undir sérstakt eftirlit. Árið 1924 voru síðan sam- þykkt lög sem kváðu á um að öll börn skyldu skráð í þjóðskrá. Hávaði frá nágranna truflaði nætursvefninn Í febrúar á þessu ári réðst Rebar Hesso, 26 ára, á nágranna sinn, 21 árs konu, og stakk hana 130 sinn- um. Konan lést af völdum áverk- anna. Þau bjuggu bæði á sambýli fyrir þroskahamlaða í Svíþjóð. Hesso var handtekinn á vett- vangi. Í íbúðinn lá lífvana kona inni á salerninu og í stofunni lá systir hennar og hafði hún ver- ið stungin en lifði af. Hesso hefur nú verið dæmdur í lífstíðarfang- elsi og verður vísað brott frá Sví- þjóð. Hann þjáist af andlegum veikindum en dómstóllinn ákvað að líta framhjá því og dæma hann í fangelsi þar sem morðið hafi ver- ið skipulagt og markvisst. Dauðadómur í kjölfar atvinnuauglýsinga Richard Beasley, 53 ára, var dæmdur til dauða í Ohio í Bandaríkjun- um árið 2013. Hann hafði auglýst eftir mönn- um í vinnu á netsíð- unni Craigslist, störf sem voru ekki til. Hann rændi þremur mönnum, 47 til 56 ára, sem svöruðu auglýsingunni og myrti þá. Hann reyndi einnig að myrða 49 ára karlmann sem einnig svaraði auglýsingu hans. Sá slapp lifandi frá Beasley og 16 ára samstarfsmanni hans, Brogan Rafferty, eftir að hafa verið skot- inn í handlegg. Beasley nýtti sér aðstæður mannanna, sem voru atvinnulausir, til að lokka þá til sín og myrða en þeir vildu gjarnan fá vinnu enda vantaði þá peninga. n Frábært verð og falleg hönnun Kíktu á sturta.is og skoðaðu úrvalið Sturtuklefar með þaki, sporna gegn raka n Dagmar var hræðilegt illmenni sem sá ekki eftir neinu n Afkastamesti raðmorðingi Danmerkur hlaut dauðadóm fyrir voðaverk sín MYRTI TUGI SMÁBARNA „Þegar réttað var yfir henni játaði hún að hafa myrt rúm- lega 20 börn, sem hún hafði tekið að sér, á árunum 1912 til 1920. Hún var sakfelld fyrir átta morð og fyrir að hafa borið eitt barn út en ekki þóttu nægilega sterkar sannanir í hinum málunum. Auglýsing Karoline Aagesen í Aftonbladet. Herbergi Dagmar. Dagmar Overbye.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.