Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Blaðsíða 62
62 BLEIKT 29. júní 2018 Smiðjuvegur 4C 202 Kópavogur Sími 587 2202 hagblikk@hagblikk.is hagblikk.isHAGBLIKK Þakrennurnar eru frá GRÖNVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Brotna ekki Ryðga ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkrautt Smiðjuvegur 4C • 202 Kópavogur • Sími 587 2202 • hagblikk@hagblikk.is • hagblikk.is Álþakrennur og niðurföll Ryðga ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt & dökkrautt Brotna ekki HAGBLIKK HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖNVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu Í lok síðasta árs vermdi Detroit annað sætið lista Lonely Planet yfir mest spennandi borgir ársins 2018. Það er ekki að undra enda hefur borgin risið upp úr öskustónni á ógnarhraða og það er í raun magnað að hugsa til þess að fyrir einungis fimm árum var þessi sögufræga mekka bíla- iðnaðarins yfirlýst gjaldþrota. „Þetta var bara draugabær,“ sagði Uber-bílstjórinn sem undirituð ræddi stuttlega við í heimsókn sinni til borgarinnar á dögunum. Í dag iðar Detroit af lífi og nýir barir, hótel, skemmtistaðir og veitinga- staðir spretta upp um alla borg. Blaðamaður DV heimsótti Detroit á dögunum og upplifði andrúms- loft sem ber vott um bjartsýni og nýja tíma. Þó svo að Detroit sé alla jafna kölluð „Motorcity“ þá er borgin miklu meira en bara bílar og má þar til dæmis nefna sögufræga tónlistarsenu, áhugaverð söfn og framúrstefnulegar og forvitnilegar verslanir með vörur upprennandi hönnuða. Þá má ekki gleyma arki- tektúrnum en á gullárum borg- arinnar spruttu upp fjölmargar glæsilegar Art Deco-byggingar og skýjakljúfar og hefur stór hluti þeirra verið varðveittur. Henry Ford Museum of Innovation Henry Ford Museum of Innovation er eiginlega skylduheimsókn ef leiðin liggur til Detroit. Fyrir áhugafólk um sögu Bandaríkjanna er hér á ferð algjör gullnáma. Viltu sjá stólinn sem Abraham Lincoln var skotinn í? Strætisvagninn þar sem Rosa Parks neitaði af gefa upp sætið sitt? Forsetabílinn sem John F. Kennedy sat í þegar hon- um var ráðinn bani? Fyrir þá sem vilja upplifa alvöru „nostalgíu- -stemningu“ þá má einnig finna hér ná- kvæma eft- irlíkingu af 50´s McDona- lds veitingastað og Holiday Inn hót- elherbergi frá sjöunda áratugnum. Einn áhugaverðasti hluti safnsins er þó skoðunarferð um hið sögufræga Dymaxion hús Buckminst- er Fuller, hönnunarverk- ið sem kallað var „hús fram- tíðarinnar“, þó svo að það hafi í raun aldrei verið byggt. Hönnun Fuller kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1945 en hugsunin á bak við það var ódýrt og sjálfbært húsnæði sem myndi henta öllum og væri þar að auki auðvelt að pakka saman og flytja á milli landa og héraða. Motown Museum Motown-sögusafnið er einnig ómissandi áfangastaður. Hérna hóf Michael Jackson sinn feril. Út á við lítur safnið út eins og krútt- legt amerískt úthverfaheimili en hérna inni varð Motown- -tónlistarstefnan til, í pínulitla upptöku- stúdíóinu sem finna má í kjallar- anum. Það er ansi sérstök upplif- un að standa inni í þessu sögufræga stúdíói þar sem engu hefur verið hreyft við síðan á sjö- unda áratug síðustu aldar, þar sem tónlistarmenn á borð við Stevie Wond- er, The Supremes og Erykah Badhu hafa hljóðritað mörg af sínum frægustu lögum. Piquette Plant Annar áhuga- verður staður að heimsækja í Detroit er gamla Ford Piquette Avenue Plant-bílaverk- smiðjan sem gerð var upp og breytt í safn árið 2013. Tekist hef- ur merkilega vel að halda í upp- runalegt ástand verksmiðjunnar og áhugafólk um bíla verður ekki svikið. Verksmiðjan er „fæðingar- staður“ Model T bílsins og þá er hægt að rölta um og virða fyrir sér ótal mismunandi bílamódel- um frá hinum ýmsu tímabilum í sögunni. n Detroit er ein af áhuga- verðustu borgum 2018 n Miklu meira en bara bílar n Það borgar sig þó ekki að treysta á almenningssamgöngur Atriði til að hafa í huga: n Fyrir þá sem eiga leið um borgina er ómissandi að grípa með sér eina „coney dog“-pylsu sem Detroitbúar elska svo mikið, en þær er hægt að finna á hverju götuhorni. n Ekki treysta á almenningssamgöngurnar, splæstu í bílaleigubíl. Þetta er bílaborg. n Íbúar Detroit eru langflestir afar stoltir af heimaborg sinni. Þeir sem undirrituð ræddi við reyndust flestir bornir og barnfæddir þar um slóðir og hafa aldrei viljað flytja. Heimamenn munu því með glöðu geði veita hvers kyns ábendingar og ráð um áhugaverða staði og skemmtanir. Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.