Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Side 62

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Side 62
62 BLEIKT 22. júní 2018 Þ ann 25. maí síðastliðinn hóf Icelandair beint flug frá Íslandi til Kansas City í Bandaríkjunum. Í til- efni þess var nokkrum fjölmiðl- um boðið með í fyrsta flugið sem markaði tímamót í sögu Kansas. Flugvöllurinn í Kansas City var sá stærsti í Bandaríkjunum sem ekki bauð upp á beint flug til Evrópu þar til nú. Mikil fagnaðarlæti brutust út og spennan leyndi sér ekki þegar fyrstu Íslendingarnir stigu út úr vélinni og var öllu tjaldað til. Flugið frá Keflavíkurflugvelli og alla leið til Kansas tók um sjö klukku- tíma og dekrað var við farþega vélarinn- ar með kampavíni og makkarónum ásamt allri þeirri afþreyingu og mat sem Icelandair hefur upp á að bjóða. Viðræður um flug frá Íslandi hafa staðið yfir í mörg ár Fljótlega eftir lendingu var hópn- um skutlað á hótel- ið til þess að ná sér í góða hvíld fyrir annasama daga framund- an. Yfirvöld í Kansas City skipu- lögðu þriggja daga sýningarferð um svæðið og komið var fram við okkur Íslendingana líkt og um stórstjörnur væri að ræða, enda höfðu viðræður um flug frá Ís- landi staðið yfir í mörg ár. Kansas City liggur á mörkum tveggja miðríkja Bandaríkjanna, Kansas og Missouri. Á þessum slóðum er margt í boði og má þar helst nefna ögrandi grillmat, dúndrandi djazzsveiflu, glæsi- lega garða og gáskafulla gos- brunna. Yfir 200 litlir og stórir gosbrunnar munu fanga athygli þína á ferð í gegnum Kansas en sá þekktasti er án efa JC Nichols Memorial Fountain sem stað- settur er í Country Club Plaza. Country Club Plaza er rík- mannlegt verslunarhverfi sem reis á þriðja áratug tuttugustu ald- ar og nær yfir 14 húsagötur og er tilvalinn staður til þess að versla og heimsækja góða veitingastaði. Kansas er þekkt fyrir góðan grillmat og fékk hópurinn aldeilis að kynnast því í þessari ferð. Glæsilegt safn WWI Heimsótt voru tvö stór og þekkt söfn, það fyrra The Negro Leagu- es Baseball museum þar sem far- ið er yfir sögu svartra leikmanna í hafnabolta og það seinna WWI museum þar sem munir úr fyrri heimsstyrjöldinni eru til sýnis. Memorial Day í Bandaríkjun- um er dagur þar sem þeirra sem létu lífið í fyrri heimsstyrjöldinni er minnst og fengum við að heimsækja WWI safnið einmitt á þeim degi. Safnið er virkilega glæsilegt og mun stærra heldur en þau söfn sem við Íslendingar könnumst við. Eins og sönnum Íslending- um sæmir var einnig tekinn tími til þess að njóta góða veðursins en hópurinn var virkilega hepp- in með sólríka daga sem voru vel þegnir eftir rigningarsúldina sem gekk yfir Ísland í maí. Frítíminn var einnig vel nýttur í að skoða verslanir og bari og má með sanni segja að enginn hafi farið svekktur heim úr þessari ferð. Til gamans má geta þess að þegar allir þeir Kansasbúar sem hópurinn hitti áttaði sig á því að um Íslendinga var að ræða sner- ist umræðan strax um þá miklu eftirvæntingu og gleði yfir því að Icelandair væri að hefja flug til borgarinnar. Það var því umtalað í þessari stóru borg að Íslendingar væru á svæðinu sem gerði heim- sóknina ennþá skemmtilegri. Mikil fagnaðarlæti á fótboltaleik Heppnin var með hópnum en á sunnudeginum var farið á stóran fótboltaleik þar sem Kansas var að keppa. Setið var í hverju sæti á vellinum sem tekur um 18 þúsund manns og var stemmningin alveg eftir því. Einnig fengum við að kynnast jazz og kokteilamenningu Kansas sem fór fram úr öllum vonum. Heimferðin var notaleg en flog- ið var heim seint að kvöldi til og lent á Íslandi snemma morguns í grenjandi rigningu og roki. Hópur- inn fór því fljótt inn í raunveruleik- ann aftur og lifir minningin um glampandi sumarsól, kokteila og jazz nú í hugum okkar með von um að heimsækja Kansas aftur í náinni framtíð. n Sól, sumar og djass í Kansas City n Icelandair flýgur til Kansas City n Blaðamaður DV með í för Aníta Estíva Harðardóttir anita@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.