Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Blaðsíða 34
Borgarfjörður Helgarblað 13.júlí 2018KYNNINGARBLAÐ Laxárbakki er veitingahús og hótel sem staðsett er í Hval-firði, á wvið Þjóðveg 1, skammt frá bæði Akranesi og Borgarnesi. Laxárbakki er í afar fallegu umhverfi og í alfaraleið á Vesturlandi og Snæfellsnesi. Stutt er til allra helstu ferðamannastaða á Vestur- og Suðvesturlandi, eins og Húsafells, Langjökuls, Þingvalla, Hvalfjarðar og Snæfellsness. „Þetta er stutt frá Reykjavík en samt þannig staðsett að fólk þaðan er komið vel út úr sínu umhverfi og nýtur vel kyrrðarinnar og fegurðar- innar hér,“ segir Brynjar Sigurðar- son, eigandi Hótel Laxárbakka. Hótel Laxárbakki er lítið fjöl- skyldurekið fyrirtæki sem leggur áherslu á góða og persónulega þjónustu og tryggir að bæði matar- gestum og þeim sem gista á staðn- um líði vel. Mikil áhersla er lögð á þjónustu við hópa og er vinsælt að halda alls konar mannamót á Laxárbakka, brúðkaup, stórafmæli, alls konar hvataferðir, árshátíðir og vinnuferðir. Fullkominn staður fyrir hópa Þegar hópar gera sér glaðan dag eða koma í vinnuferð á Laxárbakka er algengt að hluti af hópnum gisti á meðan aðrir láta sér nægja að vera í mat. Núna er rétti tíminn til að bóka veitingar og gistingu fyrir haustferðirnar en æskilegt er að bóka með tveggja til þriggja mánaða fyrirvara. „Það er miklu betra að bóka tímanlega því þá getur hópurinn fengið allt svæðið út af fyrir sig,“ segir Brynjar Sigurðarson. Á staðn- um er 70 manna fundarsalur með skjávarpa og inn af er fundarher- bergi fyrir um 20 manns. „Fólk hefur verið að skipta sér upp í vinnu- hópa, þar sem einhverjir sitja bara hér í leðursófanum inn við barinn, einhverjir eru í stóra salnum, aðrir í innri salnum – og síðan er kannski einhver utanaðkomandi sem hristir hópinn saman og þá fara allir út á dansgólfið. Það er heppilegt að geta haft alla aðstöðuna út af fyrir sig og fullnýtt hana,“ segir Brynjar. Margir eru núna að panta vegna vinnuferða og annarra tilefni í september og október en það er líka sjálfsagt að panta fyrir viðburði nær jólum, en aðventuhlaðborðið fer í gang seinni hluta nóvember og stendur fram í miðjan desember. Þá hentar vel fyrir hópana að snæða saman á aðventuhlaðborði eftir fundi og vinnu dagsins. Brynjar segist kappkosta að hafa veitingar að fullu í samræmi við óskir hvers og eins hóps. „Við höfum sett saman hópa- seðla en það er langbest að fólk leggi bara fram sínar óskir og við uppfyllum þær,“ segir Brynjar. „Fólk pantar síðan gjarnan brúðkaupsveislur með árs fyrirvara og það er nokk- uð síðan hingað kom par sem er að skipuleggja brúðkaupið sitt næsta sumar,“ segir Brynjar. Best er að panta veitingar, fundaraðstöðu og gistingar fyrir hópa í síma 551 2783. Góður áningarstaður við þjóðveg- inn Laxárbakki er líka prýðilegur án- ingarstaður fyrir þá sem eru á ferð um landið í sumar og gott að stoppa þar og njóta góðs matar. „Við erum með fremur heimil- islegan mat sem mælist vel fyrir og bjóðum til dæmis upp á mjög góðan fisk. Útlendingarnir sækjast mjög eftir hefðbundnum íslenskum réttum, plokkfiski, kjötsúpu og fersk- um fiski,“ segir Brynjar. Sjá nánar á vefsíðunni laxarbakki.is. LAXÁRBAKKI: Heillandi hvíldarstaður við hringveginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.