Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Side 64

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Side 64
13. júlí 2018 27. tölublað 108. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Náum Rúrik! REIÐHJÓL OG FYLGIHLUTIR -30% • GARÐHÚSGÖGN -27% • FRÆ -40% BROIL KING GRILL -30% • RAFMAGNS- OG BENSÍNGARÐVERKFÆRI -20-40% BLÓMAPOTTAR OG GARÐSKRAUT -35% • BLÓM, TRÉ OG RUNNAR -30% REYKOFNAR OG ELDSTÆÐI -30% • GJØCO INNIMÁLNING -25%• LJÓS -25% JÁRNHILLUR -30% • VERKFÆRABOX OG -SKÁPAR -30% • ÁLTRÖPPUR OG STIGAR -25% • EINHELL RAFMAGNSVERKFÆRI -25% • PLASTBOX -35% FERÐATÖSKUR -35% • LEIKFÖNG -35% • KÖRFUBOLTASPJÖLD -30% POTTAR, PÖNNUR OG BÚSÁHÖLD -25% • SALVIA ESPALE GIRÐINGA- EININGAR -20% • COFRA ÖRYGGISSKÓR OG FATNAÐUR -25% BLÁ BOSCH VERKFÆRASETT -25% • LOFTASTIGAR -25% BAÐFYLGIHLUTIR -25% • HARÐPARKET -20% MOTTUR OG DREGLAR -25% OG MARGT MARGT FLEIRA! Sjáðu öll tilboðin á byko.is TIMBUR- BLÓMAKASSAR SLÁTTUVÉLAR GASGRILL FERÐAVARA 30% afsláttur 25% afsláttur 20- 40% afsláttur 25% afsláttur Auðvelt að versla á byko.is • Sendum út um allt land B ir t m eð fy ri rv ar a um in ns lá tt ar -/ pr en tv ill ur o g/ eð a m yn db re ng l. E lna Orvokki Bárðarson var jarðsungin frá Grundar- fjarðarkirkju í lok júní. Hún náði þeim áfanga að verða elsti núlifandi Grundfirðingur- inn en hún var 96 ára gömul þegar hún lést. Hún var einnig amma Karls Bjarna Guðmundssonar, bet- ur þekktur sem Kalli Bjarni. Kalli Bjarni varð landsþekktur þegar hann sigraði í Idol stjörnuleit. Þá gekk Elna Kalla Bjarna í móðurstað og var samband þeirra einstakt en hún ól hann upp af mikilli ástúð en með aga ef á þurfti að halda. Kalli Bjarni sagði sögu sína síðasta vetur í þættinum Burðar- dýr á Stöð 2. Það var eftir þann þátt sem Elna varð landsþekkt og felldu margir tár þegar þeir sáu hversu sterkt og fallegt samband Kalla Bjarna og Elnu ömmu hans var. Í þættinum var sýnt myndskeið þar sem Kalli flutti finnska lag- ið Kesäpäivä Kangasalla á hjúkr- unarheimilinu en gamla kon- an feldi tár undir söngnum. Um ömmu sína sagði Kalli Bjarni: „Amma er algjör nagli. Hún kenndi mér margt en hún gat líka verið hörð í horn að taka. Hún bannaði mér stundum að fara út á kvöldin og fékk ég ekki leyfi fyrr en ég hafði sýnt fram á það að ég væri búinn að læra heima- lærdóminn eða að ég kynni að leggja snyrtilega á borð.“ Elnu er sárt saknað en hún setti mikinn svip á Dvalarheimilið Fellaskjól í Grundarfirði. Var hún alltaf fín til fara og létt í lund. Í þættinum greindi Kalli Bjarni frá því að Elna amma hans hafi í eitt sinn bjargað lífi hans og kom- ið í veg fyrir að hann örkumlað- ist á hendi. Kalli Bjarni slasað- ist illa hendi og var talið að hann fengi aldrei fullan mátt. Elna fann lausnina og keypti BMX hjól. Hjól- ið mátti Kalli hins vegar aðeins nota ef hann hjólaði með vinstri. „Eitt sinn kom hún að mér inni í Grundarfirði þar sem ég var á BMX hjólinu mínu og var að nota hægri. Hún tók af mér hjólið, þannig að ég grenjaði og grenjaði með ekkasog- um og hún lét mig ekki hafa það fyrr en eftir tvo mánuði,“ segir Kalli Bjarni og hlær og bætir við að þetta hafi í raun bjargað honum. Kalli Bjarni söng svo í síðasta sinn með sinni einstöku rödd fyrir ömmu sína í kirkjunni í Grundarfirði og síðasti söngurinn var „Eitt sinn verða allir menn að deyja“. n kristjon@dv.is Kalli Bjarni syrgir Elnu ömmu á Instagram Það tilkynnist hér með að DV hefur hafið innreið sína á sam- félagsmiðilinn Instagram. Það er vissulega um svipað leyti og ömmur og afar eru að uppgötva miðilinn en betra er seint en aldrei. Notendanafn miðilsins er dvfrettir og er með- al annars ætlunin að birta þar fimm helstu fréttir dags- ins auk þess sem ýmsar óvæntar en ávallt skemmtilegar uppákomur verða á döfinni. Með tíð og tíma mun fylgjendum gefast kostur á að fá innsýn á bak við tjöldin hjá miðlinum og fá öðruvísi en kannski ferskari sýn á fréttamál líðandi stundar. Verkefnið verð- ur í stöðugri þróun og því eru dyrnar ávallt opnar fyrir lesend- um með ferskar og skemmti- legar hugmyndir. Illa uppaldir íslenskir karlar Mannréttindaráð Reykjavíkur- borgar samþykkti í vikunni að öll salerni fyrir starfsfólk í stjórn- sýsluhúsum Reykjavíkurborgar verði ókyn- greind frá og með haustinu. Að sjálf- sögðu gaus upp mik- il umræða í þjóðfé- laginu um málið. Ein af þeim sem lagði orð í belg á samfélagsmiðlum var Halla Gunnarsdóttir, ráðgjafi forsætisráðherra. Henni hugnast aldeilis ekki að deila almenn- ingsklósettum með illa siðuð- um íslenskum karlmönnum. „Ég held að að Svíar séu komnir aðeins lengra en við í að ala upp karla sem bera virðingu fyrir konum,“ sagði hún um málið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.