Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Blaðsíða 55
TÍMAVÉLIN 5529. júní 2018 Frístundarafgeymar í miklu úrvali, AGM þurr rafgeymar eða lokaðir sýrurafgeymar. ER FERÐAVAGNINN RAFMAGNSLAUS? Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Bíldshöfða 12 577 1515 / skorri.is TUDOR Edrú náttfata- partí hjá Hrönn Ungtemplarafélagið Hrönn var mjög virkt félagslegt afl á sjö- unda og áttunda áratug síðustu aldar og kom að margvísleg- um samkomum, til að mynda árlegu náttfatapartíi í Templ- arahöllinni. Blaðamenn Tímans litu við föstudagskvöldið 3. nóvember árið 1973 þar sem mikið stuð var og flestir í röndóttum eða köflóttum náttfötum. Skottís, dömufrí, polki og nýmóðins dansar sáust þar en einungis gos og sælgæti á barnum. Höskuldur Frímannsson formaður var klæddur í gam- aldags náttserk. Hann sagði að flestir félagarnir væru á aldrin- um 16 til 25 ára og að nándin væri svo mikil í hópnum að 10 hjónabönd Hrannara hefðu orðið að veruleika á einu ári. Það varð að teljast sérstak- lega mikið í ljósi þess að aðeins tæplega 200 manns voru í fé- laginu. var skipuð níu manna nefnd sem Knútur sat sjálfur í ásamt Thor Jensen kaupmanni, Ingibjörgu Bjarnason skólastjóra og fleirum. Þann 22. nóvember gaf sú nefnd út viljayfirlýsingu um að ganga í mál- ið og bjarga börnunum 100 og eft- irfarandi áskorun: „Eru Reykvíkingar og aðrir nær- sveitarmenn, þeir, er það kærleiks- verk vilja vinna, að taka að sjer eitt eða fleiri af þessum munaðarlausu börnum, beðnir að gefa sig fram nú þegar við einhvern af oss og ekki seinna en 27. þessa mánaðar. Þeir, sem vilja taka barn, segi til hvort þeir óski að fá dreng eða stúlku og hve gamalt, svo og hvort þeir óski að taka barnið fyrir fullt og allt, eða um tíma, og þá hve lengi.“ Þá var einnig skorað á almenn- ing að skjóta saman fé fyrir farar- kostnaði barnanna, fatnaði og öðrum útgjöldum við flutning þeirra til landsins. Vildu eignast börnin fyrir fullt og allt Landsmenn brugðust fljótt við áskoruninni og um viku síðar voru komin boð um að taka við alls 150 börnum, flestum á aldrin- um þriggja til átta ára. Skilyrði voru sett um að börnin mættu ekki hafa neina „næma“ sjúkdóma, svo sem berkla eða sárasótt eða fatlanir. Fjáröflunin gekk sæmilega og þann 6. desember var búið að skjóta saman um ellefu þúsund krónum. En þá fréttist að börnin sem hing- að áttu að koma væru flest á aldr- inum tíu til fjórtán ára og ættu þau að snúa aftur til síns heima eftir tveggja ára dvöl á Íslandi. Reyndust þetta nokkur vonbrigði því að flest- ir vildu taka við yngri börnum og ættleiða þau fyrir fullt og allt. Áleit nefndin því að erfiðara væri að koma börnunum fyrir. Hér kynnu fæstir þýska tungu og lengri tíma tæki að kenna svo göml- um börnum íslensku. Austurrísk stjórnvöld mátu það hins vegar svo að börnin væru svo veikluð af sulti að þau yngstu myndu jafnvel ekki lifa sjóferðina af. Ekki voru allir jafn hrifnir af því að Íslendingar væru að taka við og styrkja erlend flóttabörn. Í Alþýðu- blaðið var skrifað: „Það hefur komið til orða að taka hingað austurrísk börn, til þess að forða þeim frá hungurdauða, og er það óneitan- lega fallegur hugsunarháttur; en geta þegnar hins íslenzka ríkis gert það með góðri samvizku, vitandi ungdóm síns eigin heimalands á glötunarbarmi.“ Í blaðið Austurland var skrifað: „Ilt er til þess að vita, að neyðaróp- in skuli þurfa að fara mörg hund- ruð mílna veg, eftir símþráðum, til þess að þau nái til hjartanna.