Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Blaðsíða 60
60 FÓLK 13. júlí 2018 Þ egar ég fékk fréttirnar af láti David Bowie fyrir um tveimur og hálfu ári vildi svo til að ég var að spila á tónleikum með bassaleikar- anum af síðustu plötu Bowie, Blackstar, Tim Lefebvre. Þetta var í hléinu og fréttirnar voru mikið reiðarslag fyrir okkur. En hvort sem okkur líkaði bet- ur eða verr urðum við að halda áfram að spila og klára tónleik- ana,“ segir Angelo Bundini, sem undanfarin misseri hefur staðið fyrir tónleikum þar sem fram- úrskarandi tónlistarmenn leika tónlist eftir David Bowie, þar á meðal fyrrverandi meðspilarar Bowie. Tónleikaröðin hefur slegið í gegn og eftirspurnin verið mik- il. Í október verður þessi sýn- ing í Eldborgarsal Hörpu þar sem hljómsveit Bundini og Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands, SinfoniaNord, stilla saman strengi sína í túlkun á verkum meistarans. „Þjálfun mín sem tónlistar- manns liggur mikið í jazzi og til- raunamúsík og ég held að þessi bakgrunnur eigi sinn þátt í því að ég hef laðast að tónlist Dav- ids Bowie. Það er fullkomlega í anda Bowie að þessi hljómsveit samanstendur af mjög fram- sæknum og skapandi tónlistar- mönnum. Við erum til dæmis með Adrian Belew sem spilaði með Bowie og einnig með Frank Zappa. Allur ferill Adrians ein- kennist af frumleika og sköpun og gítarleikur hans er einstakur. Svo erum við með Todd Rund- gren sem hefur komið fram með stórmerkilegar nýjungar bæði í sinni eigin tónlist og sem upp- tökustjóri,“ segir Bundini og stiklar á stóru um það mikla mannval sem einkennir hljóm- sveitina. Snýst ekki um að velta sér upp úr fortíðinni Eru útsetningar ykkar á tónlist Bowie skapandi eða reynið þið að vera trúir hans útsetningum? Hljómar þetta „eins og Bowie“ eða er þetta skapandi túlkun á tónlist hans?“ „Þetta finnst mér vera frá- bær spurning. Þetta er ekki virðingarvottur eða „tribue“ heldur „celebration“ – þ.e. við erum að fagna tón- list Bowie. Þetta er hátíð. Fyrir okkur er ekki hægt að hljóma eins og Bowie nema maður sé skapandi í túlkun sinni á tónlist hans. Þannig að vanalega spil- um við hans þekktustu verk en við setjum alltaf eitthvað frá okkur sjálfum í tónlistina. Við reynum að hljóma eins og Bowie framtíðarinnar fremur en Bowie fortíðarinnar. Ég byggði hljómsveitina á þessari hugmynd. Þetta er tilraun til að þróa tón- list Bowie áfram og halda henni ferskri. Við horfum ekki til baka heldur horf- um við áfram.“ Sýningin Celebrating David Bowie hefur farið víða um heim og eftir Íslandstúrinn í október mun leiðin liggja til S- Afríku þar sem leikið verður í um sjö löndum. „Eftir það verða þetta orðnar fimm heimsálfur og 17 lönd á rúmlega tveimur árum. Árið 2019 ætlum við svo enn að spila á nýjum stöðum,“ segir Bundini sem hlakkar mik- ið til Íslandsferðarinnar í haust. „Allir í hljómsveitinni eru gífurlega spenntir fyrir því að koma til Íslands. Ég held að enginn úr hópnum hafi áður spilað á Íslandi. Og það er mikið tilhlökkunarefni að spila tónlist Bowie í svona glæsilegum tón- leikasal sem Eldborg í Hörpu er. Við hlökkum mikið til tón- leikanna og að hitta Íslendinga. Vonandi gefst okkur tími til að ferðast um landið og skoða okk- ur um.“ Sinfóníuhljómsveit Norður- lands Sinfóníuhljómsveit Norður- lands, sem leikur með hljóm- sveit Bundini á umræddum tónleikum, var stofnuð haustið 1993 og fyrstu tónleikarnir voru haldnir 24. október það ár. Hljómsveitin hefur leikið nán- ast allar tegundir klassískrar tónlistar allt frá barokki til nú- tímatónlistar auk rokks, jazz og popps. Hljómsveitin hefur átt gjöf- ult samstarf við ýmsa aðila og stofnanir, t.d. Tónlistarskóla Akureyrar, Hörpu tónlistarhús, Listvinafélag Hallgrímskirkju, Sinfóníuhljómsveit Færeyja og Leikfélag Akureyrar, m.a. við uppsetningu á söngleikjum á borði við Söngvaseið, Oliver, Rocky Horror, Litlu hryllings- búðina og margt fleira. Árið 2015 var heiti hljóm- sveitarinnar breytt í Sinfoni- aNord og hóf hljómsveitin þá að sérhæfa sig í hljóðritun tón- listar fyrir kvikmyndir auk þess sem hún hefur tekið þátt í stór- um tónleikauppfærslum. Með- al verkefna má nefna stór- myndina „The Perfect Guy“, þáttaröð HBO „The Vikings“ og teiknimyndin „Lói þú flýgur aldrei einn“. Hljómsveitin hef- ur unnið með listamönnum á borð við gítarleikara Genesis, Steve Hackett, Jon Anderson úr YES auk heimamanna eins og Ólafi Arnalds, Todmobile, Dimmu og Amabadama, svo fátt eitt sé nefnt. Nánari upplýsingar um tón- leikana „Celebrating David Bowie“ og miðasala eru á vefn- um tix.is. n Flytja tónlist eftir David Bowie í Hörpu: „Þetta var mikið áfall en við urðum að fara aftur á sviðið og halda áfram að spila“ Angelo Bundini. David Bowie. Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is LEIÐANDI Í GREIÐSLULAUSNUM Greiðslulausnir tengdar helstu afgreiðslukerfum Sjálfstandandi greiðslulausnir og handfrjálsir posar Hlíðasmára 12 201 Kópavogi verifone@verifone.is S: 544 5060
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.