Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Blaðsíða 26
26 FÓLK 13. júlí 2018 Umboðsaðilar: Húsgagnaval - Höfn / Bara snilld ehf. - Egilsstöðum Mikið úrval af stillanlegum rúmum Til hamingju með árangurinn yfir háskólanefndinni og Sverr- ir Hermannsson var þá mennta- málaráðherra. Sverrir vildi að sjávarútvegsfræði yrði kennd fyr- ir norðan, við gerðum okkur grein fyrir að viðskiptafræði yrði að vera kennd og svo vildi Gauti Arnþórs- son læknir að hjúkrunarfræði- deild yrði stofnuð. Við börðumst fyrir þessu en andstaðan var mik- il. Sem dæmi líkti einn þingmað- ur Alþýðuflokksins skólanum við minkabú. Það var á síðasta snún- ingi við gerð fjárlaga sem ég náði að koma þessu í gegn eftir samtal við þáverandi fjármálaráðherra, Þorstein Pálsson, í anddyri þing- flokksherbergisins.“ Af öðrum málum sem Halldór er ánægðastur með eru Ólafsfjarðargöngin. „Þetta stóð mjög tæpt. Árið 1988 féllu miklar aurskrið- ur niður að byggðinni á Ólafsfirði. Þorsteinn Páls- son, sem þá var forsætisráð- herra, kom norður og sann- færðist um, að tafarlaust yrði að byrja á göngunum og það var síðan samþykkt á síð- asta eða næstsíðasta fundi þeirrar ríkisstjórnar, áður en hún féll. Meðal vinstri flokkannna var lítill áhugi fyrir þessari fram- kvæmd, sem von var. Þeir litu á Ólafsfjörð sem sterkasta vígi Sjálf- stæðisflokksins" Önnur og þekkt- ari göng voru opnuð í tíð Halldórs sem sam- gönguráðherra, Hval- fjarðargöngin. En síðastliðin miðviku- dag voru nákvæm- lega tuttugu ár síðan þau voru opnuð fyr- ir bílaumferð. Hall- dór gangsetti síð- ustu sprenginguna og keyrði fyrstur í gegn. „Steingrímur J. Sig- fússon, þáverandi samgönguráðherra, hafði náð í gegn lög- um um einkafram- kvæmd á gerð Hval- fjarðarganga og ég tók við því kefli. Það var samt erfitt að ná því máli í gegn. Ýms- ir voru á móti því og ég vil ekki gera þeim til háðungar að rifja það upp.“ Árin 1980 til 1983 klofnaði Sjálfstæðisflokkurinn og stuðn- ingsmenn Gunnars Thorodds- sonar fóru í ríkisstjórn en stuðn- ingsmenn formannsins, Geirs Hallgrímssonar, voru í andstöðu. Halldór segist vitaskuld hafa stað- ið meir Geir en að þetta hafi verið erfiðir tímar í flokknum og reynt á vin- skap. „Við Pálmi Jónsson höfðum verið mjög nán- ir en hann varð ráð- herra í þessari stjórn með Gunnari. Skýringin á þessari stjórn var taum- laus metnaður Gunnars til að verða forsætisráð- herra og hann hafði mjög þéttan hóp með sér. Ugg- laust slitnaði vinskapur milli einhverra en ekki allra.“ Var erfitt að sætta menn eftir þetta? „Við urðum nú vildarvinir aftur ég og Pálmi Jónsson, og vin- áttan rofnaði aldrei al- veg. En auðvitað var þetta erfitt. Þessi klofningur sem er í gangi núna, með Viðreisn, er af allt öðrum meiði. Milli okk- ar var ekki djúp gjá í skoðunum. Friðjón Þórðarson var sá eini úr stjórninni sem kom á þingflokks- fundi til okkar en hann varð að víkja af fundum þegar mál tengd Alþingi voru rædd.“ Þú varst talinn ansi beittur þingmaður? „Ég veit ekkert um það,“ segir Halldór kíminn. „Auðvitað reyndi maður í stjórnarandstöðu að beita hörku og ég efast ekki um að ég hafi stundum gengið of langt. En grunnhugsun mín í pólitík hefur alltaf verið sú sama og alltaf legið skýrt fyrir.“ Halldór háði rimmur í stjórn- málunum og nefnir sérstaklega Jón Baldvin Hannibalsson, sinn gamla skólafélaga, en þeir deildu mikið um landbúnaðarmál þegar Halldór var yfir málaflokknum en Jón utanríkisráðherra. „Hann var ósáttur við mína stefnu og við rifumst á ríkis- stjórnarfundum. Hann vildi opna landamærin og hafði ekki skilning á því að við þurfum að reka hér sjálfstæðan landbúnað og verjast búfjársjúkdómum. Þetta gera aðr- ar þjóðir líka.“ Annar rammur andstæðingur var Steingrímur J. Sigfússon. „Við tókumst oft harkalega á, stund- um svo að það fauk í okkur báða. Og hvorugur okkar hikaði við að beita klækjum ef þess þurfti. En við vorum fljótir að jafna okkur og gátum treyst orðum hvor annars í einkasamtölum. Það er mikils virði fyrir stjórnmálamenn í ólík- um flokkum, þegar þeir eru í sama kjördæmi, að geta ræktað vinátt- una sín á milli.“ „Ég man eftir einu atviki með hann, haustið 2000 þegar ég var þingforseti. Þá var ég á leiðinni heim úr þinginu en frétti að forsvarsmenn Öryrkjarbanda- lagsins væru á leið niður í þing en þá voru húsnæðismál öryrkja í deiglunni. Ég áttaði mig á að það yrði gerður uppsláttur og fór aft- ur niður í þing og tók við stjórn fundarins. Ríkissjónvarpið var þá mætt á svæðið og Steingrímur fór í pontu. Ég spurði Steingrím hvort hann ætti mikið eftir af ræðunni og hann sagði: „Já, mjög mikið.“ Þá stöðvaði ég fundinn fyrir mat- arhlé.“ Halldór segir að þrátt fyr- ir rimmurnar hafi hann og Stein- grímur verið ágætis kunningjar enda báðir hagyrðingar. „Besta þingvísan sem ég orti var um Steingrím. Forsagan er sú að í Þistilfirði, heimasveit Stein- gríms, hafði verið hrútakyn mjög gott og frægasti hrúturinn hét Pjakkur. Vísan er eftirfarandi: Var í holti hrútur vænn, en hann er dauður, Steingrímur er stundum grænn, og stundum rauður.“ Var lýjandi að standa í þessu alla þessa áratugi? „Nei, ég hafði gaman af því að vera í pólitík. Það er samt erfitt að lenda milli tannanna á fólki og ef maður veit að ekki er vel um mann talað allt um kring eins og stund- um kom fyrir. Það gat verið lýjandi og haft áhrif á heilsuna.“ Varstu einhvern tímann ósáttur við stefnu Sjálfstæðisflokksins? „Auðvitað var ég missáttur við stefnu flokksins, annars væri ég eitthvað bilaður. Í ákveðnum málaflokkum er alltaf mikill slag- ur, eins og til dæmis í samgöngu- málunum. Þegar ég hætti á þingi 2007 vissi ég ekki betur en að búið væri að ganga frá því að leggja veg- inn niður með Jökulsá á Fjöllum niður í Kelduhverfi frá Goðafossi. En það er ekki búið enn og klárast kannski ekki á næstu árum. Það er einfaldlega vegna þess að Norður Þingeyjarsýsla er svo langt frá „Var í holti hrútur vænn, en hann er dauður, Steingrím- ur er stundum grænn, og stundum rauður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.