Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Blaðsíða 38
Suðurfirðir 29. júní 2018KYNNINGARBLAÐ SAXA GUESTHOUSE & CAFE: Góður áningarstaður á Stöðvarfirði Búðarferð til Fáskrúðsfjarðar fyrir 13 árum síðan, þar sem nauðsynjar gleymdust og fara þurfti aðra ferð, leiddi til þess að Ásta Snædís Guðmundsdóttir fékk þá hug- mynd að opna búð í heimabænum Stöðvarfirði. Hún, ásamt Rósmarý Dröfn Sól- mundardóttur, opnaði Brekkuna þann 1. apríl 2005 þar sem þær eru bara allt, eins og Rósmarý segir. „Við erum með smá búðarhorn, gjafavörur á efri hæðinni sem við flytjum inn frá Póllandi að mestu, og svo eitthvað frá heildsölum í Reykja- vík. Við erum líka með dósamóttöku, þannig að við erum bara allt hér.“ Á Stöðvarfirði var engin búð í rekstri frá október 2004 til 1. apríl 2005 þegar þær opnuðu. „Við fórum saman að versla á Fáskrúðsfjörð, helstu nauðsynjar sem vantaði á mitt heimili var brauð og á heimili Ástu mjólk. Við keyptum heilan helling báðar. Ég kom ekki heim með brauðið þannig að ég þurfti aftur á Fáskrúðsfjörð og það eru 27 km austur, sem sagt aðra leiðina.“ Þá kom Ásta með þá hugmynd að opna búð, því ekki gengi að engin búð væri í heimabænum, þar sem í dag búa um 190 manns. „Við erum með matseðil í boði, þar sem boðið er upp á hamborgara, samlokur, fisk, pasta, kjúklingasalat, við erum með grill. Á föstudags- og laugardagskvöldum yfir sumarið erum við með pitsur (bara á föstudögum yfir vetur- inn),“ segir Rósmarý. „Ef það eru verktakar að vinna á svæðinu láta þeir vita af sér og borða hjá okk- ur hádegismat, þá erum við með mat í hádeginu og eldum ríf- lega ef aðrir gestir koma inn líka. Annars eldum við bara samkvæmt matseðli.“ „Á kvöldin erum við með sjó- menn í mat, til dæmis stráka á bátum frá Grindavík og Hafnarfirði sem gera út héðan. Hér er fornleifauppgröftur í gangi núna og þau eru í hádegismat hjá okkur líka. Við segjum stundum að við séum með fortíð, nútíð og framtíð í mat: fornleifafræðingana sem eru að finna fortíðina, það er verið að leggja ljósleiðara sem er framtíðin og sjómennirnir, þeir eru nútíðin okkar,“ segir Rósmarý. „Við erum líka með hraðposa í stað hraðbanka fyrir Landsbankann, þar sem enginn banki er á staðnum. Svo seljum við frímerki og fyrir jólin er Pósturinn með aðstöðu til að taka á móti pökkum hjá okkur.“ Það er kjörið fyrir alla sem eiga leið um Stöðvarfjörð að stoppa við hjá þeim stöllum á Brekkunni og njóta ljúf- fengs matar á leiðinni um þjóðveginn. Brekkan er á Fjarðarbraut 44, Stöðvarfirði. Síminn er 475-8939 og netfangið astrosehf@simnet.is. Brekkan er á Facebook. Afgreiðslutími er kl. 9.30–21.00. BREKKAN: Þar sem fortíð, nútíð og framtíð nærast Saxa er merkur og frægur sjávargoshver úti fyrir ströndum Stöðvarfjarð- ar sem gýs gjarnan í hvass- viðri og vekur mikla aðdáun ferðamanna. Í höfuðið á þessari náttúruperlu er gisti- og veitingastaðurinn Saxa Guesthouse & cafe skírður. Eigendur Saxa eru Ævar Ármannsson og Helena Hannesdóttir en á gistiheimil- inu eru 16 herbergi og 31 rúm. Meirihluti gesta eru erlendir ferðamenn en staðurinn hentar líka vel til gistingar fyrir íslenska ferðamenn á ferðinni um landið í sumar. Hægt er að bóka gistingu einfald- lega með því að hringja í 5113055 eða með tölvu- pósti á netfangið saxa@ saxa.is. Saxa fær prýðilega dóma hjá notendum bók- unarsíðunnar Booking. com og meðaleinkunnina 8,7. Veitingastaðurinn á Saxa er fullkominn án- ingarstaður fyrir svanga ferðalanga á leið um Suðausturland. Veitinga- staðurinn er opinn alla daga vikunnar frá 11 á morgnana til 20 á kvöldin og gildir þessi tími út sumarmánuðina. Þungamiðjan er hádegisverður og kvöldverður en það er líka gott að fá sér síðdegishressingu, til dæmis kaffi og kökur eða rúgbrauð með laxi. Þrír aðalréttir eru á matseðlinum: Ofnbakaður þorskur, plokkfiskur og lambakótelettur. Nokkrir smærri réttir eru líka á matseðlinum, til dæmis kjúklinganaggar. Veitingastaðurinn tekur rúmlega 30 manns í sæti en auk þess er veitingasvæði utandyra sem er vinsælt þegar vel viðrar. Veitinga- staðurinn er allvinsæll meðal ferða- manna sem eiga leið um héraðið. Saxa Guesthouse & cafe er stað- sett að Fjarðarbraut 41, Stöðvarfirði. Nánari upplýsingar um Saxa Guest- house er að finna á booking.com og á Facebook-síðunni Saxa Guesthouse & Café.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.