Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Blaðsíða 18
18 29. júní 2018FRÉTTIR - ERLENT Kaldunnin þorsklifrarolía Íslensk framleiðsla 120/180 60 220 ml Dropi af náttúrunni „Fyrir mér er Dropi heilindi og lífsorka” J ared Kushner, einn helsti ráð- gjafi Donalds Trump Banda- ríkjaforseta og jafnframt tengdasonur hans, var ný- lega á ferð í Mið-Austurlöndum ásamt Jason Greenblatt, sérstök- um erindreka Bandaríkjastjórn- ar. Málefni Ísraels og Palestínu voru ofarlega á baugi en þeir voru að undirbúa jarðveginn fyrir frið- aráætlun ríkisstjórnar Trumps vegna deilna Ísraels og Palest- ínu. Áætlunin, sem Trump hefur sagt vera „samning aldarinnar“, á að leysa deilurnar í eitt skipti fyr- ir öll. Samkvæmt áætluninni á að stækka Gasa inn á Sinai í Egypta- landi og vill Trump að ríku löndin við Persaflóa fjárfesti fyrir einn milljarð dollara í uppbyggingu á Gasa og Sinai. Kushner og Green- blatt funduðu með leiðtogum Katar, Sádi-Arabíu, Jórdaníu, Eg- yptalands og Ísraels í ferðinni. Ísraelska dagblaðið Haaretz seg- ir að fundirnir hafi aðallega snúist um að sannfæra Persaflóaríkin um að fjárfesta fyrir um einn milljarð dollara á Gasa. Þar búa 1,9 milljón- ir manna við hörmulegar aðstæð- ur. Þeir félagar hittu ekki leiðtoga Palestínumanna sem viðurkenna ekki ríkisstjórn Trumps sem sátta- semjara og þá sérstaklega ekki eft- ir að Bandaríkin fluttu sendiráð sitt frá Tel Aviv til Jerúsalem. Mesta uppbyggingin á að vera í Egyptalandi Það gerir áætlun Bandaríkja- manna mjög erfiða að megnið af fjárfestingum Persaflóaríkjanna eiga að renna til verkefna á Sinai, rétt við landamærin að Gasa. Þar á að byggja sólarorkuver til að tryggja rafmagn á Gasa. Síðan er höfn á döfinni, orkuver, sem- entsverksmiðja og iðnaðarsvæði. Allt þetta á að skapa mörg þús- und störf fyrir íbúa á Gasa og bæta lífskjör þeirra umtalsvert en þau eru vægast sagt ömurleg. Íbúar á Gasa fengu veður af þessum fyrirætlunum í maí þegar Ísraelsmenn köstuðu flugritum yfir ræmuna, sem Gasa er, með upplýsingum um hvað gæti beðið þeirra í framtíðinni. „Gasa 2025“ var yfirskrift flugritanna. Flug- ritinu var stillt þannig upp að íbú- ar gætu valið á milli Gasa, sem líkist Dubai með glæsilegum há- hýsum og breiðstrætum, eða sundursprengds Gasa. Frá því að Hamas komst til valda á Gasa 2007 hefur ræman verið í efnahagslegri herkví Ísraels og Egyptalands. Atvinnuleys- ið er 60 prósent, mikill rafmagns- skortur er og 97 prósent af grunn- vatninu er svo mengað að það er ekki drykkjarhæft. Auk þess hefur Gasa verið sprengt nánast í tætl- ur í þremur stríðum. Eins og nærri má geta eru íbúarnir ekki ánægð- ir með hlutskipti sitt og ekki þarf mikið til að upp úr sjóði. Hugsan- lega verður hægt að létta hluta af þessum þrýstingi með fjárfesting- um Persaflóaríkjanna. En hvort hægt er að byggja Gasa upp á meðan Hamas er við völd er síðan annað mál. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, segir að Gasa sé ekki ríki Palestínumanna og ekkert ríki Palestínumanna sé til án Gasa en í hans augum lítur áætlunin helst út fyrir að eiga að gera Gasa að sjálf- stæðu ríki óháðu Vesturbakkan- um. Eldfimt mál Hugmyndin um að skapa störf fyr- ir Gasabúa í Sinai í Egyptalandi er vægast sagt eldfim. Hún ýtir und- ir gamlar samsæriskenningar um að Bandaríkin vilji stækka Gasa með því að fá hluta af Sinai. Það er síðan spurning af hverju Egyptar ættu að samþykkja að láta hluta af Sinai af hendi til þess eins að létta þrýstingi af Ísrael. Ísraelskir hægrimenn hafa löngum verið hliðhollir þessari leið. Árið 2014 skýrðu ísraelskir fjölmiðlar frá því að Abdel Fatah al-Sisi, forseti Egyptalands, hefði boðið leiðtogum Palestínumanna að stækka Gasa með 1.600 ferkíló- metra svæði af Sinai. Þetta hefði fimmfaldað stærð Gasa. Þessu var líklega lekið til fjölmiðla af háttsettum ísraelskum embættis- mönnum. Samkvæmt fréttunum átti þetta nýja palestínska ríki að vera herlaust og taka við palest- ínskum flóttamönnum frá öllu svæðinu. Á móti átti Abbas for- seti að falla frá kröfum um sjálf- stætt ríki á Vesturbakkanum með Jerúsalem sem höfuðborg. Á móti áttu Palestínumenn einnig að fá sjálfsstjórn í þeim bæjum sem þeir myndu halda eftir. Ísraelskir og egypskir embættismenn vísuðu þessum fréttum á bug og sögðu þær vera algjöran uppspuna. En þessi saga eða hugmynd hefur verið á kreiki eftir að Giora Eiland, þjóðaröryggisráðgjafi Ísraels, kynnti hana til sögunnar þegar Ísraelsmenn yfirgáfu Gasa 2005. Háttsettir egypskir embættismenn hafa í gegnum árin sagt að Egypta- land sé undir stigvaxandi þrýstingi frá Bandaríkjunum og Ísrael um að gefa hluta af Sinai eftir og láta í hendur Palestínumanna. Þessi þrýstingur er sagður hafa aukist eftir að Hamas komst til valda á Gasa 2007. n Gasa Jared Kushner Friðaráætlun Trumps byggist á miklum fjárfestingum á Gasa „Samningur aldarinnar“ á að leysa deilurnar í eitt skipti fyrir öll Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.