Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Blaðsíða 28
28 FÓLK 13. júlí 2018 Betri Svefn Reykjavík, þá má ekkert gera fyr- ir hana. Ég var ekki ánægður með hvernig Sturla Böðvarsson tók á þeim málum og sagði að hann hefði misskilið orðið hringvegur. Hans skilningur á því hugtaki væri hringvegur í kringum Snæfellsjök- ul en ekki landið allt.“ Margir halda að Halldór sé Norð- lendingur, bæði af alþýðlegu fasi hans og hagmælsku og þeirri stað- reynd að hann sat sem þingmaður fyrir Norðurlandskjördæmi eystra og sem landbúnaðarráðherra. Vissulega er Halldór Reykvíkingur en hjarta hans slær fyrir norðan. „Ég beitti mér mikið fyrir mál- efnum Norðurlands og það á sál- ina í mér. Börnin mín eru alin þar upp að hluta til. Þegar sól fer að hækka á lofti þá fer mig að langa norður því að dagurinn lengist hraðar og vorin eru fallegri og hlýrri en hér.“ Hlupum á okkur í bankahruninu Stærsta samöngumálið sem Hall- dór fékkst við voru hvorki Hval- fjarðargöngin né einstaka vega- framkvæmdir því að á níunda áratugnum var netvæðingin að hefjast. Í hans ráðherratíð var rík- isfyrirtækinu Pósti og síma skipt upp í tvö hlutafélög og Síminn síð- ar einkavæddur. „Við sáum þá þróun í löndun- um í kringum okkur að ríkisrek- inn landsími væri úreltur. Þetta olli því að okkar fyrirtæki átti í erf- iðleikum með að halda sama sam- starfi við útlönd og áður. Þannig að það gerðist eiginlega að sjálfu sér að við urðum að einkavæða land- símann. Síðan átti að byggja nýj- an landspítala fyrir peningana en það hefur gengið allt of hægt. Ég vildi reyndar að hann yrði byggður á öðrum stað en ekki verður hægt að hverfa frá því héðan af.“ Halldór segir að uppskipting Pósts og síma hafi gengið tiltölu- lega snuðrulaust fyrir sig en annað hafi gilt um netvæðinguna sjálfa og margir hafi verið skammsýnir í þeim efnum. „Það höfðu ekki allir skiln- ing á því að Póstur og sími yrði að standa fyrir og bera ábyrgð á netvæðingunni af því að þar var sú faglega þekking sem þurfti og nægilegt fjármagn til þess að hin nýja tækni næði til landsins alls. Mjög var vitnað til Péturs Þor- steinssonar á Kópaskeri og hef ég ekkert nema gott um hann og hans frumkvæði að segja. Ég varð svo fyrsti ráðherrann til að lenda í netárás eftir að ég ákvað að gjald- skrá fyrir landið allt yrði sú sama.“ Sástu það fyrir að netið yrði jafn stór þáttur í lífi fólk og síðar varð raunin? „Við vissum að það yrði og að- eins spurning hversu hratt. Þetta minnir mig á þegar góðvinur minn Páll Pétursson ráðherra sagði að Ís- lendingar hefðu ekkert við litasjón- varp að gera. Auðvitað sagði hann þetta í hálfkæringi og hann vissi rétt eins og allir aðrir að Íslendingar myndu fá litasjónvarp á endanum. Fjarskiptin voru að springa út.“ Eftir ráðherratíðina tók Hall- dór að sér sæti forseta Alþingis og gegndi þeirri stöðu í sex ár. Halldór kláraði sinn þingferil vorið 2007, þetta fræga ár fyrir bankahrunið. Síðan þá hefur ekki farið mikið fyr- ir honum á opinberum vettvangi en hann hefur þó starfað í félagsstarfi eldri Sjálfstæðismanna og heldur þar reglulega ræður. Varstu feginn að sleppa við hrunið í þinginu? „Nei ég var ekkert feginn því og hefði alveg verið til í að fást við það. Það koma alltaf erfiðir tímar eins og á áttunda áratugnum þegar verðbólgan fór upp úr öllu valdi, spariféð gekk til þurrðar og verka- mannabústaðarkerfið leið undir lok.