Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Blaðsíða 36
Hafnarfjörður 29. júní 2018KYNNINGARBLAÐ Veitingastaðurinn Krydd var opnaður í lok apríl, í hjarta Hafnarfjarðar, nánar tiltekið í menningarmið- stöðinni Hafnarborg. Þar með rættist gamall draumur sex innfæddra Hafnfirðinga, þriggja para, sem eru þau Hilmar Þór Harðarson og Hulda Heiðrún Óladóttir, Signý Eiríksdóttir og Jón Tryggvason og Geirþrúður Guttormsdóttir og Hafsteinn Hafsteinsson. „Þetta er staðurinn sem okkur dreymdi alltaf um og þá á ég við að okkur langaði að það væri til svona veitinga- staður í Hafnarfirði sem við gætum sótt,“ segir Hilmar Þór Harðarson sem gegnir stöðu framkvæmdastjóra og yfirkokks á Kryddi. En hvernig staður er þá Krydd? Karakterinn lýsir sér meðal annars í rýminu og innréttingunum sem taka mið af heimi hafnarinnar og sjósóknar. „Í upphafi vorum við fyrst og fremst spennt fyrir plássinu, loft- hæðin er mikil og það eru stórir, flottir gluggar. Við sáum þarna líka möguleika á að nýta bryggjutimbur sem er ráðandi þema á barnum og ganginum,“ segir Hilmar en hönnuðir staðarins eru þau Geirþrúður Gutt- ormsdóttir, Jón Tryggvason og Signý Eiríksdóttir. Frumleiki og bragðlaukagælur í matargerðinni Krydd er með breiðan matseðil þar sem áhersla er á gæði, frábært bragð, gott hráefni og frumleika. Í hádeginu er boðið upp á nokkur salöt sem henta frábærlega vinnandi fólki í dagsins önn, þar á meðal humarsalat. „Einn rétturinn er rifinn grís með BBQ, borinn fram í kleinuhring og hefur sá réttur heldur betur farið á flug,“ segir Hilmar. Af öðrum vinsælum réttum má nefna Hafnarborgarann, nautarif og margt fleira. Oft er skipt um mat- seðil og um að gera að fylgjast með á kryddveitingahus.is. Nánari upplýsingar eru á vef- síðunni http://www.kryddveitinga- hus.is/. Þar er líka hægt að ganga frá pöntun á borði. Hilmar mælir með þeirri leið en hún er þó ekkert skilyrði. „Við vísum engum frá og ef það er ekki laust borð er fínt að bíða hérna á huggulegu sófa- svæðinu og fá sér fordrykk á meðan beðið er.“ Hafnfirðingar og fjölmargir aðrir eiga góðar stundir í vændum á Krydd veitingahúsi. KRYDD ER Í HJARTA HAFNARFJARÐAR: Humarsalat, grís í kleinu- hring og fleiri snilldarverk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.