Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Blaðsíða 16
16 29. júní 2018FRÉTTIR sagði henni alla söguna af versta kvöldi lífs míns og ég skammaðist mín. Hún fór að hágráta. Ég sat við hliðina á henni, algjörlega búin að missa allar tilfinningar, leit á hana og sagði henni að þetta væri ekki svo alvarlegt. „Alexandra, hann nauðgaði þér,“ sagði hún og það var eins og að fá spark í magann. Ég vissi að hún hafði rétt fyrir sér, ég gat ekki verið í afneitun lengur og ég brotnaði niður.“ Systir Alexöndru vissi að hún væri í mikilli hættu á að ganga alla leið og svipta sig lífi. Hún var ekki tilbúin til að fylgja litlu systur sinni til grafar þannig að hún fór beint með hana upp á bráðamót- töku geðdeildar. Hún fékk viðtal hjá geðlækni en þar fékk hún hins vegar ekki þær móttökur sem hún þurfti eða átti von á. „Læknirinn kynnti sig ekki þegar hún kom inn og alveg frá byrjun sá ég að hún nennti ekki þessu viðtali. Ég reyndi að segja henni sögu mína en hún hlustaði ekki á mig. Allt viðtalið var hún að spyrja mig um mína eiturlyf- janeyslu og svo fór hún að reyna að leiða mig. Hún var eiginlega frekar að segja mér mína sögu en ég henni, að ég hafi boðið upp á þetta. Fyrirlitning hennar gagn- vart mér leyndi sér ekki. Það er næstum ár liðið síðan þetta gerð- ist en ég man hvað hún niðurlægði mig mikið og ég fór grátandi út úr viðtalinu.“ Alexandra vildi komast inn á Barna- og unglingageðdeildina, BUGL, til að fá að ræða sín vanda- mál við fagaðila þar og vinna úr sínum málum. En geðlæknirinn á bráðamóttökunni hafnaði þeirri beiðni. Að lokum tókst henni að fá innlögn en með því skilyrði að hún færi fyrst inn á Vog, sem hún gerði, en þar voru engir sálfræðingar heldur aðeins ráðgjafar. Geymsla en ekki hjálp á BUGL Þegar hún komst loksins inn á BUGL var reynslan allt önnur en hún átti von á. Hún lýsir þeirri vist sem geymslu og frelsissviptingu til að hún myndi ekki gera sjálfri sér skaða og leið eins og hún hefði verið plötuð. „Ég fékk engin viðtöl við fagað- ila á neinu sviði. Ég var þarna alls í fimmtán daga og gerði lítið ann- að en að stara á vegginn. Það var hvorki geðlæknir né sálfræðingur á vakt þann tíma sem ég var þarna og ég fékk heldur engin lyf. Þessi vist hafði mjög slæm áhrif á mig, bæði innilokunin og skorturinn á mannlegum samskiptum.“ Það var eftir þessa reynslu, framkomu starfsfólks og skort á raunverulegri læknismeðferð sem það fór að halla verulega undan fæti í lífi Alexöndru. Hún átti að keyra austur með móður sinni og stjúpföður eftir veruna á BUGL en fór ekki með, en fór í staðinn í dópgreni í Keflavík. Þau efni sem hún notaði helst voru amfetamín, kókaín, MDMA og benzó kæru- leysislyf. Þegar hún var komin austur batnaði ástandið ekki „Þegar ég gekk út af BUGL fór ég beint til baka í heim fíkniefnanna og þá byrjuðu hlutir að verða ljót- ir. Ég var deyjandi, í grimmri dag- neyslu og að brjóta af mér, lög- reglan á Fljótsdalshéraði sá að afbrotin mín væru vegna andlegra vandamála þannig að ég slapp við allar kærur en ég svaf oft í fanga- klefa eða var sprautuð niður. Eitt kvöldið þegar ég var að fá mér í glas fór ég í geðrof og réðist á alla sem komu nálægt mér.“ Það kvöld fór lögreglan með hana á heilsugæsluna og læknir gaf henni róandi lyf í æð en síðan var hún send heim til sín eins og ekkert hefði í skorist. Líf hennar var alveg úr skorðum. Kærunni vísað frá Alexandra hafði ekki kært nauðg- unina strax eftir að hún átti sér stað. Hún var hrædd við að segja frá, hrædd við gerandann, hrædd við að tapa málinu og vera sökuð um að ljúga. Sjálfsálitið var alger- lega á botninum. „Ég var skítug, aumingi, notuð og ónýt. Þrátt fyrir það ákvað ég að skila skömminni heim og lagði fram kæru.