Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Blaðsíða 41
SAKAMÁL 4113. júlí 2018 Dozier þegar fallist var á kröfur Alvogen og aftökunni frestað. Dozier hefur látið hafa það eftir sér að hann vilji deyja sem fyrst í stað þess að hírast á bak við lás og slá. Óvíst er hvenær aftakan fer fram en það verður þó varla á þessu ári. Dozier fæddist árið 1970 í Nevada-fylki og leiddist snemma af réttri braut. Strax á unglingsaldri byrjaði hann að selja eiturlyf og varð hann stórtækur á því sviði. Hann montaði sig af því að kunna vel við glæpalífið. Í apríl 2002 hitti Dozier ungan mann, Jeremiah Miller, á móteli í Las Vegas til að selja honum hráefni til eiturlyfjaframleiðslu. Fundurinn endaði með því að Dozier skaut Miller til bana, bútaði lík hans niður og kom þvi fyrir í ferðatöskum sem hann losaði sig síðan við. Hann var handtekinn nokkrum mánuðum síðar og þá kom í ljós að hann hafði einnig gerst sekur um að myrða Jasen „Griffen“ Green og losa sig við líkið með sama hætti. Fyrir morðið á Green var Dozier dæmdur í 22 ára fangelsi árið 2005 en tveimur árum síðar var hann dæmdur til dauða fyrir morðið á Miller. notað á Enver Simsek. Özdogru var að leysa af í verslun í Nurem- berg þegar hann var myrtur. Það var vegfarandi sem uppgötvaði að hann hafði verið myrtur. Aðeins 14 dögum síðar var Süleyman Tasköprü skotinn til bana í grænmetisverslun sinni í Hamborg. Enn var sama byssan notuð. Í lok ágúst var röðin kom- in að Habil Kilic en hann var skotinn til bana í grænmetis- verslun sinni í Münich. Nú bar svo við að hópur- inn framdi ekkert morð í tvö og hálft ár, svo vitað sé. En í febr- úar 2004 var Mehmet Turgut skotinn til bana í Rostock. Hann var þar í heimsókn en hann bjó í Hamborg. Lögreglan tengdi því morðið á honum við morðið á Tasköprü. Þann 9. júní 2005 framdi hópurinn þriðja morðið í Nuremberg. Nú var það Ismail Yasar sem var skotinn til bana á kebabstað sínum. Þann 15. júní var Theodoros Boulgarides síðan myrtur í verslun sinni í Münich. Hann var grískur. 4. og 6. apríl 2006 myrti hópur- inn Mehmet Kubasik og Ha- lit Yozgat í Dortmund og Kassel. Báðir voru skotnir í höfuðið eins og flest fórnarlamba hópsins. Þann 25. október 2007 var lög- reglukonan Michéle Kiesewett- er skotin til bana þar sem hún sat í lögreglubíl ásamt starfsfé- laga sínum. Hann var skotinn í höfuðið en lifði af. Ekki er ljóst af hverju hópurinn réðst á lög- reglumennina en getgátur hafa verið uppi um að það hafi verið vopn þeirra sem freistuðu ódæð- ismannanna. Skammbyssur lög- reglumannanna voru að minnsta kosti teknar af þeim og fund- ust ekki aftur fyrr en í nóvember 2011. Loksins komst lögreglan á sporið Á öllum þessum árum stundaði hópurinn einnig rán til að verða sér úti um fé. Eins ótrúlega sem það hljómar þá tókst þýsku lög- reglunni ekki að tengja morðin eða ránin saman. Gengið var út frá því að glæpagengi innflytjenda væru að verki. Ein aðalástæðan fyrir þessu er að ríki Þýskalands eru hvert og eitt með sína eigin leyniþjónustu og þær eiga ekki í miklum samskiptum sín á milli og skiptast þar af leiðandi ekki mikið á upplýsingum. Það var þann 4. nóvember 2011 að tveir menn, Uwe Mundlos og Uwe Böhnhardt, rændu banka í Eisenach. Lögreglan hafði uppi á þeim í húsbíl en þegar lögreglu- menn nálguðust hann heyrðust tveir skothvellir og skömmu síðar braust eldur út í húsbílnum. Lög- reglan telur að Mundlos hafi skot- ið Böhnhardt, því næst hafi hann kveikt í bílnum og síðan skotið sjálfan sig. Samverkakona þeirra, Bea- te Zschäpe ók um austan- og norðanvert Þýskaland næstu daga en gaf sig fram við lögregluna þann 8. nóvember. Réttarhöldin Réttarhöld í málinu hafa stað- ið yfir undanfarin fimm ár, með hléum þó. Zschäpe vildi nær ekkert segja við réttarhöldin en hún hefur aðeins tekið til máls tvisvar sinnum til þessa. Í síð- ara skiptið, í síðustu viku, sagði hún að hún styðji ekki lengur málstað þjóðernissinna og for- dæmdi illvirki þeirra Mundlos og Böhnhardt. Hún sagði að hún hefði verið of veikburða til að geta yfirgefið þá. Fá svör hafa fengist við rétt- arhöldin og almenningur er engu nær um af hverju einmitt þetta fólk var skotið til bana. Fólk hefur spurt sig hvernig þetta gæti gerst í landi sem hef- ur reynt að gera upp fortíðina og glæpi nasista. Einnig hefur það vakið miklar umræður hvern- ig hópi nýnasista tókst að aka um Þýskaland, myrða fólk og ræna pósthús og banka án þess að lögreglan eða leyniþjónustur uppgötvuðu það. Vitað er að þremenningarn- ir hölluðust að nasisma strax á yngri árum. Þau áttu til að ganga í einkennisbúningum SS og láta til sín taka í orði. Við leit í bílskúr, sem Zschäpe hafði á leigu árið 1998, fannst 1,4 kg af TNT sprengiefni, rörasprengj- ur, vegabréf og áróðursrit hægriöfgamanna. En þremenn- ingarnir létu sig hverfa af yfir- borði jarðar og lögreglan fann þá ekki aftur fyrr en 2011 eins og fyrr sagði. Beate Zschäpe var á miðviku- daginn dæmd í ævilangt fangelsi fyrir sinn hlut í voðaverkunum. En þrátt fyrir að dómur sé fallinn eru Þjóðverjar litlu nær um hvað rak þremenningana áfram og hvernig svona illska getur graf- ið um sig í hjörtum ungs fólks. nn Nýnasistahópurinn Nationalsozialistischer Untergrund (NSU) gekk berserskgang í kringum aldamótin Sakamálið sem Þjóðverjar skilja ekki AF HVERJU ÞURFTU 10 MANNS AÐ DEYJA? „Ég sá lítil blóðug göt í andliti hans. Lítil, lítil göt. Ég byrjaði að telja – og sá sí- fellt fleiri, þeim mun nær sem ég kom. Um allan lík- amann. Þá vissi ég að þessu var lokið.“ Kópavogsbraut 115 / 200 Kópavogur / s. 844 1145
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.