Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Blaðsíða 35
BorgarfjörðurHelgarblað 13. júlí 2018 KYNNINGARBLAÐ LANDBÚNAÐARSAFN ÍSLANDS OG ULLARSELIÐ: Einstök innsýn í landbúnaðar- söguna og hágæða handverk úr héraði Ullarselið Elstu munirnir eru þeir sem hafa verið nýttir í landbúnaði í gegnum aldirnar. Sýningin „Konur í landbúnaði í 100 ár“ Safnið sýnir þróun í tækni landbúnaðar Fyrir fjórum árum var Landbún-aðarsafn Íslands flutt í núver-andi húsnæði að Hvanneyri í Borgarfirði. Við það urðu nokkur tímamót í sögu safnsins en það á sér langa sögu: „Sýningin okkar er hönnuð inn í það rými sem hún er í núna en grunnurinn að því sem við erum að gera var lagður fyrir um 40 árum. Síðan var farið að hafa safnið opið fyrir 30 árum og á þeim tíma hefur það stækkað og mun- um fjölgað,“ segir Ragnhildur Helga Jónsdóttir safnstjóri. Á safninu gefur að líta gripi sem ná langt aftur í aldir og allt fram til áttunda áratugar síðustu aldar: „Landbúnaður og landbúnaðartæki breyttust hér lítið öld eftir öld, allt þar til við lok 19. aldar. Ljáir, hrífur og fleiri slík áhöld í einhverri mynd voru notuð allt aftur til landnáms en þá þegar þurftu menn hey til að þreyja þorrann og góuna,“ segir Ragnhildur. „Tæknivæðingin kom síðan í lok 19. aldar og þá fóru Íslendingar loks að nota hestaverkfæri að erlendri fyrir- mynd. Með tilkomu búnaðarskólanna var kennd smíði á slíkum verkfær- um, sem voru aðlöguð íslenskum aðstæðum, þar sem íslensku hest- arnir eru minni en erlendir hestar auk þess sem íslenskur jarðvegur er frekar erfiður til vinnslu.“ Síðan rekur safnið þau áhrif sem tæknin hafði á þróun landbúnaðar á 20. öldinni, breytingar á tækjum og vinnuað- ferðum sem henni fylgdi. Safnið hefur staðið að ýmsum rannsóknum á búnaðarsögunni og eru í safninu seldar bækur sem eru afrakstur þeirra rannsókna, ritaðar af Bjarna Guðmundssyni. Sérstök athygli er vakin á því að Landbúnaðarsafn Íslands hefur nú opnað sýninguna Konur í landbúnaði í 100 ár í samvinnu við Kvenfélagið 19. júní og verður sýningin opin út sumarið. Ullarselið – hágæða handverk úr héraði Ullarselið er stórmerkileg verslun sem staðsett er í húsnæði Landbún- aðarsafnsins. „Að Ullarselinu stend- ur hópur handverksfólks úr héraðinu og vinnur þetta fólk alla muni sem þar eru seldir. Megináhersla er á íslensku ullina en líka önnur náttúru- leg efni eins og horn og bein. Þetta er hágæða handverk enda þess gætt að viðhalda ströngu gæða- eftirliti,“ segir Ragnhildur. Í Ullarsel- inu er meðal annars hægt að kaupa handspunnið og jurtalitað band, auk verksmiðjuframleidds lopa. Síðan eru til sölu allra handa vörur úr ull svo sem peysur, sokkar, húfur og þæfðir inniskór, svo fátt eitt sé nefnt. Vörurnar eru ekki bara handunnar heldur meira og minna hannaðar af þessu fólki eða sérhannaðar fyrir Ullarselið. Landbúnaðarsafnið og Ullarselið eru opin alla daga frá kl. 11 til 17. Sjá nánar á Facebook-síðu og vef- síðu Landbúnaðarsafnsins, land- bunadarsafn.is, og vefsíðu Ullarsels- ins, ull.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.