Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Síða 34
Hafnarfjörður 29. júní 2018KYNNINGARBLAÐ Frímann & Hálfdán – Útfarar-þjónusta er eina útfararþjónust-an sem er með starfsaðstöðu í Hafnarfirði. Frímann & Hálfdán – Útfararþjónusta veitir syrgjendum þjónustu sem einkennist af virðingu og nærgætni og byggist á mikilli reynslu og þekkingu á mannlegum samskiptum. Þjónustan er jafnframt heildstæð og víðtæk og veittar eru m.a. greinargóðar upplýsingar um kostnað. Saga fyrirtækisins nær aftur til ársins 2002 er Hálfdán Hálfdánar- son og Ólöf Helgadóttir stofnuðu Útfararþjónustu Hafnarfjarðar, en frá árinu 1996 hafa Hálfdán og Ólöf rekið Fjölsmíð líkkistuvinnustofu. Árið 2015 bættist Frímann Andr- ésson í hópinn og breyttist þá nafnið í Frímann & Hálfdán – Útfararþjónusta Hafnarfjarðar Á vandaðri heimasíðu fyrirtækisins, uth.is, er að finna greinargóðar upp- lýsingar um þjónustu og verð. Þjónustan sem í boði er getur tekið til fjölmargra þátta: n Flytja hinn látna í líkhús n Aðstoða við val á kistu, rúmfötum og líkklæðum n Útvega kapellu til kistulagningar n Útvega kirkju n Panta organista, söngfólk og hljóðfæraleikara n Útvega legstað í kirkjugarði n Panta kistuskreytingar n Aðstoða við val á sálmum n Útbúa sálmaskrá n Aðstoða við öflun líkbrennsluheimildar n Útvega duftker n Útvega kross og skilti á leiði n Stjórna útför Á vefsíðu fyrirtækisins eru mjög greinargóðar upplýsingar um alla kostnaðarliði Frímann og Hálfdán – Útfarar- þjónusta er til húsa að Stapahrauni 5, Hafnarfirði. Þar er rúmgóð og hlýlega aðstaða til að taka á móti að- standendum. Þar eru einnig líkkistu- vinnustofa og saumastofa til húsa. Skrifstofan er opin frá kl. 8 til 17 virka daga, en þjónustan á sér stað allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. Síminn er 565-9775. Netfang: uth@uth.is Heimasíða: www.uth.is FRÍMANN OG HÁLFDÁN – ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNARFJARÐAR: Af nærgætni og alúð Ólöf Helgadóttir Hálfdán Hálfdánarson Frímann Andrésson Cadillac árgerð 2017 Þetta er gamall og gróinn staður hér í Hafnarfirði, staður sem flestir þekkja og hefur verið starfandi frá árinu 1980. Þetta hefur alltaf verið alþýðustaður, hádegis- verðarstaður fyrir vinnandi menn, verkamenn og iðnaðarmenn, og maturinn ber keim af því þar sem áherslan er á ekta íslenskan heim- ilismat,“ segir Oddsteinn Gíslason, veitingamaður á Kænunni, sem stað- sett er að Óseyrarbraut 2, við höfnina í Hafnarfirði. Oddgeir keypti staðinn í nóvem- ber árið 2016 og hefur endurnýjað hann mikið að innan og frískað upp á útlitið: „Við höfum unnið markvisst að endurbótum á staðnum. Höfum lagað matsalinn heilmikið til, eldhúsið er nýtt og allir innviðir að verða nýir,“ segir Oddsteinn. Þrír matreiðslumeistarar eru á staðnum: Oddsteinn Gíslason, Eiríkur Friðriksson og Jón Ingi Ólafsson. Matseldin einkennist í senn af föstum liðum og tilbreytingu. Meðal vinsælla rétta eru lambalæri með bernaise- -sósu og purusteik á föstudögum og svo er ýsa í raspi ómissandi á mánu- dögum. „Við pössum upp á fjölbreytnina og erum með nýjan matseðil vikulega, auk þess breytum við t.d. reglulega um sósu með lambasteikinni og fleira slíkt. En það eru alltaf fastir liðir á matseðlinum sem ekki má vanta,“ segir Oddsteinn. Kænan tekur rúmlega 100 manns í sæti en það er oft þétt setið í hádeginu: „Við þrísetjum í hádeginu og það er oft röð út úr dyrum,“ segir Oddsteinn en þetta gengur hratt fyrir sig og mönnum þykir maturinn biðarinnar virði. Kænan sér um mötuneyti Hafnar- fjarðarbæjar og sendir hádegismat í ýmis fyrirtæki sem sum eru í fastri áskrift og önnur í tilfallandi viðskipt- um. Þá býður Kænan einnig upp á öfluga veisluþjónustu. Nánari upplýs- ingar eru á vefsíðunni kaenan.is og á Facebook-síðunni Kænan. Einnig er gott að senda fyrirspurn- ir á netfangið steini@kaenan.is eða hafa samband í síma 5651550. KÆNAN: Gróinn alþýðustaður í nýjum búningi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.