Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Blaðsíða 48
48 MENNING 13. júlí 2018 L istakonan, búningahönnuð- urinn og ævintýrastelpan Sunneva Ása Weisshappel hefur verið áberandi í lista- lífi þjóðarinnar undanfarin ár þar sem hún fer ótroðnar slóðir í list- sköpun sinni sem vakið hefur mikla athygli hér heima og erlend- is. Hún hefur verið áberandi í leik- húslífi þjóðarinnar þar sem hún hefur séð um búningahönnun en hún hlaut til að mynda Grímu- verðlaunin árið 2015 fyrir bún- inga í sýningunni Njálu en það var frumraun hennar í faginu. Sunneva hefur starfað mikið erlendis við búningahönnun með leikstjóranum Þorleifi Erni Arnar- syni, en jafnframt sinnt mynd- bandagerð og kóreógrafíu fyrir leikhúsverk. Þá hefur Sunneva Ása leikstýrt og unnið við gerð fjölda tónlistarmyndbanda og fengið margar tilnefningar til verðlauna, bæði hérlendis og erlendis, með- al annars á Íslensku Tónlistarverð- laununum, The Northern Wave Film Festival og Nordic Music Vid- eo Awards. Hver er Sunneva Ása Weiss- happel? Ævintýrastelpa, listakona og fagurkeri. Hver er bakgrunnur þinn og hverskonar list einbeitir þú þér að? Ég hef alla tíð æft dans og var alltaf í alls konar listum. Ég útskrif- aðist af Listabraut í FB og í fram- haldinu hóf ég myndlistarnám við Listaháskóla Íslands, því ég taldi að þar fengi ég mesta frelsið til að skapa. Ég útskrifaðist úr LHÍ árið 2013 og hef starfað við list alla götur síðan. Þessi grunnur, mynd- list og dans, er rauði þráðurinn í minni listsköpun. Ég er þó enn að rannsaka listformin og vil ekki festa mig við eitthvað eitt. Ég er bara á bólakafi ofan í kanínuholunni. Hvaða listform heillar þig mest? Hvers vegna? Kvikmyndamiðilinn hefur alltaf heillað mig mjög mikið, eflaust vegna þess að hann sameinar svo mörg listform. Þar get ég sett allt sem ég elska saman í eitt verk. Mig dreymir um að leikstýra kvikmynd í fullri lengd, það er næsta skref. Mér líður samt alltaf eins og ég sé trúlofuð myndlistinni og þegar ég svara spurningu sem þessari, eins og ég sé að halda framhjá. En ég veit að þegar ég geri kvikmynd þá yrði hún hvort eð er alltaf líka myndlist. Þetta verður svona trík- antur. Hvað veitir þér innblástur? Allt sem ég upplifi, þá helst af öllu ástin. Hún er svo mögn- uð og er í öllu. Að vaxa og þrosk- ast samhliða henni er ótæm- andi innblástur fyrir listina. Ég er svampur á umhverfi mitt, ég horfi og skoða, fer ein í ferðalög, sit og fylgist með. Hvernig litir breytast, fólk hreyfir sig og talar saman. Ég elska skynfærin, lykt og snertingu. Ég gramsa í skrifum skálda og heimspekinga til að dýpka og víkka hugmyndir mínar, sjá aðr- ar víddir og sjónarmið. Verk lista- manna eru líka mikill innblástur. Við upplifum öll heiminn svo ólíkt en á sama tíma svo svipað. Þessi suðupottur af upplifunum sem við getum sótt í eru mikil for- réttindi. Hvernig manneskjan á í samskiptum við náttúruna sem er svo miklu stórbrotnari en við. Mér finnast einnig mannleg samskipti ákaflega áhugaverð, tilfinningar, dauðleiki okkar og brestir, tilvist- arheimspeki og sálfræði, draum- ar og undirmeðvitundin. Tilraun- ir mannsins til að stjórna öllu og einnig hrífst ég af göldrum. Þú hefur unnið mikið erlendis. Hvaða verkefni eru það, eitthvað sem stendur upp úr? Ég hef bæði starfað við myndlist og leikhús. Mín uppáhalds mynd- listarsena erlendis er Wonder- -hópurinn í París þar sem ég vinn gjarnan á milli verkefna. Í leikhús- inu hef ég unnið með leikstjóran- um Þorleifi Erni Arnarsyni og gert búninga, hreyfingar og videoverk. Við höfum mest unnið í Þýskalandi en líka í Þjóðleikhúsinu í Osló. Það er magnað að vinna með hon- um því hann treystir mér og veitir mér það frelsi sem ég þarf. Það er einstakt, þroskandi og gefandi, en engu að síður krefjandi, því frelsinu fylgir ábyrgð. Ég hef lært svo mik- ið. Í raun stendur hvert verk upp úr, þetta er eitt stórt ferðalag. Ég fæ að þenja mörk búningalistar eins vítt og húsin leyfa mér. Ég hef til dæm- is hannað fljúgandi málmskúltpúra sem svífandi dansarar komu út úr fyrir Othello í Dresden. Þá fæ ég líka að hanna hreyfingarnar. Mér finnst gaman að blanda saman dansinum og myndlistinni á þenn- an hátt. Ég hannaði líka þriggja metra langan dreka sem var eins konar búr fyrir Fáfni, drekann í Si- egfried-óperunni eftir Wagner. Fyr- ir vændiskonuna í Mutter Courage gerði ég pils úr málmi sem þakti alla leikmyndina. Ég hef gert feita svífandi karla, byggði blóm sem sveif um sviðið og opnaðist og út steig óperusöngkona. Í leikhúsinu er pláss fyrir galdra og það er svo mikið af fagfólki sem vinnur inn- an þess sem hjálpar manni að gera hugmyndirnar að veruleika. Liggur alltaf einhver hugmynda- fræði að baki því sem þú gerir? Á bak við hverja framkvæmd er hugmynd. Ég reyni samt að búa til verk sem eru opin og virka sem speglar, mér finnst það ekki mitt hlutverk að mata áhorfandann með minni hugmynd heldur reyni ég að búa til samtal eða tengsl við áhorfandann. Ég elska þegar fólk upplifir og sér ólíka hluti enda erum við öll svo ólík og alltaf að spegla okkur sjálf, heimsmynd okkar. Það er það sem mér finnst til dæmis svo fallegt við listina og þess vegna er hún svo mikilvæg. Hvað veldur því að þú velur einn miðilinn fram yfir hinn þegar þú færð hugmynd að verki? Listmiðlar eru eins og verkfæri, sá miðill sem mér finnst miðla best því sem mig langar að búa til, skoða eða varpa ljósi á verður fyr- ir valinu. Eða bara það sem ég er í stuði fyrir þá stundina. Ég er scatt- er brain og nett ofvirk… Hver er sýn þín á búninga- hönnun sem listform? Ég nálgast búningahönnun sem myndmál, aðra dýpt, innri frásögn n Setur upp Rómeu og Júlíu í Munchen n Íslenskir listamenn eru enn að berjast fyrir tilverurétti sínum „Böðuðum hljómsveitina upp úr kindablóði í plastsundlaug“ Sunneva Ása Weisshappel: Guðni Einarsson gudnieinarsson@dv.is „Á Íslandi líður mér stundum eins og ég hafi valið mér starfsgrein sem samfélagið lítur niður á, það er ekki skemmtileg tilfinning en erlendis upplifi ég að framlag mitt skipti meira máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.