Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Blaðsíða 4
4 29. júní 2018FRÉTTIR
Vissir þú ...
n Hægt er að sjóða og frjósa
vatn á sama tíma
n 80% allra fótbolta heims eru
framleiddir í Pakistan
n Læknir Georgs V. Bret-
landskonungs flýtti fyrir dauða
hans með því að gefa hon-
um banvænan skammt af lyf-
jum. Það var gert til þess að
hægt væri að greina frá dauða
konungs í morgunútgáfu The
Times frekar en síðdegisblöð-
unum sem þóttu ekki eins
virðuleg.
n Kvikmyndaframleiðslufyrir-
tækið Miramax var í eigu Dis-
ney til ársins 2010. Það þýðir
að meistaraverk Quentins Tar-
antino, Pulp Fiction, er strangt
til tekið Disney-mynd.
n Mannkynið fór fyrst til
tunglsins áður en nokkur átt-
aði sig á því að setja hjól undir
ferðatöskur.
L
ögreglan rannsakar nú til-
drög alvarlegs umferðar-
slyss sem átti sér stað á
Reykjanesbraut á dögun-
um. Drekkhlaðin sendibifreið
keyrði þá á fólksbifreið sem hafði
staðnæmst á rauðu ljósi. Sam-
kvæmt heimildum snýr rann-
sóknin að því að flutningabíllinn
var of þungur sem hafði áhrif á
hemlun bílsins. Lögreglan neit-
aði að veita DV upplýsingar um
gang rannsóknarinnar. Í bílnum
sem keyrt var á var faðir ásamt
ungri dóttur sinni. Að hans mati
er mikil gæfa að dóttir hans hafi
lifað slysið af þó að ekki sé út-
séð með hvort að hún nái fullri
heilsu eftir slysið.
„Hrikalegt högg“
„Ef dóttir mín hefði verið hin-
um megin í bílnum þá hefði hún
aldrei lifað af áreksturinn af. Það
var eins og risastór lest hefði klesst
á okkur og bíllinn flaug stjórn-
laust áfram eftir höggið,“ segir Ro-
bert Garbarczyk í samtali við DV.
Þann 14. júní síðastliðinn lent Ro-
bert og níu ára dóttir hans, Lucja,
í alvarlegu bílslysi á Reykjanes-
braut við Sprengisand. Stór sendi-
ferðabíll klessti þá aftan á KIA-bif-
reið Roberts þar sem hann beið
á rauðu ljósi á beygjuakrein. „Ég
var á leiðinni upp á Bústaðaveg af
Reykjanesbrautinni þegar hrikalegt
högg kom á bílinn og hann flaug
upp á umferðareyju sem var þvert
yfir gatnamótin,“ segir Robert þegar
hann lýsir slysinu. Bifreið hans er
gjöreyðilögð eftir slysið og má telja
það mikla mildi að feðginin, og þá
sérstaklega Lucja, hafi lifað slysið af.
Hún höfuðkúpubrotnaði á
þremur stöðum í slysinu og lá
þungt haldin á Barnaspítala Hr-
ingsins í sjö daga vegna slyssins. Of
snemmt er að segja til um hverjar
afleiðingar slyssins verða en Lucja
er nú á batavegi og
hefur fengið að fara
heim til sín. „Ég þakka
bara Guði fyrir að hún
hafi komist lifandi út
úr þessu,“ segir Ro-
bert. Hann gerir lítið
úr eigin meiðslum, þó
að þau hafi verið tals-
verð. „Ég hef átt erfitt
með svefn út af verkj-
um eftir slysið en ég tel
mig samt hafa sloppið
afar vel,“ segir hann.
Fjölskyldan þarf
núna að takast á við
breyttan veruleika.
Lucja litla var full til-
hlökkunar fyrir sumr-
inu enda var margt á
dagskrá. Meðal annars
voru foreldrar henn-
ar búnir að skrá hana á
reiðnámskeið og að auki
var hún á leið til Pól-
lands að heimsækja ömmu sína.
„Hún var nýbyrjuð á reiðnám-
skeiði sem hún var búin að tala um
í marga mánuði hvað hana langaði
mikið að fara á. Vegna slyssins þarf
hún að hætta á námskeiðinu og
er ansi leið yfir því. Einnig sögðu
læknarnir að vegna meiðsla henn-
ar gæti hún ekki farið í heimsókn
til ömmu sinnar í Póllandi þar sem
hún þurfi að taka því rólega næstu
vikurnar,“ segir Robert. n
Níu ára stúlka þrí-
höfuðkúpubrotin
n Alvarlegt slys sem er í lögreglurannsókn n Lá þungt haldin á spítala
„Ég þakka
bara Guði
fyrir að hún hafi
komist lifandi út
úr þessu
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
bjartmar@dv.is
Lítt þekkt
ættartengsl:
R
ithöfundurinn og leik-
skáldið Lilja Sigurðar-
dóttir hlaut nýlega
Blóðdropann, íslensku
glæpasagna-
verðlaunin, fyr-
ir Búrið, loka-
bókina í þríleik
hennar um
Sonju, einstæða
móður sem
stundar eiturlyf-
jasmygl, en bækurnar hafa feng-
ið góðar viðtökur hér heima og
vakið áhuga erlendra útgefenda
og komið út erlendis. Sú fyrsta,
Gildran, er tilnefnd til Gullna
rýtingsins í flokki þýddra bóka
(CWA International Dagger).
Gullrýtingurinn er verðlaun
Samtaka breskra glæpasagna-
höfunda og eru talin eftirsótt-
ustu alþjóðlegu glæpasagna-
verðlaun heims.
Það eru kannski ekki all-
ir sem vita að faðir Lilju er
hinn stórskemmtilegi Sigurður
Hjartarson, sem stofnaði Hið
íslenska reðursafn árið 1997,
þegar hann var kominn á eft-
irlaun. Þegar Sigurður stofn-
aði safnið á sínum tíma olli
það nokkru fjaðrafoki og þótti í
meira lagi sérkennilegt. Safnið
starfaði áður á Húsavík en er
í dag starfrækt við Hlemm í
Reykjavík og nýtur mikilla vin-
sælda á meðal ferðamanna.
Áður en hann stofnaði
safnið starfaði Sigurður sem
kennari og skólastjóri í 37 ár
og kenndi þá aðallega sögu og
spænsku í Menntaskólanum
við Hamrahlíð, þar sem hann
var vel metinn af nemendum
sem samstarfsmönnum.