Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 31.12.2001, Qupperneq 107

Jökull - 31.12.2001, Qupperneq 107
Vorferð Jöklarannsóknafélags íslands, 2001 Magnús Tumi Guðmundsson Raunvísindastofnun Háskólans, Hofsvallagötu 53, 107 Reykjavík; mtg@raunvis.hi.is INNGANGUR Ferðin var farin dagana 1 .—10. júní. Lagt var af stað úr Reykjavík um kvöldmatarleytið á föstudag 1. júní og gist í Jökulheimum um nóttina. Daginn eftir hélt hópurinn upp Tungnaárjökul áleiðis í Grímsvötn og Gjálp. Farartækin voru snjóbíll Landsvirkjunar, jepp- ar og vélsleðar. Gekk ferðin uppeftir með afbrigð- um vel enda var færið gott. Sleðahýsi Landsvirkj- unar var flutt beint í Gjálp ásamt heitavatnsbor. Þar urðu fjórir eftir til að vinna við boranir. Hinir héldu beint á Grímsfjall. Þar var búist um og verkefni vik- unnar undirbúin. Fararstjóri í ferðinni var Magnús Tumi Guðmundsson en matarbirgðastjóri var Sjöfn Sigsteinsdóttir. Allvel gekk að vinna verkefni ferðarinnar. Veður var gott að öðru leyti en því að inniseta var þriðjudag- inn 5. júní þegar hvassviðri af norðri gekk yfir með skafrenningi og ofankomu. Veðrinu slotaði á mið- vikudag og þrátt fyrir tafirnar náðist að vinna öll áætl- uð verk. Selstaða var í Gjálp fram á föstudag 8. júní og dvöldu þar að jafnaði fjórir úr hópnum. Fjögurra manna hópur fór til Kverkfjalla fimmtudaginn 7. júní og gisti þar um nóttina. Daginn eftir vann þessi hóp- ur að endurbótum á húsinu. A föstudeginum 8. júní var farin hópferð í Kverkfjöll í fyrirtaksveðri með við- komu í Gjálp á heimleið. Laugardaginn 9. júní var síðan haldið niður Tungnaárjökul til Jökulheima. Færi var nú þyngra en helgina áður. Krapi var víða og sein- farið neðantil. Einn bíll festist kyrfilega í krapanum og náðist ekki upp fyrr daginn eftir. Ekki aftraði það því að haldin var grillveisla í Jökulheimum á laugar- dagskvöldið. Oftast hefur veisla þessi verið haldin á Grímsfjalli en í þetta sinn þótti reynandi að breyta til. Þótti það takast með ágætum. Síðdegis sunnudaginn 10. júní var haldið úr Jökulheimum til Reykjavíkur. Gekk sú ferð stóráfallalaust. Þó fór það svo að einn bíllinn bilaði á Ölfusárbrú, og var það einmitt sá sem dró sleðahýsið. Þurftu þeir Þorsteinn og Hannes að láta bíl og æki renna til baka austur af brúnni á móti umferðinni. Mátti þar engu skeika því ef húsið færi þversum hefði brúin lokast en slíkt er aldrei vinsælt. En allt tókst þetta giftusamlega, annar stýrði en hinn ýtti og síðan var driflokan sem brotnað hafði soðin saman. Til Reykjavíkur var komið á nokkuð hefð- bundnum jöklaferðatíma nokkru eftir miðnætti. RANNSÓKNIR Unnið var að allmörgum rannsóknarverkefnum í ferð- inni eins og endranær. Fyrirferðarmestar voru mæl- ingar tengdar umbrotum síðustu ára í Gjálp og Gríms- vötnum. Verkefnin voru: 1. Vetrarafkoma í Grímsvötnum var mæld þann 3. júní á venjubundnum borstað í miðjum vötnunum (64°24.95'N, 17°20.20’V). Snjólagið mældist 3.8 m á þykkt og vatngildi þess 2.1 m. Afkoma var einnig mæld á Bárðarbungu, Háubungu og tveimur stöðum norðan Grímsvatna. A öllum þessum stöðum var vetr- arafkoman undir meðallagi. 2. Vatnshæð Grímsvatna mældist I370m y.s. Vatns- hæðin hefur verið lág (lengst af 1350-1390 m) allt frá því eftir Gjálpargos. Leki og tíð smáhlaup hafa einkennt Grímsvötn þessi ár. 3. Yfirborð Grímsvatna var kortlagt með DGPS mæl- ingum. Er þannig fylgst með breytingum á ísbræðslu vegna jarðhita. Einnig var gígurinn frá 1998 kannað- ur, einkum þróun jarðhita í honum og í næsta nágrenni hans. Enn er mikill hiti í gígnum. 4. Unnið var að viðhaldi og endurbótum á gufuraf- stöðvum á Grímsfjalli. Einnig var komið fyrir lokuðu keri með loftlögnum fyrir rafstöð sem þjóna mun sem JÖKULLNo. 51 105
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.