Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Blaðsíða 2
2 13. júlí 2018FRÉTTIR Á þessum degi, 13. júlí 100 f. Kr. – Júlíus Sesar fæðist í Róm. 1249 – Alexander þriðji er krýndur Skotlandskonungur. 1923 – Hulunni er svipt af Hollywood- -skiltinu fræga í borg englanna. Fyrst stóð reyndar Hollywoodland en síðar voru fjórir síðustu stafirnir fjarlægðir. 1985 – Live Aid-tónleikar fara fram í London, Philadelphiu og öðrum borgum. 2016 – David Cameron segir af sér sem forsætisráðherra Bretlands og Theresa May tekur við völdum. Síðustu orðin „Ég hef móðgað Guð og mannkynið vegna þess að verk mín hafa ekki náð þeim gæðum sem þau áttu að ná.“ – Leonardo da Vinci n Vissir þú að árið 1991 var loftið í Mexíkóborg, höfuðborg Mexíkó, svo mengað af svifryki frá mannaskít að það var mögulegt að fá lifrarbólgu eingöngu við að anda að sér loftinu þar. n Vissir þú að samkvæmt rannsókn- um verða karlmenn þreyttir eftir 26 mínútna verslunarleiðangur á meðan konur verða þreyttar eftir um tvær klukkustundir. n Vissir þú að fyrirtækið sem framleiðir Nutella Ferrero notar um 25% af öllum heslihnetum sem framleiddar eru í heiminum. n Vissir þú að þegar bandaríski flugher- inn var að prófa F11 orustuþotuna tókst flugmanninum að skjóta sjálfan sig niður úr loftinu. n Vissir þú að öll fjöll á tunglinu Títan við plánetuna Satúrnus eru nefnd eftir fjöllum og persónum úr verkum höfundarins J.R.R. Tolkien. Vissir þú? S unna Elvira Þorkelsdótt- ir fékk á dögunum úthlut- að íbúð í húsnæði SEM- Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra við Sléttuveg 3 í Reykjavík. Samkvæmt heimildum DV er biðlisti eftir íbúð í húsinu og hefur einn einstaklingur meðal annars beðið í rúmt ár. Forsvars- menn félagsins vísa því alfarið á bug að Sunna Elvira hafi notið óeðlilegrar fyrirgreiðslu og halda því fram að enginn biðlisti sé til þess að fá íbúð í húsinu. Bróðir Sunnu Elviru, Rúnar Björn Her- rera Þorkelsson, situr í stjórn hús- næðisfélagsins. Hann segist ekki hafa haft neina aðkomu að um- sókn systur sinnar. Flutti inn fyrir mánuði Eins og frægt er orðið slasað- ist Sunna Elvira alvarlega þegar hún féll fram af svölum á þáver- andi heimili sínu í Malaga-borg á Spáni í janúar á þessu ári. Hvað átti sér stað ytra liggur ekki fyr- ir en afleiðingarnar voru skelfi- legar. Sunna Elvira þríhyggbrotn- aði við fallið og fékk að lokum þann úrskurð að hún væri lömuð til lífstíðar. Þjóðin fylgdist síðan agndofa með baráttu hennar og aðstandenda fyrir því að fá sóm- samlega heilbrigðisþjónustu ytra og ekki síður að hún fengi ferða- frelsi til Íslands. Það tókst loks í byrjun apríl og þann níunda þess mánaðar lenti sjúkraflugvél með Sunnu Elviru innanborðs á Keflavíkurflug- velli. Var hún þegar flutt á endur- hæfingardeild Landspítalans á Grensás þar sem hún undirgekkst viðeigandi meðferð. Í byrjun júní, fjórum og hálfum mánuði eftir fallið afdrifaríka, til- kynnti Sunna Elvira á Facebook- -síðu sinni að hún væri útskrifuð af Grensási og væri flutt í litla íbúð ásamt dóttur sinni og gæti séð um sig sjálf. Eins og áður segir er um- rædd íbúð í fjölbýlishúsi SEM við Sléttuveg 3. Um er að ræða 20 íbúða blokk sem byggð var árið 1990 og utan um félagið var stofnað sérstakt húsnæðisfélag. Mænuskaddaðir, sem eru félagar í SEM, geta sótt um íbúðir að Sléttuvegi og úthlutar stjórn hús- næðissamtakanna þeim þegar þess er kostur. Skrifstofan sagði að bið væri eftir íbúðum DV barst ábending um að Sunna Elvira hefði verið tekin fram fyrir tvo aðra einstaklinga á biðlista eft- ir íbúð að Sléttuvegi. Hefur blað- ið undir höndum símtal þar sem einstaklingur hringir inn á skrif- stofu samtakanna og óskar eftir upplýsingum um hvort að mænu- sködduð mágkona hans gæti gert sér vonir um íbúð að Sléttuvegi. Var honum þá tjáð að sjálfsagt væri að senda inn umsókn en að tveir aðrir væru á biðlista og hefði annar þeirra beðið í rúmt ár. DV óskaði eftir útskýringum frá formanni SEM, Arnari Helga Lárussyni, sem einnig á sæti í stjórn húsnæðisfélagsins. Sagð- ist Arnar ekki hafa upplýsingar um hvort biðlisti væri eftir íbúð- um að Sléttuvegi og að reglurnar fyrir úthlutun væru ekki meitlað- ar í stein. Þannig væru nýslasaðir í forgangi og þeir sem ekki hefðu fengið íbúð áður. Þá væri einnig horft til ferils viðkomandi. „Þetta er sjálfstæð búseta og því viljum við ekki fá fólk með nein vanda- mál þarna inn,“ sagði Arnar Helgi og tiltók sérstaklega fíknivanda. Hann vísaði alfarið á tvo aðra stjórnarmeðlimi, þá Árna Geir Árnason og Rúnar Björn Herrara Þorkelsson, bróður Sunnu Elviru. Rétt er að taka fram að Arnar Helgi vissi ekki að fyrirspurn DV snerist um úthlutun íbúðarinnar til Sunnu Elviru. Í samtali við DV sagðist Árni Geir ekki kannast við biðlista eft- ir íbúð hjá félaginu. Hann sagði að allar fyrirspurnir væru tekn- ar fyrir og þær annaðhvort sam- þykktir eða þeim hafnað. „Sem stendur þá eru allar íbúðir fullar. Það er enginn biðlisti,“ sagði Árni Geir. Þá sagðist hann ekki kannast við að neitt ósætti væri vegna út- hlutunnar íbúðarinnar til Sunnu Elviru. Sömu sögu hafði Rúnar Björn að segja. „Ég kannast ekki við neinn biðlista og ég neita því að ég hafi komið nálægt þessari út- hlutun. Ég sagði mig alveg frá þessu tiltekna máli,“ sagði Rúnar Björn. Hann benti á að samtökin væru að leigja út eina íbúð í fjöl- býlishúsinu sem hægt væri að að losa með nokkuð skömmum fyr- irvara ef einhver mænuskaddaður væri í brýnni þörf fyrir húsnæði. n Sunna Elvira fór fram fyrir röðina n Heimildir DV herma að biðlisti sé eftir íbúðum n Stjórnarmenn vísa því á bug Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is „Ég kannast ekki við neinn biðlista og ég neita því að ég hafi komið nálægt þessari úthlutun. Ég sagði mig alveg frá þessu tiltekna máli. Sunna Elvira Þorkelsdóttir og bróðir hennar, Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, á góðri stundu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.