Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Page 72
22. júní 2018
24. tölublað 108. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Ég ætla sko
að stunda
kynlíf í Dag!
HVAÐ KOSTAR PALLURINN?
Fáðu tilboð í pallinn hjá okkur á byko.is
Auðvelt að versla á byko.is • Sendum út um allt land
ÁFRAM
ÍSLAND
Tilboð til 27. júní
Sjáðu öll
tilboðin á
byko.is
Ti
lb
oð
g
ild
a
ti
l 2
7.
jú
ní
e
ða
á
m
eð
an
b
ir
gð
ir
e
nd
as
t.
B
ir
t m
eð
fy
ri
rv
ar
a
um
in
ns
lá
tt
ar
-/
pr
en
tv
ill
ur
o
g/
eð
a
m
yn
db
re
ng
l.
Sjá
nánar á
byko.is
31%
afsláttur
Tilboðsverð
Rafmagnssláttuvél
GE-EM 1030. Hágæða og
kraftmikil rafmagnssláttuvél.
Vélin er frábær í að slá minni
garða. Með kraftmiklum
1000 W rafmótor.
8.995
74830020
Almennt verð: 12.995
Tilboðsverð
Sólstóll
Svartur.
4.995
41613415
Almennt verð: 7.995
38%
afsláttur
33%
afsláttur
b
re
nn
arar
1
kí
ló
vö
tt
2,93
Tilboðsverð
Gasgrill
ROYAL 320 með þremur
ryðfríum brennurum, og
grillgrindum úr pottjárni
sem hægt er að snúa við.
39.995
50657512
Almennt verð: 59.995
b
re
nn
arar
1kí
ló
vö
tt
2,93
Tilboðsverð
Ferðagasgrill
Blátt eða svart.
12.995
50632099
Almennt verð: 24.995
48%
afsláttur
U
ndanfarnir dagar hafa ver-
ið annasamir hjá Degi B.
Eggertssyni, borgarstjóra
Reykjavíkur. Hann flaug
til Moskvu og fylgdist með leik Ís-
lands og Argentínu um síðustu
helgi en hélt síðan beint aftur heim
til Íslands til þess að vera viðstadd-
ur fyrsta borgarstjórnarfund kjör-
tímabilsins. Með Degi í för var að-
stoðarmaður hans, Pétur Ólafsson.
Í svari Reykjavíkurborgar við fyrir-
spurn DV kemur fram að borgar-
stjóri og aðstoðarmaður hans hafi
greitt fyrir ferðina úr eigin vasa og
að Dagur muni ekki gegna neinum
opinberum embættisverkum ytra.
Dagur staldraði síðan stutt við
á Íslandi því hann flaug utan til
Volgograd í gær, fimmtudag, þar
sem hann hyggst vera viðstadd-
ur leik Íslands og Nígeríu. Þaðan
verður förinni haldið áfram til Ro-
stov þar sem Dagur mun vera við-
staddur lokaleik riðilsins milli Ís-
lands og Króatíu. Þessi síðari ferð
er hluti af sumarfríi borgarstjór-
ans og með honum í för er bróð-
ir hans og synir þeirra. Reykja-
víkurborg ber því engan kostnað
af ferðum borgarstjórans til Rúss-
lands.
Íslenskir skattgreiðendur
sleppa þó ekki alveg við að borga
undir fyrirmenni til Rússlands.
Fjölmiðlar höfðu greint frá því
að forsetaembættið hefði greitt
undir ferð forsetafrúarinnar Elizu
Reid og sona hennar til Rússlands
þar sem hún var viðstödd leik Ís-
lands og Argentínu. Fram kom að
ekki hefði verið um opinbera ferð
að ræða en að ferðin félli undir
„verk og verksvið forsetafrúarinn-
ar. Meðal annars verkefnið „Team
Iceland“,“ eins og kom fram í svari
embættisins. Þá greindi Kjarninn
frá því að forsetaembættið hefði
að auki greitt undir för annars
embættismanns til þess að fylgja
Elizu Reid út. n
Borgarstjóri á ferð og flugi milli Reykjavíkur og Rússlands
Frí kynlífstæki
ef Ísland vinnur
Leikur Íslands og Nígeríu gæti
reynst þeim sem vilja fjölbreytni
í kynlífi mikil búbót en það fer
þó eftir úrslitum leiksins.
Verslunin
Adam & Eva,
sem selur
hjálpartæki
ástarlífsins,
heitir á við-
skiptavini
sína ef Ísland ber sigur úr být-
um gegn Nígeríu á heimsmeist-
aramótinu, þá fái þeir sem
keyptu vörur dagana 21. og 22.
júní allt endurgreitt í formi inn-
eignar í versluninni.
Þeir sem keyptu sér til
dæmis kynæsandi undirföt,
rólu eða göndul hafa því ærna
ástæðu til að styðja landsliðið
af fullum krafti á föstudag.
Pírati mættur
í heiminn
Helgi Hrafn Gunnars-
son, þingmaður Pírata, og
Inga Auðbjörg Straumland,
athafnastjóri hjá Siðmennt,
eignuðust sitt
fyrsta barn
þann 6. júní
síðastliðinn.
Gullfallegur
drengur kom í
heiminn sem
er enn í svo-
lítilli nafna-
leit að sögn foreldra. Tíu dög-
um síðar tók Inga sér örstutt
frí frá móðurhlutverkinu og fór
í Hörpu þar sem hún útskrif-
aðist með meistaragráðu í ver-
kefnastjórnun. Við óskum ný-
bökuðu foreldrum innilega til
hamingju með nýja hlutverkið.
Inga Auðbjörg og Helgi Hrafn
giftu sig í júlí 2016, en Inga Auð-
björg bað Helga Hrafns og vakti
bónorðið mikla athygli. Bónorðið
átti sér stað í Rieneck-skátakast-
alanum í Þýskalandi og fékk Inga
Auðbjörg yfir hundrað manns
til þess að taka þátt í svokallaðri
„flash mob“ en það er enska heitið
á stórum hópi fólks sem gerir eitt-
hvað óvænt meðal almennings.