Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Blaðsíða 44
44 MENNING 13. júlí 2018 EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI erlenda sviðsnafnið Siddý Holl- oway. Ferill hennar sem leikkona hefur enn ekki tekið almennilega við sér og fór hún seinna meir að gera góða hluti sem leiðsögumað- ur fyrir London Transport Muse- um, þar sem leiklistaráhuginn og námið hefur líklegast komið að góðum notum. Dýnamískt dúó Þegar Stikkfrí kom út árið 1997 var varla mannsbarn sem þekkti ekki til þeirra Freydísar Kristófers- dóttur og Bergþóru Aradóttur. Þær stóðu sig eins og hetjur í stórvinsælli fjölskyldumynd og rændu hjörtum margra. Seinna fuðraði upp leiklistaráhugi beggja og fór Freydís að leggja hönd á keramiklist ásamt öðrum ver- kefnum. Aftur á móti starfar Bergþóra sem markaðsfulltrúi hjá Marel en hún er dóttir Ara Kristinssonar, leikstjóra myndar- innar. Það sama gildir um Bryn- dísi Sæunni Gunnlaugsdóttur, en hún lék litla barnið í myndinni, sem þær Bergþóra og Freydís „rændu“. Það þykir oft vera snúið að ná sannfærandi frammistöðu úr ungabörnum á hvíta tjaldinu, en Bryndís stóð sig með mikilli prýði. Í dag stendur hún vaktina á veitingastaðnum VOX. Tveir í Bamm Íslensku tvíburarnir Hlynur og Marinó Sigurðssynir vöktu held- ur betur mikla athygli árið 1994 í stórmyndinni um Steinaldar- mennina, eða The Flintstones, í framleiðslu Stevens Spielberg. Í sameiningu léku bræðurnir hinn nautsterka Bamm-Bamm og deildu hvíta tjaldinu með leikurum á borð við John Good- man, Halle Berry og Rick Moran- is. Fígúran Bamm-Bamm prýddi einnig þrælskemmtilegt plakat sem fylgdi myndinni en má þess geta að hún var látin hverfa þegar kom að umslaginu fyrir stafrænu útgáfu myndarinnar. Drengirn- ir ákváðu að sækja ekkert frekar í leiklistina eftir þessa stórmynd en þeir urðu þrítugir í sumar. Mar- ínó starfar í dag sem smiður hjá leikmyndastúdíóinu Irma en DV hefur ekki upplýsingar um hvaða starfsferil Hlynur hefur valið. Hann er þó ekki leikari. Benjamín dafnar vel Hlutverk Benjamíns dúfu fylgdi Sturlu Sighvatssyni langt fram að fullorðinsárum. Í kjölfar frum- sýningu myndarinnar árið 1995 herma sögur að krökkum hafi þótt vinsælt að kalla Sturlu nafni persónu hans í myndinni. Sturla kom einnig fram í kvikmyndun- um Skýjahöllin og 101 Reykjavík og fór með hlutverk Emils í Katt- holti í langlífri sýningu Þjóðleik- hússins árið 1992. Auk þess sinnti hann talsetningum á barnaefni en í seinna lauk hann námi í við- skiptalögfræði við Háskólann á Bifröst og starfar í dag við fast- eignaþróun og fjárfestingar. Var hann einn af arkitektunum á bak við fasteignarisann Heimavelli svo eitthvað sé nefnt. n Örvar Jens Í hlutverki Tómasar í kvikmyndinni Bíódagar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.