Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 14

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 14
14 Ljósmæðrablaðið - júní 2016 Í desember 2015 var á deildarfundi Hjúkrunarfræðideildar við Háskóla Íslands samþykkt tillaga um breytingar á námi í ljós- móðurfræði. Breytt námsskrá felur í sér 120 eininga meistara- nám í ljósmóðurfræði til starfsréttinda. Inntökuskilyrði verða áfram BS nám í hjúkrunarfræði og hjúkrunarleyfi á Íslandi (240 einingar). Alls verða 30 einingar úr BS námi í hjúkrun metnar inn í meistaranám við Hjúkrunarfræðideild. Námsskrá í breyttu námi byggist á endurskoðaðri námsskrá í hjúkrunarfræði sem byrjað var að kenna eftir haustið 2015. Forkrafa fyrir umsókn í ljósmóðurnám er að hafa lokið tveimur valnámskeiðum á 4. ári sem hafa vinnuheitið Kyn- og frjó- semisheilbrigði (6 einingar) og Konur, heilsa og samfélag (10 einingar). Enn fremur að klínískt lokaverkefni í hjúkrunarfræði (10 einingar) sé á sviðum sem nýtast sem grunnur í ljósmóður- námi eins og innan heilsugæslu (t.d. ung- og smábarnavernd), barnahjúkrunar (t.d. nýburagjörgæsla), heilbrigði kvenna, stjórnun, og bráða- og gjörgæsluhjúkrun. Tekið er inn í ljósmóðurnám samkvæmt núverandi kerfi þrisvar sinnum enn, þ.e. haustið 2016, 2017 og 2018. Inntaka og kennsla samkvæmt nýrri námsskrá í ljósmóðurfræði hefst haustið 2019. F.h. námsbrautar í ljósmóðurfræði Ólöf Ásta Ólafsdóttir Tilkynning frá Námsbraut í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild Breytingar á námsskrá í ljósmóðurfræði

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.