Jökull


Jökull - 31.12.2001, Page 53

Jökull - 31.12.2001, Page 53
Seismic monitoring during a wastewater injection experiment in Svartsengi umhverfisáhrif, smásprungur leggjast sarnan, holur lokast, svæðið þéttist og sígur. Landsig í kringum Svartsengi nær nú yfir 100 km2 svæði. Hraði land- sigsins mælist í réttu hlutfalli við massatöku úr jarðhi- tasvæðinu (Hjálmar Eysteinsson, 2000). Niðurdæling affallsvatns til baka í jarðhitakerfið dregur úr niðurdrættinum. Því hefur um 9.45 milljón- um tonna af 70-80°C heitu affallsvatni verið dælt nið- ur í Svartsengi frá árinu 1984 (Vatnaskil, 2002). Nið- urdæling kaldara vatns í heitt berg skapar mismuna- spennu í berginu. Því ber að hafa í huga möguleg áhrif hennar á skjálftavirkni viðkomandi svæðis. Hækk- andi vökvaþrýstingur vegna niðurdælingar lækkar og brotmörk bergsins, jafnvel svo að það brotni í smá- skjálftum. Þar sem vatn undir þrýstingi leitar strax út í nýmyndaðar sprungur má nota smáskjálftavirkni til þess að rekja slóð affallsvatns neðanjarðar á meðan á niðurdælingu stendur. Vorið 1993 voru settir upp færanlegir jarðskjálfta- mælar umhverfis Svartsengi með það að meginmark- miði að kanna smáskjálftavirkni innan jarðhitasvæð- isins og skrásetja hugsanlegar breytingar á henni í kjölfar niðurdælingar affallsvatns. Fyrstu vikurnar var fylgst með viðvarandi skjálftavirkni og jarðóróa (suði) við Svartsengi í þeim tilgangi að afla upp- lýsinga um hvar verði best að staðsetja varanlegar skjálftamælistöðvar og einnig til þess að fá samanburð á smáskjálftavirkni fyrir og við niðurdælingu. Jafn- hliða voru gerðar endurkasts- og bylgjubrotsmæling- ar til þess að afla upplýsinga um hljóðhraða svæðis- ins sem aftur eru notaðar til kvörðunar á staðsetning- um smáskjálfta. Niðurstöður benda til þess að hægt sé að staðsetja upptök smáskjálfta í jarðhitasvæðinu með innan við 100 m óvissu í láréttu plani og 200 m óvissu í dýpi, ef notaðar eru 6 mælistöðvar eða fleiri. Mælingar á jarðóróa sýndu að órói með tíðni 8-20 Hz er mjög mikill innan virkjanasvæðisins og mestur við borholurnar. Einnig kemur fram 4-6 Hz órói sem sennilegast tengist jarðhitakerfinu. Æskilegt væri að kanna upptök hans nánar. Upptök jarðskjálfta á Reykjanesskaga eru bundin við 2-5 km breitt belti sem liggur í sveig frá Reykja- nestá, um miðjur eldstöðvakerfanna á Reykjanesskaga og austur í Hengil, þar sem það tengist landskjálfta- svæði Suðurlands. Skjálftabeltið markar flekaskil Norður-Ameríku og Evrasíu. Háhitasvæði á Reykja- nesskaga eru yfirleitt staðsett þar sem sprungukerfi skáskera skjálftabeltið. Skjálftabeltið tengir háhita- svæðið í Svartsengi við háhitasvæðið í Eldvörpum. Skjálftavirkni á Reykjanesi var með minnsta móti þá mánuði sem mælingarnar stóðu yfir. Engir skjálft- ar mældust við Svartsengi í tengslum við niðurrennsli 217,6 þúsund tonna af vatni í holu H-6 á tímabilinu frá 19. júlí fram í desember, 1993. Engrar dælingar var þörf þar sem vatnið rann sjálfkrafa niður holuna. Með samanburði við niðurdælingartilraunir erlendis verður að telja þetta eðlilegt. Magn affallsvatns var of lítið og lekt svæðisins of mikil til þess að niðurdæl- ingin hefði veruleg áhrif á vökvaþrýsting svæðisins. Þar sem minnkandi vökvaþrýstingur í jarðskorp- unni hækkar brotmörk bergsins verður að telja að nið- urdráttur grunnvatnsborðs í Svartsengi vegna jarðhita- vinnslunnar hafi haft í för með sér tímabundna fækk- un smáskjálfta á þessu svæði. Engin smáskjálfta- virkni mældist í sambærilegu eftirliti með niðurdæl- ingu í jarðhitasvæðið á Laugalandi í Eyjafirði á árun- um 1997-1999, þrátt fyrir að þrýstingur við holutopp væri þar mun meiri, allt að 30 bör (Guðni Axelsson og fl., 2000). Árleg niðurdæling í Svartsengi náði mest 1.73 milljónum tonna árið 1986 (Vatnaskil, 2002). Engrar aukningar í smáskjálftavirkni varð vart það ár- ið né heldur eftir að mun næmari, stafrænn skjálfta- mælir var settur upp við svæðið árið 1997 en niður- dæling á þessu tímabili hefur mest orðið 0.76 milljón tonn árið 2001. Erlendar rannsóknir sýna að nokkuð algengt er að smáskjálftavirkni aukist í tengslum við niðurdælingu í jarðhitasvæði. Dæmi um slík jarðhitasvæði eru Sal- ton Sea og Geysers í Kaliforníu, Tongonan og Pu- hagan á Filippseyjum, Wairakei á Nýja-Sjálandi, og Larderello-Travale og Latera á Ítalíu (sjá Davis og Frohlich, 1993). Reynsla manna víða um heim hef- ur þó sýnt að oft reynist mjög erfitt að meta samband smáskjálftavirkni og niðurdælingar og að nær ómögu- legt er að gera sér fyrirfram grein fyrir áhrifum niður- dælingar. Þó er ljóst að niðurdælingarþrýstingur hef- ur mikil áhrif á smáskjálftavirknina. Sem dæmi má nefna að smáskjálftavirkni í Wairakei jarðhitasvæðinu jókst markvert árið 1984 þegar affallsvatni var dælt í svæðið undir 20-30 bara þrýstingi við holutopp. Hins JÖKULLNo. 51 51
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.