Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Blaðsíða 28
28 FÓLK - VIÐTAL 29. júní 2018 ERTU AÐ FARA Í FLUG? ÞJÓNUSTUM ÞIG OG ÞÍNA Í MAT OG DRYKK Hafnargata 19a Keflavík / S. 421 4601 Þegar ég var að byrja svaraði ég oft á harkalegan hátt og lenti þá jafnvel á einhverjum sem ekki gat tekið því. Síðan lærði ég að beina þessu að til dæmis yfirmönnum eða einhverjum sem ég sé að hef- ur húmor.“ Þorsteinn segir að hann sjálfur sem grínisti hafi þróast með árun- um og hans húmor hafi færst nær raunverulegum smekk. Á fyrstu árunum var hann mikið að apa eftir öðrum og flytja efni í stíl sem hann hélt að fólk vildi heyra. En hefur þú lent í því að enginn hlær? „Já, síðast fyrir um það bil tutt- ugu árum. Það er hrikalega óþægi- legt en kemur fyrir alla. Ungir grínistar kenna sjálfum sér um en það geta margar mismunandi ástæður verið fyrir þessu, stemn- ingin og annað. Ég man til dæm- is eftir einu atviki þar sem ég var pantaður upp á Höfða til að skemmta starfsfólki eftir vinnu. Þegar ég kom voru ekki nema um tíu manns þarna, sitjandi í sófa með krosslagðar hendur. Það kunni enginn að meta atriðið og enginn hló. Ég fór niðurlútur til forstjórans og baðst afsökun- ar á því að hafa klikkað svona á sýningunni. En hann sagði mér að hafa ekki neinar áhyggj- ur. Þetta væri allt saman fólk sem hefði fengið uppsagnarbréf um morguninn og með þessu hefði verið reynt að létta lundina.“ Uppistand er langt frá því það eina sem Þorsteinn hefur tekið sér fyrir hendur. Hann hefur verið dagskrárgerðarmaður í sjónvarpi og útvarpi, með leikna þætti og viðtalsþætti. Skrifað bækur, teikni- myndasögur og margt, margt fleira. Hann segir að í rauninni skipti miðillinn sjálfur ekki máli. Er listin hark? „Já, það er alveg hægt að segja það. Þetta er illa borgað og möguleikarnir þegar ég var að byrja voru mun færri en núna. Þetta var mjög stressandi og engin hálaunastörf í boði. Nýútskrifaðir nemar biðu eftir símtali frá Þjóð- leikhúsinu og Borgarleikhúsinu og voru búnir að ákveða að finna sér nýjan starfsvettvang ef það kæmi ekki. Í dag eru möguleikarnir fjöl- breyttari. Til dæmis er elsti sonur minn, sem er nýútskrifaður, ekki að hugsa á þessum nótum heldur um alls konar verkefni sem hann ætlar að taka sér fyrir hendur.“ Eins og að vera í vinsælli hljómsveit Þorsteinn skaust upp á stjörnu- himininn þegar hann kom inn í Fóstbræðra-hópinn árið 1998 og tók þátt í annarri seríu sem sýnd var á Stöð 2. Fjórar seríur fylgdu í kjölfarið og varð efnið nær goð- sagnakennt og enn þá vitnað í það við ýmis tækifæri. Þorsteinn minnist þessa tíma með bros á vör. „Þetta voru skemmtileg ár og sérstök. Svolítið eins og að vera í vinsælli hljómsveit. Fólk hafði miklar skoðanir á Fóstbræðrum, bæði jákvæðar og neikvæðar, og þetta hafði svolítinn sess í þjóðfé- laginu. Svo er dálítið sérstakt að þeir sem settu sig upp á móti Fóst- bræðrum þegar þættirnir voru sýndir eru mestu aðdáendurnir í dag. Margir þurftu tíma til að skilja þættina því að þetta var nýtt og öðruvísi á þessum tíma.“ Þorsteinn þekkti Jón Gnarr áður því þeir voru bekkjarbræð- ur í Réttarholtsskóla og Fossvogs- skóla. En það var Helga Braga sem dró hann inn í hópinn, upphaflega til að skrifa. Fóstbræðraþættirn- ir voru skrifaðir í tveggja manna teymum, Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson, Hilmir Snær Guðna- son og Benedikt Erlingsson og síð- ar Helga Braga og Þorsteinn. „Ég reyndi að koma þarna inn af hógværð því að í hópnum var fólk sem var búið að gera það mjög gott með fyrstu seríunni. Ég tók að mér stuðningshlutverk en reyndi að gera þau skemmtileg en svo snerist þetta ekki um aðalleik- ara og aukaleikara. Það var ekki keppni á milli okkar heldur snerist allt um að láta sketsana ganga upp og hitta í mark. Við tókum þetta mjög alvarlega og lögðum svaka- lega vinnu í þetta. Skrifuðum alltaf tvöfalt meira en við tókum upp.“ Þannig að það er til efni í fleiri seríur? „Já, já, ég á efni í þrjár eða fjór- ar seríur til viðbótar. En ég held að þetta hafi verið alveg mátulegt og við höfum hætt á réttum tíma. Eftir þetta dró ég mig út úr svona sketsavinnu og ég held að það hafi verið rétt ákvörðun. Ég vildi að þetta fengi að lifa og ég færi að gera eitthvað annað.“ n „Það er til dæmis ekki í lagi að loka geðdeildum hérna á sumrin. Alls ekki í lagi og við eigum ekki að láta það spyrjast út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.