Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Blaðsíða 49
MENNING 4913. júlí 2018 í sögunum á sviðinu. Búningar eru sem myndlist eða skúltpúrar á sviði. Mér finnst gaman að túlka raunveruleikann í ýkjum, absúr- disma og súrrealisma og finnst það gjarnan hjálpa til við að benda á hið ósýnilega og ósagða. Áferð og form skipta mig miklu máli og ég vinn gjarnan sjálf í höndunum, mála og móta. Ég vinn búninga í ferli og leyfi hugmyndum að breytast og þróast með verkinu. Þannig verð- ur allt saman til, í samtali við deild- ir, listræna stjórnendur og flytjend- ur. Leikhúsið er stórkostlegt því það býður okkur upp á svið þar sem allt getur gerst og allir listmiðlar vinna saman. Það er það sem mér finnst spennandi. En til þess að geta unnið búninga á þennan hátt þá verð ég að fá listrænt frelsi og mér líður best í samstarfi með leikstjór- um og listafólki sem veita mér það. Áttu þér einhverjar fyrirmyndir þegar kemur að listsköpun? Hvar á ég að byrja!! Ég elska Björk, Kate Bush og Madonnu. Ég get horft og dáðst að Freddie Mercury tímunum saman og er ástfangin af Jean-Michel Basqui- at. Pina Bausch hefur haft mikil áhrif á mig og ég elska videoverk Chris Cunningham og kvikmynd- ir Alejandro Jodorowsky. Alex- ander Mcqueen og Federico Fell- ini, Salvador Dalí, Frida Kahlo, Pipilotti Rist og svo marga í viðbót að ég myndi fylla blaðið. Hvernig er vinnuferli þitt? Oftast fæ ég bara hugmynd sem ég framkvæmi strax, ég vil gera hlutina strax. En ef ég er á kafi í öðru verkefni þá skissa ég hug- myndina hjá mér og legg í fram- kvæmd þegar stundin er rétt og ég hef tíma. Ég á ógrynnin öll af skissubókum með hugmyndum af myndlistarsýningum, vídeó- verkum, gjörningum og skúlptúr- um. Ég er reyndar alveg hörmuleg að sækja um styrki og sýningar- pláss og vil frekar nýta tíma minn í að skapa. Ég skil ekki alveg þann stóra hluta af listheiminum í dag. Ég vinn alltaf sirka 5-6 verkefni samhliða í einu. Þegar ég verð þreytt eða andlaus í einu verkefni þá fer ég í næsta og vinn verkin svona í skorpum. Þetta vinnuferli hentar vel haus eins og mínum og orkunni minni. Finnst þér vera munur á því að starfa erlendis og hér heima? Hér heima er auðvelt að verða sýnilegur því við erum svo lítil og það er gott. Erlendis er meiri fjöl- breytni, menningarlífið vegur þyngra og þar af leiðandi eru miklu meiri peningar. Listasenan er vit- anlega stærri en hér heima og það er auðveldara að finna hóp fólks sem maður samsvarar sig með. Á Íslandi líður mér stundum eins og ég hafi valið mér starfsgrein sem samfélagið lítur niður á, það er ekki skemmtileg tilfinning en erlend- is upplifi ég að framlag mitt skipti meira máli. En heima er best og það er eitthvað alveg einstakt hér, ég er komin með heimþrá. Hvað finnst þér um listsenuna á Íslandi? Er eitthvað sem mætti bet- ur fara? Listasenan er flott og kraftmik- il, íslenskir listamenn hafa eitthvað alveg sérstakt og magnað, við erum svo fjáls, óheft, hrá og villt. En því miður eigum við eitthvað í land með að standa samfélagslega jafn- fætis listamönnum erlendis. Við erum ennþá að berjast fyrir tilveru- rétt okkar hérna heima, enda er listasaga okkar stutt. Í stærri borg- um erlendis er meiri virðing borin fyrir hlutverki listamanna. Hér er til dæmis árlega rifist yfir listamanna- launum, sem er bara brandari. Þú ert stofnandi Algera Studios. Hvernig kom það til og hvað er Al- gera Studios? Hvaða starfsemi fer þar fram? Þegar ég útskrifaðist úr Lista- háskólanum vildi ég ekki missa vinnurýmin og verkstæðin