Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Blaðsíða 64
13. júlí 2018 27. tölublað 108. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Náum Rúrik! REIÐHJÓL OG FYLGIHLUTIR -30% • GARÐHÚSGÖGN -27% • FRÆ -40% BROIL KING GRILL -30% • RAFMAGNS- OG BENSÍNGARÐVERKFÆRI -20-40% BLÓMAPOTTAR OG GARÐSKRAUT -35% • BLÓM, TRÉ OG RUNNAR -30% REYKOFNAR OG ELDSTÆÐI -30% • GJØCO INNIMÁLNING -25%• LJÓS -25% JÁRNHILLUR -30% • VERKFÆRABOX OG -SKÁPAR -30% • ÁLTRÖPPUR OG STIGAR -25% • EINHELL RAFMAGNSVERKFÆRI -25% • PLASTBOX -35% FERÐATÖSKUR -35% • LEIKFÖNG -35% • KÖRFUBOLTASPJÖLD -30% POTTAR, PÖNNUR OG BÚSÁHÖLD -25% • SALVIA ESPALE GIRÐINGA- EININGAR -20% • COFRA ÖRYGGISSKÓR OG FATNAÐUR -25% BLÁ BOSCH VERKFÆRASETT -25% • LOFTASTIGAR -25% BAÐFYLGIHLUTIR -25% • HARÐPARKET -20% MOTTUR OG DREGLAR -25% OG MARGT MARGT FLEIRA! Sjáðu öll tilboðin á byko.is TIMBUR- BLÓMAKASSAR SLÁTTUVÉLAR GASGRILL FERÐAVARA 30% afsláttur 25% afsláttur 20- 40% afsláttur 25% afsláttur Auðvelt að versla á byko.is • Sendum út um allt land B ir t m eð fy ri rv ar a um in ns lá tt ar -/ pr en tv ill ur o g/ eð a m yn db re ng l. E lna Orvokki Bárðarson var jarðsungin frá Grundar- fjarðarkirkju í lok júní. Hún náði þeim áfanga að verða elsti núlifandi Grundfirðingur- inn en hún var 96 ára gömul þegar hún lést. Hún var einnig amma Karls Bjarna Guðmundssonar, bet- ur þekktur sem Kalli Bjarni. Kalli Bjarni varð landsþekktur þegar hann sigraði í Idol stjörnuleit. Þá gekk Elna Kalla Bjarna í móðurstað og var samband þeirra einstakt en hún ól hann upp af mikilli ástúð en með aga ef á þurfti að halda. Kalli Bjarni sagði sögu sína síðasta vetur í þættinum Burðar- dýr á Stöð 2. Það var eftir þann þátt sem Elna varð landsþekkt og felldu margir tár þegar þeir sáu hversu sterkt og fallegt samband Kalla Bjarna og Elnu ömmu hans var. Í þættinum var sýnt myndskeið þar sem Kalli flutti finnska lag- ið Kesäpäivä Kangasalla á hjúkr- unarheimilinu en gamla kon- an feldi tár undir söngnum. Um ömmu sína sagði Kalli Bjarni: „Amma er algjör nagli. Hún kenndi mér margt en hún gat líka verið hörð í horn að taka. Hún bannaði mér stundum að fara út á kvöldin og fékk ég ekki leyfi fyrr en ég hafði sýnt fram á það að ég væri búinn að læra heima- lærdóminn eða að ég kynni að leggja snyrtilega á borð.“ Elnu er sárt saknað en hún setti mikinn svip á Dvalarheimilið Fellaskjól í Grundarfirði. Var hún alltaf fín til fara og létt í lund. Í þættinum greindi Kalli Bjarni frá því að Elna amma hans hafi í eitt sinn bjargað lífi hans og kom- ið í veg fyrir að hann örkumlað- ist á hendi. Kalli Bjarni slasað- ist illa hendi og var talið að hann fengi aldrei fullan mátt. Elna fann lausnina og keypti BMX hjól. Hjól- ið mátti Kalli hins vegar aðeins nota ef hann hjólaði með vinstri. „Eitt sinn kom hún að mér inni í Grundarfirði þar sem ég var á BMX hjólinu mínu og var að nota hægri. Hún tók af mér hjólið, þannig að ég grenjaði og grenjaði með ekkasog- um og hún lét mig ekki hafa það fyrr en eftir tvo mánuði,“ segir Kalli Bjarni og hlær og bætir við að þetta hafi í raun bjargað honum. Kalli Bjarni söng svo í síðasta sinn með sinni einstöku rödd fyrir ömmu sína í kirkjunni í Grundarfirði og síðasti söngurinn var „Eitt sinn verða allir menn að deyja“. n kristjon@dv.is Kalli Bjarni syrgir Elnu ömmu á Instagram Það tilkynnist hér með að DV hefur hafið innreið sína á sam- félagsmiðilinn Instagram. Það er vissulega um svipað leyti og ömmur og afar eru að uppgötva miðilinn en betra er seint en aldrei. Notendanafn miðilsins er dvfrettir og er með- al annars ætlunin að birta þar fimm helstu fréttir dags- ins auk þess sem ýmsar óvæntar en ávallt skemmtilegar uppákomur verða á döfinni. Með tíð og tíma mun fylgjendum gefast kostur á að fá innsýn á bak við tjöldin hjá miðlinum og fá öðruvísi en kannski ferskari sýn á fréttamál líðandi stundar. Verkefnið verð- ur í stöðugri þróun og því eru dyrnar ávallt opnar fyrir lesend- um með ferskar og skemmti- legar hugmyndir. Illa uppaldir íslenskir karlar Mannréttindaráð Reykjavíkur- borgar samþykkti í vikunni að öll salerni fyrir starfsfólk í stjórn- sýsluhúsum Reykjavíkurborgar verði ókyn- greind frá og með haustinu. Að sjálf- sögðu gaus upp mik- il umræða í þjóðfé- laginu um málið. Ein af þeim sem lagði orð í belg á samfélagsmiðlum var Halla Gunnarsdóttir, ráðgjafi forsætisráðherra. Henni hugnast aldeilis ekki að deila almenn- ingsklósettum með illa siðuð- um íslenskum karlmönnum. „Ég held að að Svíar séu komnir aðeins lengra en við í að ala upp karla sem bera virðingu fyrir konum,“ sagði hún um málið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.