Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Síða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Síða 60
60 FÓLK 13. júlí 2018 Þ egar ég fékk fréttirnar af láti David Bowie fyrir um tveimur og hálfu ári vildi svo til að ég var að spila á tónleikum með bassaleikar- anum af síðustu plötu Bowie, Blackstar, Tim Lefebvre. Þetta var í hléinu og fréttirnar voru mikið reiðarslag fyrir okkur. En hvort sem okkur líkaði bet- ur eða verr urðum við að halda áfram að spila og klára tónleik- ana,“ segir Angelo Bundini, sem undanfarin misseri hefur staðið fyrir tónleikum þar sem fram- úrskarandi tónlistarmenn leika tónlist eftir David Bowie, þar á meðal fyrrverandi meðspilarar Bowie. Tónleikaröðin hefur slegið í gegn og eftirspurnin verið mik- il. Í október verður þessi sýn- ing í Eldborgarsal Hörpu þar sem hljómsveit Bundini og Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands, SinfoniaNord, stilla saman strengi sína í túlkun á verkum meistarans. „Þjálfun mín sem tónlistar- manns liggur mikið í jazzi og til- raunamúsík og ég held að þessi bakgrunnur eigi sinn þátt í því að ég hef laðast að tónlist Dav- ids Bowie. Það er fullkomlega í anda Bowie að þessi hljómsveit samanstendur af mjög fram- sæknum og skapandi tónlistar- mönnum. Við erum til dæmis með Adrian Belew sem spilaði með Bowie og einnig með Frank Zappa. Allur ferill Adrians ein- kennist af frumleika og sköpun og gítarleikur hans er einstakur. Svo erum við með Todd Rund- gren sem hefur komið fram með stórmerkilegar nýjungar bæði í sinni eigin tónlist og sem upp- tökustjóri,“ segir Bundini og stiklar á stóru um það mikla mannval sem einkennir hljóm- sveitina. Snýst ekki um að velta sér upp úr fortíðinni Eru útsetningar ykkar á tónlist Bowie skapandi eða reynið þið að vera trúir hans útsetningum? Hljómar þetta „eins og Bowie“ eða er þetta skapandi túlkun á tónlist hans?“ „Þetta finnst mér vera frá- bær spurning. Þetta er ekki virðingarvottur eða „tribue“ heldur „celebration“ – þ.e. við erum að fagna tón- list Bowie. Þetta er hátíð. Fyrir okkur er ekki hægt að hljóma eins og Bowie nema maður sé skapandi í túlkun sinni á tónlist hans. Þannig að vanalega spil- um við hans þekktustu verk en við setjum alltaf eitthvað frá okkur sjálfum í tónlistina. Við reynum að hljóma eins og Bowie framtíðarinnar fremur en Bowie fortíðarinnar. Ég byggði hljómsveitina á þessari hugmynd. Þetta er tilraun til að þróa tón- list Bowie áfram og halda henni ferskri. Við horfum ekki til baka heldur horf- um við áfram.“ Sýningin Celebrating David Bowie hefur farið víða um heim og eftir Íslandstúrinn í október mun leiðin liggja til S- Afríku þar sem leikið verður í um sjö löndum. „Eftir það verða þetta orðnar fimm heimsálfur og 17 lönd á rúmlega tveimur árum. Árið 2019 ætlum við svo enn að spila á nýjum stöðum,“ segir Bundini sem hlakkar mik- ið til Íslandsferðarinnar í haust. „Allir í hljómsveitinni eru gífurlega spenntir fyrir því að koma til Íslands. Ég held að enginn úr hópnum hafi áður spilað á Íslandi. Og það er mikið tilhlökkunarefni að spila tónlist Bowie í svona glæsilegum tón- leikasal sem Eldborg í Hörpu er. Við hlökkum mikið til tón- leikanna og að hitta Íslendinga. Vonandi gefst okkur tími til að ferðast um landið og skoða okk- ur um.“ Sinfóníuhljómsveit Norður- lands Sinfóníuhljómsveit Norður- lands, sem leikur með hljóm- sveit Bundini á umræddum tónleikum, var stofnuð haustið 1993 og fyrstu tónleikarnir voru haldnir 24. október það ár. Hljómsveitin hefur leikið nán- ast allar tegundir klassískrar tónlistar allt frá barokki til nú- tímatónlistar auk rokks, jazz og popps. Hljómsveitin hefur átt gjöf- ult samstarf við ýmsa aðila og stofnanir, t.d. Tónlistarskóla Akureyrar, Hörpu tónlistarhús, Listvinafélag Hallgrímskirkju, Sinfóníuhljómsveit Færeyja og Leikfélag Akureyrar, m.a. við uppsetningu á söngleikjum á borði við Söngvaseið, Oliver, Rocky Horror, Litlu hryllings- búðina og margt fleira. Árið 2015 var heiti hljóm- sveitarinnar breytt í Sinfoni- aNord og hóf hljómsveitin þá að sérhæfa sig í hljóðritun tón- listar fyrir kvikmyndir auk þess sem hún hefur tekið þátt í stór- um tónleikauppfærslum. Með- al verkefna má nefna stór- myndina „The Perfect Guy“, þáttaröð HBO „The Vikings“ og teiknimyndin „Lói þú flýgur aldrei einn“. Hljómsveitin hef- ur unnið með listamönnum á borð við gítarleikara Genesis, Steve Hackett, Jon Anderson úr YES auk heimamanna eins og Ólafi Arnalds, Todmobile, Dimmu og Amabadama, svo fátt eitt sé nefnt. Nánari upplýsingar um tón- leikana „Celebrating David Bowie“ og miðasala eru á vefn- um tix.is. n Flytja tónlist eftir David Bowie í Hörpu: „Þetta var mikið áfall en við urðum að fara aftur á sviðið og halda áfram að spila“ Angelo Bundini. David Bowie. Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is LEIÐANDI Í GREIÐSLULAUSNUM Greiðslulausnir tengdar helstu afgreiðslukerfum Sjálfstandandi greiðslulausnir og handfrjálsir posar Hlíðasmára 12 201 Kópavogi verifone@verifone.is S: 544 5060

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.