Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Blaðsíða 13
MENNING 1329. júní 2018 Gefur þetta EXTRA Frábært á kjötið, í sósuna og ídýfuna N atalie Kaplan er kvik- myndagerðarkona frá Tel Aviv í Ísrael og búsett þar. Á síðustu vikum hefur hún verið á flakki með sína fyrstu kvik- mynd í fullri lengd, Once There Was a Girl. Myndin vann til verð- launa á Life Art kvikmyndahá- tíðinni í Grikklandi í flokki bestu myndar og segir Natalie að áhorf- endur hafi tekið myndinni opnum örmum. „Það var dásamleg tilf- inning að fá þessi viðbrögð því það tók verulega á að gera hana.“ Kvikmynd Natalie er jafnframt lokaverkefni hennar úr skólan- um The Steve Tisch Film School and Television og vill leikstýr- an meina að erfiða fæðingin hafi ekki bara verið þess virði, heldur greitt veginn fyrir lofandi framtíð sem hún segir hafa komið nátt- úrulega í kjölfar ástríðunnar fyr- ir myndrænu söguformi. En ekki nóg með það, heldur segist Natalie vera ánægð með að hafa ekki farið sömu leið og flestir vinir sínir í líf- inu og tekur því fagnandi að vera ein, sterk og sjálfstæð. „Þegar ég bjó í Berlín í tvö ár fann ég fyrir að allir vinir mínir voru orðnir giftir, með fínan fer- il og fullt af börnum, annað en ég. Það var hins vegar ekki það sem ég vildi og mér leið öðruvísi fyr- ir vikið,“ segir Natalie. „Það er ná- kvæmlega tilfinningin sem ég vildi fanga í mínu verki; tilfinningin að vera fullorðin kona sem er óhrædd við einmanaleikann og nýtur þess að vera hún sjálf. Kona sem er að kanna og uppgötva heiminn. Aðferðafræði gamla skólans betri Samkvæmt Natalie hefur hún elsk- að að taka ljósmyndir frá mjög ung- um aldri. Áhuginn stigmagnaðist þegar faðir hennar keypti handa henni 35 mm myndavél þegar hún var tólf ára gömul. „Síðan þá hef ég alltaf sett það í forgang að taka upp verkefni á filmu, því það blæti hófst með þeirri vél. Ég kann að meta einfaldleikann, aðferðafræðina og hvað filman getur oft skapað umhverfi sem er ólíkt því sem er í kringum okkur,“ segir hún. Í dag gerist allt svo hratt með stafrænu formi og þykir Natalie það ekki vera til hins betra. „Það er allt svo fljótgert og auðvelt. Ef þú sérð hund liggjandi ofan á bíl, þá getur þú tekið það upp með sím- anum eða gripið 100 ljósmyndir,“ segir hún. „Með filmuna er það allt öðru- vísi. Þú veist ekki alltaf hvað þú hefur í höndunum, þú bíður eft- ir hinu óvænta og það heldur þér forvitnum og vakandi. Vissu- lega elska ég að taka upp ýmis- legt á símanum mínum, en hugar- far mitt endurspeglast í myndinni minni; þessi list að taka sinn tíma, að njóta litlu hlutanna, þó það sé ekki nema að líta á lítinn maur.“ Eðlishvatirnar hafa aldrei rangt fyrir sér Once There Was a Girl segir frá lítil- magna í orðsins fyllstu merkingu að sögn Natalie, sem bæði karlar og konur eigi að geta tengt sig við. Aðspurð að því hver hennar stíll sé segir Natalie að hennar áhugi liggi í því að segja sögur sem sækja í hennar persónulegu reynslu, en hún vilji krydda þær með gefnu skáldaleyfi og sögum annarra sem hún heyrir í kringum sig. „Myndin var gerð fyrir lít- inn sem engan pening og flest- ir í tökuliðinu voru nýnemar eða útskriftarnemar. Aðalleikkonan mín heitir Liat Glick, stúlka sem ég hugsaði oft til þegar ég skrifaði handritið. Þetta var algjört innsæi og seinna þegar æfingar hófust uppgötvaði ég hvað hún væri mik- il strákastelpa. Henni finnst gam- an að vera ein og það var með ólíkindum hversu margt hún átti sameiginlegt með persónunni sem ég skrifaði. En ég fann fyr- ir þessari tengingu á milli okkar ómeðvitað,“ segir Natalie. „Bestu ráðin sem ég gef gefið öðrum í þessum bransa, og ekki síður ungum leikstýrum, er ein- faldlega að gefast aldrei upp. Það hljómar auðvitað eins og klisja en það er ástæða fyrir því. Hraða- hindranirnar eru margar og erfið- ið oft gríðarlegt, en það skiptir öllu að trúa á sjálfan sig og fylgja eðl- ishvötunum. Því þær hafa aldrei rangt fyrir sér.“ Kvikmyndagerðarkonur í brennidepli á Reykjavík Fringe Festival Vildi ekki feta í fótspor vinanna Úr myndinni Once There Was a Girl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.