Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Blaðsíða 6
6 29. júní 2018FRÉTTIR S igurður Þórðarson, settur ríkisendurskoðandi varð- andi málefni Lindarhvols ehf., þáði rúmar 20 millj- ónir króna á síðasta ári fyr- ir endurskoðun ársreiknings félagsins sem og eftirlit með framkvæmd samnings milli þess og ríkisins um sölu á eignum. Í heildina hefur Sigurður innheimt um 31 milljón króna fyrir sín störf á rúmum tveimur árum. Verk- efni hans er að mestu leyti lokið en hann á þó enn eftir að skila af sér skýrslu varðandi niðurstöð- ur eftirlitsins. „Ég þarf að gera grein fyrir því í hvað þessir pen- ingar hafa farið,“ segir Sigurður í samtali við blaðamann. DV hef- ur heimildir fyrir því að innan stjórnsýslunnar hafi hinn mikli kostnaður við störf Sigurðar kom- ið á óvart og sumir telji að hann hafi jafnvel farið út fyrir verksvið sitt. Sigurður vísar því alfarið á bug og segir að verkefni hans sé skýrt í lögum. Skipaður út af vanhæfni Ríkisendurskoðanda Í apríl 2016 stofnaði Ríkissjóð- ur Íslands félagið Lindarhvol ehf. til þess að annast umsýslu, fulln- ustu og sölu þeirra eigna sem runnu ríkissjóði í skaut eftir að kröfuhafar fallinna viðskipta- banka og sparisjóða reiddu fram svonefnd stöðugleikaframlög. Meðal annars var um að ræða hluti í Arion banka, Reitum, Sím- anum, Lyfju og Klakka, áður Ex- ista, svo eitthvað sé nefnt. Í stjórn félagsins voru til- nefndir þrír einstaklingar, meðal annars Þórhallur Arason, fyrrver- andi skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem var útnefndur stjórnarformað- ur. Ríkisendurskoðun var falið að endurskoða félagið og hafa eft- irlit með framkvæmd samnings- ins milli þess og ríkisins. Starf- andi ríkisendurskoðandi á þeim tíma var Sveinn Arason, bróðir Þórhalls. Hann brást við skipun bróður síns með því að upplýsa ráðuneytið formlega um tengslin og benda á vanhæfi sitt. Niður- staðan varð sú að áðurnefndur Sigurður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðandi, var skipað- ur settur seturíkisendurskoðandi varðandi málefni Lindarhvols. 31 milljón í endurskoðun og eftirlit Þrátt fyrir að gríðarlegir hags- munir séu undir varðandi starf- semi Lindarhvols þá er rekstur félagsins frekar einfaldur. Enginn starfsmaður er á launaskrá fé- lagsins. Stjórn félagsins gerði samning við lögfræðistofuna Ís- lög, sem er í eigu Steinars Þórs Guðgeirssonar, um að halda utan um sölu eignanna. Í ársreikningi ársins 2017 kemur fram að rekstr- artekjur félagsins, sem er í raun framlag ríkisins, hafi verið rúm- lega 85 milljónir króna. Á móti eru rekstrarkostnaður upp á 48,6 milljónir króna, laun stjórnar- manna voru 16,6 milljónir króna og kostnaður við endurskoðun fyrirtækisins rúmlega 20 milljón- ir króna. Í skýringum kemur fram að endurskoðun ársreiknings- ins hafi kostað tæplega 800 þús- und krónur en eftirlit með fram- kvæmd samningsins hafi numið um 19,2 milljónum króna árið 2017. Til samanburðar var kostn- aðurinn sem Sigurður innheimti um 2,5 milljónir króna árið 2016 og fyrstu fimm mánuði ársins 2018 var kostnaðurinn 8,5 millj- ónir króna. Alls hefur Sigurður því fengið rúmlega 31 milljón króna fyrir störf sín sem settur ríkisend- urskoðandi. Skipunartími Sigurðar rann út þann 1.maí síðastliðinn þegar Skúli Eggert Þórðarson tók við sem nýr ríkisendurskoðandi af Sveini Arasyni. Þar með var emb- ættið ekki lengur vanhæft til þess að sinna endurskoðun og eftirliti með starfsemi Lindarhvols. Þörf á auknu fjármagni Sigurður hefur því að mestu lok- ið störfum sínum. Hann vinn- ur nú að því að skila skýrslu um niðurstöðu eftirlitisins. „Þetta voru tvö aðskilin verkefni. Annars vegar endurskoðun á ársreikningi Lindarhvols og hins vegar eftirlit með framkvæmd samningsins milli Lindarhvols og ríkisins um fulln- ustu þessara eigna sem tekin voru frá slitabúunum. Það var stóra ver- kefnið. Ég tel að þörf sé á auknu fjármagni í það eftirlit enda er ver- kefnið umfangsmikið og gríðarleg- ir hagsmunir undir,“ segir Sigurður. Hann segir að fljótlega muni hann kynna niðurstöður athugunar sinn- ar fyrir „réttum aðilum“ og í kjölfar- ið verði þær gerðar opinberar. En telur Sigurður að hann hafi farið út fyrir verksvið sitt? „Nei, það er alveg skýrt samkvæmt lög- um. Með setningu minni voru mér falin þessi tvö verkefni,“ segir Sig- urður. n Rukkaði Lindarhvol um 31 milljón króna fyrir endurskoðun og eftirlit Settur ríkisendurskoðandi: n Sigurður Þórðarson mun skila af sér skýrslu á næstunni n Þörf á meira fjármagni í eftirlitið Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Sigurður Þórðarson, settur ríkisendurskoðandi. A ndri Gunnarsson, lögmaður og eigandi lögmannsstofunnar Nordik, er með réttar- stöðu sakbornings í rannsókn skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara á meintum skattalagabrotum útflutn- ingsfyrirtækisins Sæmark ehf. Greint var þessu í frétt- um Stöðvar 2 í vikunni. Andri er sonur Gunnars Einarsson- ar, bæjarstjóra í Garðabæ. Brotin eru sögð vera þau umfangsmestu sem upp hafa komið hér á landi en þau snúa að meintum skattaundanskotum Sigurð- ar Gísla Björnssonar, stofnanda og eiganda Sæmarks ehf. Tengist Andri málinu sem lögmaður og viðskiptafélagi Sigurðar Gísla en fram kemur að húsleit hafi verið gerð á á lög- mannsstofu Andra í byrj- un maímánaðar. Lands- réttur hafnaði í síðustu viku kröfu Andra um af- hendingu þeirra gagna sem haldlögð voru við leitina. Andri hefur verið um- svifamikill í íslensku við- skiptalífi undanfarin ár. Hann og Sigurður Gísli eru viðskiptafélagar í gegn- um eignarhaldsfélagið Óskabeini sem er eig- andi að hlut í VÍS og Kortaþjónustunni. Þá var Andri í hópi fjárfesta sem keyptu fimm hótel, þar á meðal KEA-hótel og Hótel Borg árið 2012. Hótelin voru seld árið 2017 með góðum hagnaði. Ekki liggur fyrir hver aðild Andra er að meintum skatta- lagabrotum. n audur@dv.is Bæjarstjórasonur með réttarstöðu sakbornings Andri Gunnarsson. Gunnar Einarsson bæjarstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.