sem skólinn bauð upp á. Það var ekkert til fyrir unga listamenn í Reykjavík, leigumarkaðurinn er rugl og í mið- bænum hefði ég fengið kompu fyr- ir það rými sem við fengum upp á Höfða þar sem við stofnuðum Al- gera Studio. Við vorum hópur fólks sem gerðum ótrúlega skemmtilega og magnaða hluti, héldum sýn- ingar og tónleika og viðburði. Tók- um á móti erlendum listamönnum, vorum með vinnustofur og rákum hljóðstúdíó og myndbandaver þar sem við framleiddum myndbönd. Algera var starfrækt frá 2013-2017. Hún er ekki lengur til en er stór- kostleg minning. Ég var hins vegar að opna nýja vinnustofu í Ármúla sem verður svona fósturmamma Algeru og í vetur verða nokkrir list- viðburðir þar. Þú hefur komið að og pródúser- að mörg tónlistarmyndbönd í gegnum árin. Segðu okkur aðeins frá því. Er eitthvað myndband sem stendur upp úr? Ég hef leikstýrt og framleitt hell- ing af tónlistarmyndböndum. Mig langaði að æfa mig meira í video- miðilnum og tónlistarmyndbönd eru kjörin því þau eru með tímara- mma og þemu. Ég byrjaði að gera stuttmyndir og klippa í VHS-tæk- inu heima sem krakki og hef alltaf unnið vídeóverk með listinni. Ég vildi æfa mig og safna reynslu áður en ég færi lengra inn í kvikmynda- miðilinn. Tónlistarmyndbönd eru sniðug, mögnuð og hraðvirk leið til að koma efninu út, gera litlar tilraunir. Miklu stærri áhorfenda- hópur sér tónlistarmyndband en til dæmis skrítinn videogjörning á YouTube. Ég hélt reyndar að ég gæti haft tekjur af þessum miðli en alveg eins og myndlistarsenan heima er tónlistarsenan fjársvelt og engin almennileg laun þar að fá. Það sem drífur mig áfram en óslökkvandi ástríða. Blood Burst sem ég leikstýrði fyrir Mammút ásamt Anni Ólafsdóttur stendur upp úr því það var svo EPÍSKT… Við böðuðum hljómsveitina upp úr kindablóði í plastsundlaug á þakinu í Algera Studio um vetur, allt í snjó. Algjört white trash, súrt og skrítið, fáránlega gaman. Það komu um 30 manns að verkefninu sem endaði svo á því að það var keyrt yfir kameruna mína. Ég lagði hana frá mér upp á gangstétt til að skipta um minniskort og þá birtist bíll og ók yfir vélina. Þar með gerði ég ekki fleiri myndbönd í bili. Hvernig sérð þú fyrir þér sam- band myndlistar og myndbands- listar? Helduru að það séu einhver tengsl hjá þér þar? Þetta helst allt í hendur. Ég vinn til dæmis ekki myndband nema ég hafi listrænt frelsi og þar kemur myndlistin inn. Þetta er bara angi af henni, myndmál, myndbygging, form og litir og svo er klipping dans, tilfinning og taktur. Í hvaða verkefni ertu núna? Ég er að skipuleggja sýningar- röðina „Sugar Wounds“ ásamt hópi íslenskra listakvenna sem verður í Ármúla í september. Svo var ég að klára tökur á nýju mynd- bandi fyrir Mammút í samstarfi við listakonuna Sögu Sig. Ég er að byggja skúlptúra fyrir einkasýn- ingu sem ég verð með í Gallerí Port í nóvember og að undirbúa verk fyrir Plan B festival á Borgarfirði í ágúst. Það er alltaf nóg að gera. Hvað er næst á sjóndeildar- hringnum hjá þér? Ég sit núna á flugvellinum í Osló og er að fara í viku sumar- frí til Krítar og svo beint til Þýska- lands að setja upp Rómeo og Júlíu með Ernu Ómars og ballettnum í Munich. n n Setur upp Rómeu og Júlíu í Munchen n Íslenskir listamenn eru enn að berjast fyrir tilverurétti sínum M Y N D H A N N A geirsgötu 8 / s. 553 1500 Hamingja í hverri skeið Hádegistilboð breytilegt eftir dögum ERTU AÐ FARA Í FLUG? ÞJÓNUSTUM ÞIG OG ÞÍNA Í MAT OG DRYKK Hafnargata 19a Keflavík / S. 421 4601
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.