“ Þetta var um haustið 2017 og Alexandra var boðuð í skýrslutöku hjá lögreglunni á Eskifirði. Þann 19. janúar fékk hún bréf heim til sín þar sem stóð að kæran hefði verið felld niður. Ástæðurnar sem gefnar voru voru þær að skortur væri á sönnunargögnum og ekki samræmi milli vitna. Alexandra segist hafa verið í molum eftir að hafa fengið þetta bréf. Andleg líð- an hennar versnaði og versnaði og loks ákvað hún að binda enda á þetta allt saman þann 6. apríl síð- astliðinn. „Ég bjó vel um mig, tók alls konar lyf, nokkra sopa af bjór, setti heyrnartól á mig og tók upp eld- húshnífinn sem ég hafði valið í verkið. En þá gekk bróðir minn inn á mig og tók hnífinn af mér. Ég var í geðrofi og reiddist honum og ætl- aði að stökkva í á sem liggur rétt utan við bæinn.“ Bróðir hennar hringdi á lög- reglumenn sem komu og færðu Alexöndru í fangaklefa en þá var hún í mjög annarlegu ástandi. Hún var sprautuð niður og flutt á meðferðarstöð barna og unglinga að Stuðlum. Eftir þetta fór hún í meðferð á Vogi og síðan á Vík á Kjalarnesi. „Aldrei á þessum tíma var það rætt sérstaklega að ég hafi ver- ið að reyna að svipta mig lífi með eldhúshníf. Eins og það væri bara eðlilegur hlutur. En ég var búin að vera að reyna að kalla á hjálp í langan tíma.“ Fordómar gegn fólki með fíkni- sjúkdóma Alexandra, sem býr nú með móð- ur sinni, segir að þrátt fyrir allt hafi hún getað verið í vinnu og gert flesta hluti sem ætlast var til af henni. „Þegar ég var í þessu ástandi þá forðaðist ég samskipti við móður mína eins og heitan eldinn. Ég vil ekki að hún sjái mig svona. Hún hefur auðvitað séð að það hef- ur mikið gengið á og hefur haft miklar áhyggjur. Svaf lítið og með krampa. Ég er búin að valda henni miklum erfiðleikum í gegnum árin en hún vissi ekki að ég hefði verið í eiturlyfjaneyslu.“ Alexandra hefur nú verið alls- gáð í þrjá mánuði en andleg líð- an hennar er ekki góð. Þar sem hún hefur ekki náð átján ára aldri eru úrræði fullorðinna lokuð fyr- ir hana. Eftir veru sína á BUGL þá treystir hún ekki því starfi sem þar er unnið. „Af sautján árum mínum hef ég lifað átta til tíu af þeim í kvöl og pínu. Ég hef leitað til allra fagað- ila og stofnana en alltaf hefur mér verið sagt að vandamál mín gætu ekki verið raunveruleg vegna ungs aldurs. Í gegnum allt þetta þróaði ég með mér fíknisjúkdóm og þegar við „dópistar“ biðjum um hjálp hjá fagaðilum þá erum við lægra sett en aðrir því að við eigum að hafa valið okkur líf fíkniefnaheims- ins. En það er svo sannarlega ekki raunin. Hjá flestum eiga fíknisjúk- dómar rætur að rekja til andlegra vandamála sem aldrei hafa ver- ið meðhöndluð og verða stærri og fleiri vegna neyslunnar.“ Tifandi tímasprengja Alexandra hafði reynt að segja sögu sína áður en aðstæður og umrót í lífi hennar leyfðu það ekki. Minningin um Kristján frænda hennar, sem líkt og hún sjálf, þurfti að kljást við kerfið sjálft þegar hann leitaði aðstoðar, hvatti hana áfram til þess að segja sína sögu í von um að breytingar verði og tillit verði tekið til ungmenna í þessari stöðu. „Hvað verður til þess að einstaklingur þarf að berjast af öll- um kröftum fyrir hjálp og þegar hann fellur fyrir eigin hendi lítur almenningur í hina áttina? Kæra Ísland, ég er bara sautján ára stelpa en það eru mörg ár síðan ég missti alla virðingu fyrir kerf- inu ykkar. Ég skammast mín fyrir þennan hlut þjóðar minnar. Þeirra sem horfa upp á allt þetta fólk kveðja heiminn og láta sem ekkert sé. Þið sem sitjið við stjórnvölinn og það hvarflar ekki að ykkur að laga kerfið. Andleg vandamál eru bráðsmitandi og þegar einn kveð- ur heiminn eru allir ástvinir með sár sem aldrei munu gróa. Þannig að ég spyr nú: Hvað er að stoppa ykkur?“ Hún verður hugsi þegar hún er spurð um hvað taki við. „Ég vona að ég fái aðstoð. Ég er búin að koma mér á endastöð það oft að ég er eins og tifandi tíma- sprengja.“ n „Ég var skítug, aumingi, notuð og ónýt. Þrátt fyrir það ákvað ég að skila skömminni heim og lagði fram ákæru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.