Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Page 6
6 29. júní 2018FRÉTTIR S igurður Þórðarson, settur ríkisendurskoðandi varð- andi málefni Lindarhvols ehf., þáði rúmar 20 millj- ónir króna á síðasta ári fyr- ir endurskoðun ársreiknings félagsins sem og eftirlit með framkvæmd samnings milli þess og ríkisins um sölu á eignum. Í heildina hefur Sigurður innheimt um 31 milljón króna fyrir sín störf á rúmum tveimur árum. Verk- efni hans er að mestu leyti lokið en hann á þó enn eftir að skila af sér skýrslu varðandi niðurstöð- ur eftirlitsins. „Ég þarf að gera grein fyrir því í hvað þessir pen- ingar hafa farið,“ segir Sigurður í samtali við blaðamann. DV hef- ur heimildir fyrir því að innan stjórnsýslunnar hafi hinn mikli kostnaður við störf Sigurðar kom- ið á óvart og sumir telji að hann hafi jafnvel farið út fyrir verksvið sitt. Sigurður vísar því alfarið á bug og segir að verkefni hans sé skýrt í lögum. Skipaður út af vanhæfni Ríkisendurskoðanda Í apríl 2016 stofnaði Ríkissjóð- ur Íslands félagið Lindarhvol ehf. til þess að annast umsýslu, fulln- ustu og sölu þeirra eigna sem runnu ríkissjóði í skaut eftir að kröfuhafar fallinna viðskipta- banka og sparisjóða reiddu fram svonefnd stöðugleikaframlög. Meðal annars var um að ræða hluti í Arion banka, Reitum, Sím- anum, Lyfju og Klakka, áður Ex- ista, svo eitthvað sé nefnt. Í stjórn félagsins voru til- nefndir þrír einstaklingar, meðal annars Þórhallur Arason, fyrrver- andi skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem var útnefndur stjórnarformað- ur. Ríkisendurskoðun var falið að endurskoða félagið og hafa eft- irlit með framkvæmd samnings- ins milli þess og ríkisins. Starf- andi ríkisendurskoðandi á þeim tíma var Sveinn Arason, bróðir Þórhalls. Hann brást við skipun bróður síns með því að upplýsa ráðuneytið formlega um tengslin og benda á vanhæfi sitt. Niður- staðan varð sú að áðurnefndur Sigurður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðandi, var skipað- ur settur seturíkisendurskoðandi varðandi málefni Lindarhvols. 31 milljón í endurskoðun og eftirlit Þrátt fyrir að gríðarlegir hags- munir séu undir varðandi starf- semi Lindarhvols þá er rekstur félagsins frekar einfaldur. Enginn starfsmaður er á launaskrá fé- lagsins. Stjórn félagsins gerði samning við lögfræðistofuna Ís- lög, sem er í eigu Steinars Þórs Guðgeirssonar, um að halda utan um sölu eignanna. Í ársreikningi ársins 2017 kemur fram að rekstr- artekjur félagsins, sem er í raun framlag ríkisins, hafi verið rúm- lega 85 milljónir króna. Á móti eru rekstrarkostnaður upp á 48,6 milljónir króna, laun stjórnar- manna voru 16,6 milljónir króna og kostnaður við endurskoðun fyrirtækisins rúmlega 20 milljón- ir króna. Í skýringum kemur fram að endurskoðun ársreiknings- ins hafi kostað tæplega 800 þús- und krónur en eftirlit með fram- kvæmd samningsins hafi numið um 19,2 milljónum króna árið 2017. Til samanburðar var kostn- aðurinn sem Sigurður innheimti um 2,5 milljónir króna árið 2016 og fyrstu fimm mánuði ársins 2018 var kostnaðurinn 8,5 millj- ónir króna. Alls hefur Sigurður því fengið rúmlega 31 milljón króna fyrir störf sín sem settur ríkisend- urskoðandi. Skipunartími Sigurðar rann út þann 1.maí síðastliðinn þegar Skúli Eggert Þórðarson tók við sem nýr ríkisendurskoðandi af Sveini Arasyni. Þar með var emb- ættið ekki lengur vanhæft til þess að sinna endurskoðun og eftirliti með starfsemi Lindarhvols. Þörf á auknu fjármagni Sigurður hefur því að mestu lok- ið störfum sínum. Hann vinn- ur nú að því að skila skýrslu um niðurstöðu eftirlitisins. „Þetta voru tvö aðskilin verkefni. Annars vegar endurskoðun á ársreikningi Lindarhvols og hins vegar eftirlit með framkvæmd samningsins milli Lindarhvols og ríkisins um fulln- ustu þessara eigna sem tekin voru frá slitabúunum. Það var stóra ver- kefnið. Ég tel að þörf sé á auknu fjármagni í það eftirlit enda er ver- kefnið umfangsmikið og gríðarleg- ir hagsmunir undir,“ segir Sigurður. Hann segir að fljótlega muni hann kynna niðurstöður athugunar sinn- ar fyrir „réttum aðilum“ og í kjölfar- ið verði þær gerðar opinberar. En telur Sigurður að hann hafi farið út fyrir verksvið sitt? „Nei, það er alveg skýrt samkvæmt lög- um. Með setningu minni voru mér falin þessi tvö verkefni,“ segir Sig- urður. n Rukkaði Lindarhvol um 31 milljón króna fyrir endurskoðun og eftirlit Settur ríkisendurskoðandi: n Sigurður Þórðarson mun skila af sér skýrslu á næstunni n Þörf á meira fjármagni í eftirlitið Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Sigurður Þórðarson, settur ríkisendurskoðandi. A ndri Gunnarsson, lögmaður og eigandi lögmannsstofunnar Nordik, er með réttar- stöðu sakbornings í rannsókn skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara á meintum skattalagabrotum útflutn- ingsfyrirtækisins Sæmark ehf. Greint var þessu í frétt- um Stöðvar 2 í vikunni. Andri er sonur Gunnars Einarsson- ar, bæjarstjóra í Garðabæ. Brotin eru sögð vera þau umfangsmestu sem upp hafa komið hér á landi en þau snúa að meintum skattaundanskotum Sigurð- ar Gísla Björnssonar, stofnanda og eiganda Sæmarks ehf. Tengist Andri málinu sem lögmaður og viðskiptafélagi Sigurðar Gísla en fram kemur að húsleit hafi verið gerð á á lög- mannsstofu Andra í byrj- un maímánaðar. Lands- réttur hafnaði í síðustu viku kröfu Andra um af- hendingu þeirra gagna sem haldlögð voru við leitina. Andri hefur verið um- svifamikill í íslensku við- skiptalífi undanfarin ár. Hann og Sigurður Gísli eru viðskiptafélagar í gegn- um eignarhaldsfélagið Óskabeini sem er eig- andi að hlut í VÍS og Kortaþjónustunni. Þá var Andri í hópi fjárfesta sem keyptu fimm hótel, þar á meðal KEA-hótel og Hótel Borg árið 2012. Hótelin voru seld árið 2017 með góðum hagnaði. Ekki liggur fyrir hver aðild Andra er að meintum skatta- lagabrotum. n audur@dv.is Bæjarstjórasonur með réttarstöðu sakbornings Andri Gunnarsson. Gunnar Einarsson bæjarstjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.