Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Blaðsíða 25
FÓLK 2513. júlí 2018 sat eigi að síður stofnfund Þjóð- varnarflokksins. Hvernig stóð á því? „Eldri bræður okkar Ragnars Arnalds voru þá að stofna banda- lag ungra Þjóðvarnarmanna og slagur var um formanninn. Þeir báðu okkur Ragnar að skrá okk- ur til að veita þeirra manni stuðn- ing. Þetta endaði á því að við sát- um stofnfund Þjóðvarnarflokksins en lengra náði sú saga ekki því að ég var ekki á móti varnarliðinu, ég gerði þetta fyrir stóra bróður.“ Halldór og Ragnar voru skóla- bræður í Laugarnesskólanum og þar stofnuðu þeir stjórnmála- klúbb með Styrmi Gunnarssyni, Magnúsi Jónssyni og Jóni Baldvini Hannibalssyni. Þeir héldu fundi heima hjá Ragnari á Sundlaugar- vegi 26 og deildu um pólitík og bókmenntir. „Það eru enn þá til gamlar fundargerðir frá þessum árum. Þessi hópur hefur haldið saman allar götur síðan en Magnús er látinn, en við hinir höfum haldið hópinn allar götur síðan ásamt Sveini R. Eyjólfssyni sem ekki var eins póltískur og við hinir “. Þetta er samrýmdur hópur.“ Þrengist um þá sem veiða hval Saga hvalveiða við Íslandsstrend- ur nær langt aftur í aldir en lengst af voru það útlendingar sem sáu um stórhvalaveiðar. Þessar veiðar voru bannaðar árið 1913 en leyfð- ar á ný á fjórða áratugnum en voru þá í höndum Íslendinga sjálfra. Í upphafi gengu veiðarnar illa en á sjötta áratugnum hófst gullöld ís- lenskra hvalveiða. Það var einmitt á þeim tíma sem Halldór hóf að starfa í Hvalfjarðarstöðinni. Fyrsta vertíðin sem Halldór fór á var árið 1954 en þá var hann að- eins fimmtán ára gamall vinsug- utti. Alls fór hann á fjórtán vertíðir næstu tuttugu árin og síðustu árin starfaði hann sem hvalskurðar- maður og flensari. „Ég varð reynslunni ríkari og myndi segja að ég hafi orðið að manni í hvalstöðinni. Þetta var erfiðisvinna unnin á vöktum og áuðvitað mismikið eftir því sem veiddist. En við vildum vinna mik- ið. - við vorum komnir þangað til að þéna peninga. Það var mikið upp úr þessu að hafa.“ Halldór segir að passað hafi ver- ið upp á að afurðirnar nýttust sem best. Þess vegna máttu bátarn- ir ekki koma inn nema með tvær langreyðar í einu og ef ég man rétt urðu bátarnir að koma í land inna 20 tíma frá því þær voru skotnar. Fyrstu árin var megnið af kjötinu selt sem hundafóður til Bretlands nema af minnstu hvölunum. Af þeim voru bestu bitarnir tekn- ir og seldir hér heima. Þetta kjöt þótti herramannsmatur og seld- ist jafnharðan. Síðan bönnuðu Englendingar innflutning á hval- afurðum en þá fundust markaðir í Japan. Japanir sendu menn upp hing- að til að kenna okkur verkun og meðhöndlun á hvalkjötinu. Þeir nýttu hvalinn miklu betur en við. Það er til marks um það að aft- asti bitinn á hvalnum aftur við sporðinn er kallaður „tail-meat“ og Japönum þykir hann því betri sem hann er feitari svo að lýsið renn- ur úr honum. Við Íslendingarnir vildum ekki sjá hann og fleygðum honum í pottana. Sagt var að kíló- ið af „tail-meati“ kosti jafnmikið og lítri af wisky , – það skildum við. Og merkilegt nokk! „Tail-meat“ er mjög gott hrátt og borðað með HP- -sósu. Svo borða Japanir hvalgarn- ir. Ekki treysti ég mér til að velja þær, en einhvern tíma gátum við flensararnir ekki stillt okkur um að smakka á þeim, - stungum þeim ofan í fötu og suðum á planinu. Og þær smökkuðust vel, líkastar kjúkling.“ Á áttunda áratugnum fóru gagnrýnisraddir gegn hvalveiðum að verða háværar og lauk því með banni árið 1986. Halldór hefur lengi verið einn af dyggustu stuðn- ingsmönnum þess að hvalveiðar séu leyfðar og segir að það verði alltaf til þeir sem séu á móti. „Við veltum vöngum yfir því hversu lengi hvalveiðar yrðu leyfð- ar hér. Það var mjög skrýtið hvern- ig staðið var að banninu á sínum tíma og rökin ekki fyrir því. En ég er mjög fylgjandi því að fylgst sé með hvalastofnunum, rétt eins og fiskistofnunum, út frá lang- tímasjónarmiðum. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að það þrengist um þá sem veiða hval hér við land, hvort sem það er hrefna eða stórhveli.“ Getur orðið sátt um veiðarnar og geta þær verið arðbærar? „Þær eru arðbærar, annars væru menn ekki að standa í þessu. Það er hins vegar hópur sem ger- ir allt í sínu valdi til að ófrægja hvalveiðar. Svo er tvískinnungur í þessu. Erum við ekki frumbyggj- ar og veiðarnar þá frumbyggja- veiðar? Eða eru þeir bara til í Am- eríku?“ Hefur setið þingsflokksfundi síðan 1961 Á þessum árum starfaði Halldór við ýmislegt. Hann var kennari, vann við endurskoðun og var blaðamaður hjá Morgunblaðinu. Hjá Morgunblaðinu sat hann sinn fyrsta þingflokksfund Sjálfstæðis- flokksins árð 1961 hjá Ólafi Thors og hefur hann setið á öllum þing- um síðan ef undanskilið er árið 1978. Núverandi eiginkonu sinni, Kristrúnu Eymundsdóttur sem þá var kennari í Verzlunarskólan- um, giftist hann árið 1969 en hann hafði þekkt hana frá barnæsku þar sem hún bjó einnig á Laugavegin- um. Tveimur árum síðar eignuð- ust þau saman son. Árið 1971 var hann beðinn um að gefa kost á sér til Alþing- iskosninga og varð hann við því. Allan áttunda áratuginn var hann varaþingmaður og kom inn flest þing. Hann var mjög nálægt því að vera kjörinn árið 1974 og loks landskjörinn árið 1979. Halldór sat fyrir Norðurlandskjördæmi eystra og sætinu sleppti hann ekki fyrr en árið 2007. Halldór gegndi ýmsum stöðum á þingi og sat í Evrópuráði. Þegar Davíð Oddsson myndaði Viðeyj- arstjórnina með Jóni Baldvini varð Halldór landbúnaðar og sam- gönguráðherra. Í stjórn Davíðs og Halldórs Ásgrímssonar missti Halldór landbúnaðarráðuneytið en hélt samgöngumálunum og þar varð hann mjög áberandi enda voru stór mál í deiglunni. Landið var að netvæðast, Póstur og sími aðskildir og göngin undir Hval- fjörð opnuð. Hverju ertu stoltastur af? „Af mörgum málum sem ég kom að er ég stoltastur af Há- skólanum á Akureyri en það var mjög erfiður róður. Ég var „Það er auðvitað mikið áfall að missa móður sína. „Ég varð reynslunni ríkari og myndi segja að ég hafi orðið að manni í hvalstöðinni. M Y N D IR H A N N A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.