Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Blaðsíða 61
FÓLK 6113. júlí 2018
Hverjum líkist þú mest? Mér skilst að
ég sé afar lík báðum foreldrum mínum.
Kennarinn minn í grunnskóla starði einu
sinni á mig í tíma og sprakk úr hlátri, sagðist
aldrei hafa séð manneskju sem var svona lík
báðum foreldrum sínum.
Hvað halda margir um þig sem er alls
ekki satt? Að ég sé alltaf brosandi glöð.
Hvað finnst þér að eigi að kenna í skólum
sem er ekki kennt þar núna? Táknmál.
Mér finnst að það ætti að vera skylda.
Ef þú þyrftir að eyða 1 milljón á klukku-
tíma, í hvaða verslun færirðu? Myndi
skella mér í hljóðfæraverslun og væri ekki
lengi að klára milljónina.
Hvað viltu að standi skrifað á legsteinin-
um þínum? All You Need Is Love!
Sex ára barn spyr þig hvort jólasveinninn
sé til. Hvernig svarar þú? Auðvitað er
hann til, þeir eru meira að segja þrettán!
Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf
spilað um leið og þú gengir inn í herbergi
allt þitt líf, hvaða lag myndirðu velja?
The Best með Tinu Turner. Þá væri ég alltaf
mega peppuð.
Hvaða lag hefðir þú viljað hafa samið?
Euphoria. Júró-hjartað slær alltaf fast.
Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu,
undir hvaða lagi myndirðu vilja dansa?
Firestarter með Prodigy.
Að hverju getur þú alltaf hlegið?
Eftirhermunum hans Eyþórs Inga.
Borðarðu mat sem er kominn fram yfir
síðasta söludag? Á voða erfitt með það.
Mjög fanatísk með árunum.
Hvaða ósið hefur þér reynst erfiðast að
venja þig af? Að naga neglurnar.
Hvaða viðburði sérðu mest eftir að hafa
misst af? Hefði verið svo klikkað að sjá
Freddie Mercury á sviði. Hefði gefið ansi
mikið fyrir það.
Hver er fyndnasta „pick-öpp“-línan sem
þú hefur heyrt?
Var svo heppin að eignast eintak af
pikk-öpp-línu bók Magga Mix og þar voru
nú margar perlurnar. Til dæmis: „Ef þú værir
bíll þá værirðu Austin Mini.“
Hver er versta vinnan sem þú hefur
unnið? Að þrífa klósett á
tjaldstæði. Sérstaklega eftir
rigningardaga.
Hvert er þitt stærsta
líkamlega afrek í líf-
inu? Að koma þremur
börnum í heiminn.
Hvað verður orðið
hallærislegt eftir 5 ár?
Að veipa.
Hvaða teiknimyndapersónu
myndirðu vilja eiga sem vin?
Hef alltaf elskað Garfield.
Hvað ættu allir að prófa að minnsta
kosti einu sinni í lífinu? Espresso Martini.
Hvað myndirðu segja ef Guð hnerraði?
Gesundheit.
Ef þú kæmir einn daginn heim úr
vinnunni og þar væri enginn nema Geir
Ólafsson í sturtu, myndirðu hringja í
lögregluna? Nei nei, Geir er hress. Ætli
ég myndi ekki njóta sturtutónleikanna og
rétta honum svo handklæði.
Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi?
Að líða vel og láta gott af sér leiða.
Hvað er framundan um helgina?
Halda áfram að koma mér fyrir í nýju
húsnæði.
„Heppin að eignast eintak af pikköpp-línubók Magga Mix“
Erna Hrönn Ólafsdóttir söngkona og útvarpskona er vel þekkt bæði í útvarpi og söng, hefur enda starfað við
hvort tveggja um árabil. Hún er þekkt sem ein af bakröddum Íslands og hefur margoft tekið þátt í Eurovision svo
dæmi sé tekið. Erna Hrönn er í loftinu á K100 virka daga kl. 12-16. Erna Hrönn sýnir lesendum DV á sér hina hliðina. HIN HLIÐIN
Bókin á
náttborði
Heiðu
Bjarkar
„Í raun má segja að nátt-
borðið mitt sé hálfgerður
bókaskápur. Ég tel að þar
sé að finna yfir tólf titla.
Þarna kemur sér vel að
vera með náttborð með
hillum og skúffum. Ég
nota náttborðið sem bið-
stöð, það sem á eftir að
lesa og það sem ég er búin
að lesa en maðurinn minn
verður, að mínu mati, að
lesa. Í augnablikinu er þar
að finna allar bækurnar
hennar Lilju Sigurðardótt-
ir, en ég var að enda við
að lesa það sem þegar er
komið út eftir hana. Í dag
er ég að lesa í Gilead eft-
ir Marilynne Robinson.
Ég geri mest af því að lesa
bækur á íslensku og leit-
ast eftir góðum þýðingum
sem og góðum íslenskum
höfundum. Sú bók sem
mig vantar á náttborðið og
ég þarf að bæta úr á allra
næstu dögum, enda afar
spennt fyrir, er nýútkom-
in bók sem heitir Rauða
minnisbókin eftir Sofia
Lundberg. Ég les mikið af
þýddu efni eftir norræna
höfunda en verð að viður-
kenna að glæpasögur enda
oft neðst í bókabunkanum
þó þær séu ávallt lesnar á
endanum.“
„Jón Oddur og Jón Bjarni
breyttu lífi mínu“
„Þeir fóru til dæmis
upp á öskuhauga,
ég fór þangað sjálfur með
pabba.
