Jökull


Jökull - 31.12.2001, Side 85

Jökull - 31.12.2001, Side 85
Jöklabreytingar 1999-2000 Örlítið nýsnævi lá á jöklinum og því var Heklu- askan sem litað hefur jökulinn síðan um mitt sum- ar ekki áberandi. Jökulsporðurinn er þakinn mikilli urð vestan til, en alls staðar stendur jökulís framund- an urðinni og í henni glittir víða á ísinn. Ekki fór ég mikið upp á jökulinn, en hvar sem ég skoðaði var yf- irborð hans glerharður ís en ekki hjarn. Að þessu sinni mældi ég fyrst við vestasta merk- ið. Línan þar hittir núna á allstórt vik í jökulsporðinn, eina staðinn á löngum kafla sem ekki er þakinn urð. Þetta er þó vel marktækur staður og sporðurinn mjög greinilegur. Þarna gaf mæling 116m sem er hop um 41 m á 4 árum. Línan við miðmerkið kemur að greinilegum jök- uljaðri framan undir mikilli urð. Mælingin gaf 80 m, sem er hop um 30 m á 4 árum. Mjög marktæk mæling. Við austasta merkið hafði jökullinn greinilega hopað gríðarlega. Virðist sem þunn jökultunga sem ég skoðaði fyrir 4 árum sé nú alveg bráðnuð og lendir línan nú að greinilegum, allbröttum stað á sporðinum. Mælingin gaf 221 m eða hop um 154 m á 4 árum. Eg tek þessa tölu varlega, en tel að framvegis verði meira að marka þennan stað. Að lokum gaf ég mér góðan tíma við að mæla gömlu línuna. Hún er greinileg, en ég fæ tölurnar ekki til þess að passa við eldri upplýsingar. Frá gamla jöklamerkinu að vörðu með bambusstöng 175 m (ekki 75 m eins og misritaðist í síðustu skýrslu). Frá henni að annarri vörðu eru 135 m. I þá vörðu setti ég sópskaft sem ég fann á staðnum. Frá efri vörðunni að jöklinum eru 30 m. Samtals frá merki að jökli 340 m sem er framskrið um 3 m á fjórum árum ef rétt hefur verið mælt. Rétt er væntanlega að taka tillit til þess að síðast hitti mælilínan á 20-30 m vik í jaðarinn, en nú er hann alveg beinn. Eg tek því tölunni fyrir fjórum árum fremur varlega, en þessi tala er alveg klár. Um klukkan 14 hélt ég heim á leið og gekk und- an vaxandi sunnanátt og rigningu niður í dalinn. Var kominn að Bægisá kl. 17:00.“ Grímslandsjökull - Karl Halldórsson og Sigurður Bjarklind fóru 2. september til mælinga í góðu veðri (2. mynd). Gífurlega mikið hafði þiðnað frá í fyrra en þó var 10-15 m breið hjarnrönd yfir sporðinum sem sést af meðfylgjandi mynd. Hann hefur því nokkurn veginn staðið í stað. Leið þeirra lá þaðan upp á Kota- hnjúk og norður á Skálavíkurhnjúk en nú var jökullinn þar norðvestanundir gersamlega ófær vegna sprungna enda mikil leysing í sumar. Langjökull Hagafellsjökull eystri - Theodór Theodórsson tekur fram að stór eyri hefur myndast út í lónið austanvert og gengur inn undir jökulinn með vatn á báða bóga. Jökuljaðarinn liggur úti í lóninu í mælilínunni. Hagafellsjökull vestri - Enn engin merki um fram- hlaup hér. Kirkjujökull -1 athugasemdum Einars Hrafnkels kem- ur fram að flati stórdílótti steinninn (KIR 1997-3), sem var um 1 m upp úr urðinni er nú sléttur við yf- irborð. Um 2 vikum eftir vitjun í fyrra sáust ummerki eftir krapaflóð sem hefur að sögn Guðmundar Inga Haraldssonar flutt fram grjót upp að steininum. Hann hefur þó ekki færst. Sett upp nýtt merki KIR 2000-1. / Jökulkróki - er skeifulaga geil í miðjan jökuljaðarinn en jökullinn sléttur og hreyfingarlaus segir Kristjana G. Eyþórsdóttir. Gönguferðin að mælingastað tók sex og hálfan tíma. Kerlingarfjöll Loðmundarjökull eystri - ísboginn í ár er þunnur og nær 20-30 m upp í jökulinn. Hofsjökull Blágnípujökull - Einar Hrafnkell lýsir íshraukum og virðist jaðarinn, sem var 5-6 m hátt stál í fyrra, hafa hrunið fram. Nauthagajökull - Leifur Jónsson getur þess að jökull- inn lækki nú sem óðast. Malaröxl vestur úr Hjartafelli er að koma í ljós. EYJAFJALLAJÖKULL Gígjökull - Eyri hefur myndast við sporðinn þvert yf- ir lónið og dauðísstykki standa vestan og austan jök- ultungunnar (3. mynd). MÝRDALSJÖKULL Sólheimajökull - Jökulsporðurinn hefur þynnst til rnuna og er nú sléttur og flatur miðað við fyrri ár segir í skýrslu Einars. Hlaupið í fyrra skildi eftir sig 5 m há björg sem eru 15-20 m í ummál við sandinn. Þar er að finna gabbró sem ekki er þekkt í föstu bergi á þessum slóðum. JÖKULL No. 51 83
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.