“ Hvernig hefði verið hægt að af- stýra hruninu? „Ég vildi ekki ganga í Schengen og var andvígur því í ríkisstjórn. Ég var ekki í ríkisstjórn þegar bank- arnir voru seldir og hef aldrei skilið hvernig að þeim málum var stað- ið. Reynslan sýndi að þar hlupum við á okkur. Við hefðum aldrei átt að heimila opnun Icesave-reikn- inga í Hollandi og Bretlandi þannig að þeir yrðu á ábyrgð okkar Ís- lendinga. Mín vegna hefði Lands- bankinn mátt stofna sjálfstæðan banka erlendis, en ekki sem úti- bú. En ábyrgðin er auðvitað mest þeirra sem leyfðu þetta.“ Þær stjórnir sem sátu fyrir hrun og sérstaklega Davíð Oddsson hafa fengið mikla gagnrýni fyrir bankasöluna og fleira. Finnst þér Davíð hafa fengið sanngjarnan dóm samfélagsins? „Við stjórnmálamenn fáum alltaf sanngjarnan dóm frá vin- um okkar en rangan frá pólitísk- um andstæðingum nema að um persónulega vináttu sé að ræða. Ég tala til dæmis vel um þingfer- il Ragnars Arnalds í Alþýðubanda- laginu. Ég get kannski sagt ýmislegt um feril Steingríms J. ef mér sýnist, þó við séum nú ágætis vinir,“ segir Halldór og skellir upp úr. Fékk krabbamein Halldór er ennþá virkur í stjórn- málum þó að ekki fari lengur jafn mikið fyrir honum. Hann er for- maður eldri Sjálfstæðismanna, í miðstjórn flokksins og skrifar reglulega í Morgunblaðið um mál- efni líðandi stundar. Hann hef- ur heimild til að sitja þingflokks- fundi en er nú að mestu hættur að nenna því. Ertu að leiðbeina þingmönnun- um? „Já en ég hef ekki fylgst með því hvort þeir fari mikið eftir því. En ég reyni að verða þeim að liði.“ Hvernig lýst þér á þessa stjórn sem nú situr? „Mér lýst ekkert illa á hana en það eru ýmis vandamál sem steðja að í þjóðfélaginu, til dæm- is launamálin. Frá því að ég man eftir mér hafa alltaf komið upp erf- iðleikar í launamálum og boginn spenntur of hátt. Við búum nú við að kaupmáttur hefur vaxið meira en nokkru sinni fyrr og verðbólga svosum engin. Ef við höldum rétt á spilunum getum við búið í haginn.“ Er þetta ekki kjararáði að kenna? „Þegar ég byrjaði réði þingið þessu sjálft og ég vildi halda því. Sum mál eru þess eðlis að þau verða ávallt pólitísk. Alþingis- menn geta ekkert skorast undan því. Það var rangt af Jóhönnu Sig- urðardóttur að lækka laun þing- manna og æðstu embættismanna því að það er erfitt að leiðrétta það á nýjan leik. Svo er kjararáð tugga sem hver tekur upp eftir öðrum. Eitt sinn gátu þingmenn ekki lif- að af sínum launum. Bjarni Bene- diktsson fékk greitt fyrir að skrifa Reykjavíkurbréf, Jóhann Hafstein fékk greitt fyrir leiðara í Vísi, síðan sátu launaðir verkalýðsforingjar, forstjórar, blaðamenn, sýslumenn, kennarar og fleiri á þingi.“ Halldór verður áttræður í ágúst og hann hefur nú meiri tíma fyr- ir áhugamálin, sér í lagi menn- inguna. Nýlega var hann kjörinn forseti Hins íslenska fornritafé- lags. Þessa dagana les hann mest fornritin og kveðskap. Þá er hann í hagyrðingafélaginu Braga. Árið 2000 greindist Halldór með krabbamein í ristli og gekkst undir hnífinn í þrígang. „Ég varð aldrei veikur, eða kenndi mér aldrei meins. Það gekk blóð niður með hægðum og ég sagði lækninum mínum það. Hon- um fannst það ótrúlegt því að ég væri nýbúinn í skoðun. Í annarri skoðun fann hann meinið og var það skorið í burtu. Seinni aðgerð- irnar voru til að laga og síðan hef- ur ekkert þurft að hugsa um þetta.“ Síðan hefur hann verið með stóma en krabbameinið hefur ekki tekið sig upp að nýju. Eftir aðgerðina fór minnið aðeins að förlast en að öðru leyti er heilsan fín. n „Við hefðum aldrei átt að heimila opnun Icesave-reikninga í Hollandi og Bretlandi þannig að þeir yrðu á ábyrgð okkar Íslendinga. Halldór Blöndal Hluti af 17 kílómetra trefli Fríðu Bjarkar Gylfadóttur í tilefni Héðinsfjarðargangna. 1400 manns í 11 lönd- um prjónuðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.