Jökull


Jökull - 31.12.2001, Síða 105

Jökull - 31.12.2001, Síða 105
Jöklarannsóknafélag Islands ans mældar nákvæmlega. Nokkrar umræður urðu um framtíðarstefnu í skálamálum. Skálarnir þurfa sitt við- hald og töluverð fyrirhöfn er að komast í marga þeirra. Ekki er hljómgrunnur fyrir byggingu skála á nýjum stöðum enda vilja menn leggja áherslu á að halda skál- um félagsins í sæmilegu ástandi. í því sambandi hefur verið ákveðið að nýta vorferðina meira í viðhald húsa á Vatnajökli en gert hefur verið undanfarið. Akveðið hafði verið að byggja nýjan skála í stað þess sem fauk og fara með hann í Esjufjöll í vet- ur. Horfið var að því ráði að fresta smíðinni um til næsta vetrar vegna anna lykilmanna við önnur verk, m.a. fjarveru formanns skálanefndar en hann hef- ur undanfarna þrjá mánuði tekið þátt í leiðangri á Suðurskautslandinu. Er greinilegt að íslenskir jökla- menn eru orðin útflutningsvara og við lauslega athug- un kemur í ljós að vöxturinn í þeim útflutningi er síst hægari en í tölvugeiranum. BÍLAMÁL Bíll félagsins gengdi sem áður mikilvægu hlutverki í vorferð og haustferð félagsins á Vatnajökul. Nokk- ur viðhaldskostnaður er á bílnum enda er oft á hon- um töluvert álag í ferðum. I haust var ákveðið að leigja húsnæði undir bílinn í Eldshöfðanum. Hefur bílanefndin nú aðstöðu þar til að sinna viðhaldi bfls- ins. Er ætlunin að reyna þetta fyrirkomulag fram yfir næstu vorferð og sjá þá til hvernig til hafi tekist. Er m.a. stefnt að því að bíllinn geti verið tilbúinn í sem allra flestar ferðir sem til falla vegna rannsókna fé- lagsins og viðhalds skála. Ekki eru uppi áætlanir urn endurnýjun í allra næstu framtíð. AFMÆLI OG ÁRSHÁTÍÐ í tilefni af 50 ára afmæli JÖRFI, en stofnfundur var 22. nóvember 1950, var efnt til sérstakrar afmælishá- tíðar í Norræna Húsinu laugardaginn 18. nóvember. Þar var flutt dagskrá með þremur erindum. Fyrst tal- aði Magnús Tumi Guðmundsson um jöklarannsóknir og ferðatækni og hvernig framfarir á báðum sviðum hefðu haldist í hendur síðustu 70 árin. Þá flutti Tóm- as Jóhannesson erindi um jöklabreytingar og veður- far og þær miklu upplýsingar sem liggja í sporðamæl- ingum Jöklarannsóknafélagsins. Loks sýndi Magnús Hallgrímsson svipmyndir úr starfi JÖRFÍ í 50 ár. Fór Magnús á kostum enda sagði hann sögur í bundnu og óbundnu máli auk þess að hafa viðað saman í ein- stæða sýningu. Salur Norræna Hússins var þéttskipað- ur þennan dag enda sátu þar um 140 manns, en nokkrir urðu frá að hverfa vegna plássleysis. Að loknurn er- indum bauð félagið upp á kaffiveitingar þar sem m.a. var snæddur Vatnajökull með jökullitaðri marsipan- húð. Þótti hátíðin takast með eindæmum vel og vera félaginu til sóma. Þann sama dag og afmælishátíðin var haldin, var árshátíð félagsins í Sunnusal Hótel Sögu. Hófst gleð- in reyndar með móttöku í boði ATVR við Stuðlaháls. Á árshátíðinni var mikið um dýrðir. Veislustjóri var Magnús Hallgrímsson. Karlakór JÖRFI flutti nokk- ur lög Sigurðar Þórarinssonar í útsetningu og undir stjórn Páls Einarssonar. Hátíðarræður fluttu Ingibjörg Árnadóttir og Halldór Gíslason yngri. Heiðursfélag- ar, sem kjörnir voru á aðalfundi, voru sæmdir jökla- stjörnu félagsins, en það er lítið barmmerki úr silfri í líki snjókristalls. Einnig voru þeim afhent innrömm- uð heiðursskjöl. Árshátíðina sóttu 140 manns og mun hún aldrei hafa verið fjölmennari. Landsvirkjun veitti félaginu sérstakan styrk vegna afmælisins og er hann þakkaður hér. Veg og vanda af skipulagningu árshá- tíðarinnar hafði árshátíðarnefndin og þykir hún hafa unnið afar gott starf. í tilefni afmælisins var ákveðið að gefa út sérstakt sérprent úr Jökli nr. 50, með þremur greinunt um þætti í sögu jöklarannsókna á Islandi. Utgáfan hefur dregist nokkuð, aðallega vegna þess að ein greinin, um jökla- rannsóknir á 5. áratug 20. aldar, reyndist mun um- fangsmeiri og tímafrekari en reiknað var með í upp- hafi. Vonast er til að ritið geti komið út á næstu vik- um. SKIPULAGSMÁL Á VATNAJÖKLI Á árinu fór fram í þjóðfélaginu töluverð umræða um Vatnajökulsþjóðgarð en ríkisstjórnin hefur ákveðið að stofna hann á næsta ári. Landvemd hélt ráðstefnu á Kirkjubæjarklaustri um efnið þann 29. september. Þar sem Jöklarannsóknafélagið er sá aðili sem lengst hefur starfað innan ntarka væntanlegs þjóðgarðs gekk stjórnin eftir því að félagið fengi að kynna sín sjónar- mið og sjónarmið rannsókna almennt, á ráðstefnunni. JÖKULLNo. 51 103
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.