Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Blaðsíða 34
Hafnarfjörður 29. júní 2018KYNNINGARBLAÐ Frímann & Hálfdán – Útfarar-þjónusta er eina útfararþjónust-an sem er með starfsaðstöðu í Hafnarfirði. Frímann & Hálfdán – Útfararþjónusta veitir syrgjendum þjónustu sem einkennist af virðingu og nærgætni og byggist á mikilli reynslu og þekkingu á mannlegum samskiptum. Þjónustan er jafnframt heildstæð og víðtæk og veittar eru m.a. greinargóðar upplýsingar um kostnað. Saga fyrirtækisins nær aftur til ársins 2002 er Hálfdán Hálfdánar- son og Ólöf Helgadóttir stofnuðu Útfararþjónustu Hafnarfjarðar, en frá árinu 1996 hafa Hálfdán og Ólöf rekið Fjölsmíð líkkistuvinnustofu. Árið 2015 bættist Frímann Andr- ésson í hópinn og breyttist þá nafnið í Frímann & Hálfdán – Útfararþjónusta Hafnarfjarðar Á vandaðri heimasíðu fyrirtækisins, uth.is, er að finna greinargóðar upp- lýsingar um þjónustu og verð. Þjónustan sem í boði er getur tekið til fjölmargra þátta: n Flytja hinn látna í líkhús n Aðstoða við val á kistu, rúmfötum og líkklæðum n Útvega kapellu til kistulagningar n Útvega kirkju n Panta organista, söngfólk og hljóðfæraleikara n Útvega legstað í kirkjugarði n Panta kistuskreytingar n Aðstoða við val á sálmum n Útbúa sálmaskrá n Aðstoða við öflun líkbrennsluheimildar n Útvega duftker n Útvega kross og skilti á leiði n Stjórna útför Á vefsíðu fyrirtækisins eru mjög greinargóðar upplýsingar um alla kostnaðarliði Frímann og Hálfdán – Útfarar- þjónusta er til húsa að Stapahrauni 5, Hafnarfirði. Þar er rúmgóð og hlýlega aðstaða til að taka á móti að- standendum. Þar eru einnig líkkistu- vinnustofa og saumastofa til húsa. Skrifstofan er opin frá kl. 8 til 17 virka daga, en þjónustan á sér stað allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. Síminn er 565-9775. Netfang: uth@uth.is Heimasíða: www.uth.is FRÍMANN OG HÁLFDÁN – ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNARFJARÐAR: Af nærgætni og alúð Ólöf Helgadóttir Hálfdán Hálfdánarson Frímann Andrésson Cadillac árgerð 2017 Þetta er gamall og gróinn staður hér í Hafnarfirði, staður sem flestir þekkja og hefur verið starfandi frá árinu 1980. Þetta hefur alltaf verið alþýðustaður, hádegis- verðarstaður fyrir vinnandi menn, verkamenn og iðnaðarmenn, og maturinn ber keim af því þar sem áherslan er á ekta íslenskan heim- ilismat,“ segir Oddsteinn Gíslason, veitingamaður á Kænunni, sem stað- sett er að Óseyrarbraut 2, við höfnina í Hafnarfirði. Oddgeir keypti staðinn í nóvem- ber árið 2016 og hefur endurnýjað hann mikið að innan og frískað upp á útlitið: „Við höfum unnið markvisst að endurbótum á staðnum. Höfum lagað matsalinn heilmikið til, eldhúsið er nýtt og allir innviðir að verða nýir,“ segir Oddsteinn. Þrír matreiðslumeistarar eru á staðnum: Oddsteinn Gíslason, Eiríkur Friðriksson og Jón Ingi Ólafsson. Matseldin einkennist í senn af föstum liðum og tilbreytingu. Meðal vinsælla rétta eru lambalæri með bernaise- -sósu og purusteik á föstudögum og svo er ýsa í raspi ómissandi á mánu- dögum. „Við pössum upp á fjölbreytnina og erum með nýjan matseðil vikulega, auk þess breytum við t.d. reglulega um sósu með lambasteikinni og fleira slíkt. En það eru alltaf fastir liðir á matseðlinum sem ekki má vanta,“ segir Oddsteinn. Kænan tekur rúmlega 100 manns í sæti en það er oft þétt setið í hádeginu: „Við þrísetjum í hádeginu og það er oft röð út úr dyrum,“ segir Oddsteinn en þetta gengur hratt fyrir sig og mönnum þykir maturinn biðarinnar virði. Kænan sér um mötuneyti Hafnar- fjarðarbæjar og sendir hádegismat í ýmis fyrirtæki sem sum eru í fastri áskrift og önnur í tilfallandi viðskipt- um. Þá býður Kænan einnig upp á öfluga veisluþjónustu. Nánari upplýs- ingar eru á vefsíðunni kaenan.is og á Facebook-síðunni Kænan. Einnig er gott að senda fyrirspurn- ir á netfangið steini@kaenan.is eða hafa samband í síma 5651550. KÆNAN: Gróinn alþýðustaður í nýjum búningi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.