R
ithöfundurinn Gunnar
Helgason er að leggja loka-
hönd á næstu bók sína,
Siggi sítróna, sem fjallar
um Stellu og fjölskyldu hennar:
Mömmu Klikk, Pabba prófessor og
Ömmu best en bókin kemur út um
mánaðamótin október/nóvember.
Barnabækur Gunnars hafa slegið í
gegn hjá lesendum og þar á með-
al bækur hans um fótboltastrák-
inn Jón Jónsson. Gunnar fékk Vor-
vindaverðlaun IBBY árið 2013 fyrir
fótboltabækur sínar, sama ár hlaut
hann Bókaverðlaun barnanna fyr-
ir Aukaspyrna á Akureyri og 2015
hlaut hann Íslensku bókmennta-
verðlaunin í flokki barna- og ung-
mennabóka fyrir Mamma klikk.
En hvaða bækur eru
í uppáhaldi hjá Gunnari?
Hvaða barnabók er í eftirlæti?
„Bækurnar um Jón Odd og Jón
Bjarna bera höfuð yfir allt annað,
því þær komu út á háréttum tíma
þegar ég var 8-9 ára og voru um
tvíbura, sem bjuggu í blokk og áttu
unglingssystur. Allt í þessum bók-
um var um okkur bræðurna. Það
var ótrúlegt að lesa svona góða
barnabók um sjálfan sig. Þetta
hefur orðið til þess að ég er mjög
hrifinn af sósíalískum realisma í
barnabókum, enda skrifa ég bara
um þannig. Hingað til allavega,
gæti breyst, maður veit aldrei.
Mér fannst gaman að lesa Sel-
ur kemur í heimsókn og Mjóni
rauðrefur, þar sem hugtökum er
aðeins ruglað og börn að velta
fyrir sér hvað hlutirnir heita og af
hverju.“
Hvaða bók er uppáhalds?
„Það eru tvær sem koma strax
upp í hugann. Óvinafagnaður eft-
ir Einar Kárason, hún er eins og
að lesa spennusögu, það er búið
að skilja himsið frá kjarnanum í
Íslendingasögunum, þarna eru
karakterar sem maður hefur les-
ið um, en er búið að setja í nýjan
búning sem er nútímalegri og nær
manni og frásagnarmátinn þannig
að margir eru sögumenn, sérstak-
lega þegar fótgönguliðarnir fengu
að tjá sig, það fannst mér stórkost-
legt. Og svo Konan við 1000 gráð-
ur sem mér finnst epísk skáldsaga
um heila mannsævi og á sama
tíma um atburði úr sögu Evrópu.
Það fannst mér stórkostlegt að lesa
og bókin vel skrifuð og höfundur
snjall.“
Hvaða bók myndirðu mæla með
fyrir aðra?
„Ég mæli með þessum bókum af
framangreindum ástæðum. Svo
mæli ég líka með barnabókum,
til dæmis Skuggasögu eftir Ragn-
heiði Eyjólfsdóttur, Vetrarfrí og
Vetrarhörkur eftir Hildi Knúts-
dóttur og svo var ég að lesa Úlf-
ur og Edda eftir Kristínu Rögnu
Gunnarsdóttir og Langelstur í
bekknum eftir Bergrúnu Írisi Sæv-
arsdóttir. Randalína og Mundi eft-
ir Þórdísi Gísladóttur eru æðislega
skemmtilegar bækur. Þessar bæk-
ur eru dæmi um hvað íslenskar
barnabækur eru góðar, en ég les
enn barnabækur þó ég sé hættur
að lesa fyrir börnin mín. Ef ég
lendi á góðri barnabók þá finnst
mér það skemmtilegra. Ég er að
skrifa barnabækur og mig langar
að sjá hvað er að gerast og ég
reyni líka að lesa erlendar barna-
bækur. Bækurnar hans Ævars eru
heimsklassabækur. Ég er að lesa
bækur David Walliams og ég finn
engan mun á hans bókum og okk-
ar bestu bókum. Það eru ótrú-
lega margar góðar barnabækur að
koma út um þessar mundir.“
Hvaða bók hefurðu lesið oftast?
„Ætli það sé ekki Gerpla, ég er bú-
inn með hana fjórum sinnum. Ég
las hana þrisvar í menntaskóla og
einu sinni síðan. Svo er ég búinn
að lesa Óvinafagnaður og Bróðir
minn Ljónshjarta tvisvar, Laxdælu
og Brennu-Njálssögu. Mér fannst
ég aldrei vera með lokakaflann á
hreinu þannig að ég las hann um
daginn.“
Hvaða bók breytti lífi þínu og
hvernig?
„Það er náttúrulega Jón Oddur og
Jón Bjarni, það var í fyrsta sinn sem
ég las um raunveruleika íslenska
barna, minna jafnaldra. Þeir fóru
til dæmis upp á öskuhauga, ég fór
þangað sjálfur með pabba. Þetta
var nærumhverfi manns, bækurn-
ar voru um okkar tíma og gerðu
það að verkum að líf manns varð
merkilegra, að það væri þess virði
að skrifa bók um það. Ég hef heyrt
svipuð viðbrögð frá börnum sem
hafa lesið fótboltabækurnar mínar
og það gleður mig ótrúlega mikið.
Að önnur börn upplifi það sem ég
upplifði sjálfur.“
Hvaða bók bíður þín næst?
„Ég þarf að fara að skila Brjálaði
tannlæknirinn eftir David Wall-
iams, ég kemst bara ekki inn í
hana. Bókasafn Hafnarfjarðar
verður að sýna smá þolinmæði af
því ég er kominn fram yfir.“
Gunnar Helgason:
Ragna Gestsdóttir
ragna@dv.is