“ Börnum hnuplað af járnbrautarstöð Í janúar árið 1920 voru 400 börn komin til Danmerkur og fleiri á leiðinni en hluti af þeim átti að sigla til Íslands. Danskir fóstur- foreldrar stóðu á brautarstöðinni með nafnspjöld en þegar búið var að skipta öllum börnunum stóðu sumir væntanlegir foreldrar eft- ir með tómar hendur. Höfðu þá óprúttnir aðilar hnuplað mörgum börnunum af járnbrautarstöðinni en skiluðu þeim síðan aftur. Í blað- inu Fram segir: „Þeir höfðu ekki staðist freistinguna þegar þeir sáu þessi fallegu börn. Og báðu áaflátan- lega, að fá að halda þeim áfram.“ Börnin fengu matarböggla við komuna á járnbrautarstöðina en sum þeirra höfðu fallið í ómegin á leiðinni vegna hungurs. Þau voru einnig mörg í annarlegu and- legu ástandi vegna viðskilnaðar- ins við foreldrana heima í Vín sem ekki gátu brauðfætt þau. Danskur læknir fylgdi börnunum og sagði það hafa verið erfitt að horfa upp á sjálfsafneitun foreldranna. Áætlað var að 50 austurrísk börn kæmu með skipinu Gull- fossi um miðjan janúarmánuð og önnur 50 tveimur vikum síðar. Ís- lenska nefndin hafði sent skeyti til Vínar og fengið staðfestingu til baka. En síðan gerðist ekkert. „Trúarbragðalegar tálmanir“ Austurrísk yfirvöld drógu það að senda börn til Íslands og kenndu meðal annars berklum um. Loks kom skeyti til Íslands þann 21. maí árið 1920 frá stjórnarráðsskrifstof- unni í Kaupmannahöfn: „Austurrísk nefnd, sett til að koma fyrir nauðlíðandi börnum, skýrir frá, að trúarbragðalegar og aðrar tálmanir séu því til fyrir- stöðu, að ungum austurrískum börnum verði komið fyrir á Íslandi til stöðugrar dvalar eins og hugsað hefir verið.“ Var málið þá látið niður falla og allir sem höfðu boðist til að taka við barni leystir frá sínum skyldum. Kristján Jónsson, dómstjóri og for- maður íslensku nefndarinnar, varð fyrir vonbrigðum en samskiptaörð- ugleikar varðandi skilyrði íslenskra fósturforeldra virðist hafa átt sinn þátt í að ekkert varð úr flutningn- um. Fór Kristján fram á það við Jón Sveinbjörnsson, hjá stjórnar- skrifstofunni í Kaupmannahöfn, að hann færi til Vínar og kæmi þeim peningum sem Íslendingar hefðu safnað til Vínarbarnanna. Mál Vínarbarnanna var nokk- uð til umræðu í dagblöðunum og fannst mörgum Íslendingar hafa verið gabbaðir og að nefndin hefði ekki staðið í stykkinu. Austurrík- ismenn hefðu tekið skilyrðunum um „næma“ sjúkdóma sem skil- yrðum fyrir því að börnin yrðu að vera algerlega gallalaus. Haustið 1920 var enn mikil neyð í Vín og eins og segir í Vísi þá vildu austur- rískar mæður enn þá senda börn sín hingað til lands. En samskipta- leysi virðist hafa valdið því að engin flóttabörn komu til lands- ins. n S umarið 1994 klofnaði Hundaræktarfélag Íslands og félagið Fjári var stofn- að af þeim sem ræktuðu ís- lenska fjárhundinn. Að miklu leyti snerist deilan um ólíka sýn fólks á erfðamengi þess kyns. Guðrún Guðjohnsen, formað- ur Hundaræktarfélagsins, sagði í viðtali við DV 7. júlí að íslenski fjárhundurinn væri orðinn of létt- byggður og smár. Flytja þyrfti inn erlent sæði til að styrkja stofninn. Jóhanna Harðardóttir, formað- ur Fjára, benti hins vegar á að mikil fjölbreytni væri í kyninu og hundarnir af öllum stærðum og gerðum. Eina áhyggjuefnið væri að skottið væri farið að lafa svo- lítið. „Við verðum að vernda ein- kenni íslenska hundsins, sem eru meðal annars hringuð rófa og sperrt eyru, auk þess að vera blíð- ur og barngóður,“ sagði Jóhanna við DV. Deilt um erlent hundasæði Flóttabörn fá mat í Wallensteinstrasse í Vín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.