Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Blaðsíða 49
SAKAMÁL 4929. júní 2018
kvöld. Johnny sagðist ekki hafa
spurt konuna að nafni og vissi ekki
hver hún var. Árið 2003 lést faðir
Johnny og var það mikið áfall fyr-
ir Johnny sem fannst hann vera að
missa alla fótfestu í lífinu. Hann
var ekki fær um að halda heim-
ilinu í lagi og drakk sífellt meira
áfengi. Hann var mjög einmana.
Grafarfriði raskað
Í byrjun september 2005 kom
í ljós að stundaglasið var horf-
ið úr kirkjunni en það hafði stað-
ið á predikunarstólnum. Það var
enginn annar en Johnny Svens-
son sem hafði uppgötvað hvarfið.
Hinn 4. ágúst 2006 var lögreglunni
tilkynnt að grafarfriði hefði verið
raskað í kirkjugarðinum við nýju
kirkjuna. Það fylgdi sögunni að
þegar starfsmaður kirkjunnar kom
til vinnu um morguninn hafi bíll
Johnny Svensson verið þar. Starfs-
maðurinn taldi að Johnny hefði
mætt snemma til vinnu en sá ekk-
ert til hans fyrr en hálfri klukku-
stund síðar þegar bíl Johnny var
ekið á brott. Starfsmaðurinn fór
inn í kirkjuna og sá hvítar skrúf-
ur og trékurl framan við predik-
unarstólinn. Hann tengdi þetta
strax við hvíta líkkistu. Hann fór
niður í líkhúsið og á leið þangað
sá hann Arbogabjórflösku en sá
bjór er 10,2%. Hann vissi að þetta
var uppáhaldsbjór Johnny. Þegar
hann opnaði dyrnar að kælinum
í líkhúsinu sá hann að lok einnar
kistunnar var ekki alveg á. Hann
var samstundis viss um að eitt-
hvað hræðilegt hefði gerst og fór
út. Hann fékk starfsmann útfarar-
stofunnar til að koma á staðinn.
Sá skoðaði kistuna og sá strax að
eitthvað mikið var að og var þess
fullviss að eitthvað mjög svo ógeð-
fellt og ósæmilegt hefði átt sér
stað. Hann sá að líkklæðin voru
ekki eins og þau áttu að vera og
fætur líksins voru aðskildir en
konulík var í kistunni. Honum datt
strax í hug að eitthvað kynferðis-
legt hefði átt sér stað og var lög-
reglan látin vita.
Handtaka og óvænt játning
Lögreglan ákvað fljótlega að hand-
taka Johnny og yfirheyra. Lög-
reglan taldi þó að hann væri frekar
vitni en grunaður í málinu. Johnny
hafði aldrei komist í kast við lögin.
Lögreglumenn hittu hann heima
hjá honum þegar hann kom ak-
andi þangað. Hann var ölvað-
ur og mjög óstyrkur. Meðan ekið
var með Johnny á lögreglustöðina
léttist lund Johnny og hann spjall-
aði við lögreglumennina sem tóku
þá eftir áverkum á honum sem
voru athyglisverðir í tengslum við
opnu líkkistuna. Þegar komið var
á lögreglustöðina var byrjað á að
taka blóðsýni úr Johnny til að ljúka
ölvunarakstursmálinu af áður en
hann yrði yfirheyrður.
Hann var spurður út í opnu
kistuna en neitaði að vita nokk-
uð um málið. Hvað varðaði áverk-
ana sagðist hann hafa hlotið þá
nóttina áður þegar hann var far-
þegi í bíl vinar síns sem hafi ekið
á dýr. Lýsing hans á atburðarásinni
var þannig að ekki var hægt að
trúa henni. Þegar rætt var við „vin-
inn“ kom í ljós að hann kannaðist
örlítið við Johnny en hafði aldrei
setið í bíl með honum.
Ákveðið var að gera húsleit
heima hjá Johnny. Við leitina
fannst stundaglasið góða úr kirkj-
unni og ýmislegt er benti til að
Johnny hefði áhuga á barnaklámi.
Einnig fannst myndefni sem
sýndi þegar níðst var á látnu
fólki. Johnny var úrskurðað-
ur í gæsluvarðhald og þegar
hann var yfirheyrður á nýjan leik
viðurkenndi hann að hafa mis-
notað líkið kynferðislega. Síðar
kom í ljós að frásögn hans pass-
aði vel við sönnunargögn máls-
ins, þar á meðal DNA-sýni. Þetta
er eina málið sem vitað er um í
Svíþjóð þar sem upp hefur kom-
ist um náriðil. Johnny viður-
kenndi einnig að hafa kveikt
í húsi í Ramnäs og kirkjunni í
Surahammar. Lögregluna grun-
ar einnig að Johnny hafi kveikt
í mun fleiri húsum en það vildi
hann ekki játa.
Johnny var dæmdur til vistun-
ar á réttargeðdeild á grundvelli
geðrannsóknar en hann þjáðist af
íkveikjuþörf að mati geðlækna. n
Dragháls 14-16 Sími 412 1200
110 Reykjavík www.isleifur.is
Straumhvörf
í neysluvatnsdælum
Grundfos Scala 3-45
Álagsstýrð, heldur jöfnum þrýstingi og
hljóðlát. Dregur vatn allt að 8 metra
Innbyggð þurrkeyrsluvörn
Afkastar 8 aftöppunar stöðvum
BRENNUVARGUR OG NÁRIÐILL
LÉK LAUSUM HALA Í SMÁBÆ
„Meðan
ekið var
með Johnny á
lögreglustöðina
léttist lund
Johnny og hann
spjallaði við
lögreglumennina
sem tóku þá
eftir áverkum á
honum sem voru
athyglisverðir
í tengslum við
opnu líkkistuna.
„Kirkjan
fuðraði upp
í næturhúminu og
gjöreyðilagðist.
Strax lék grunur
á að um íkveikju
hefði verið að
ræða.