Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Qupperneq 2
2 12. október 2018FRÉTTIR
E
inar Gunnar Birgisson,
öryrki á sextugsaldri, stend
ur á krossgötum hvað hús
næðisleit varðar. Um þessar
mundir dvelur hann ásamt eigin
konu sinni á heimili vinar síns.
Þennan vanda vill hann gjarnan
leysa með kaupum á hjólhýsi en
Einar hefur töluverða reynslu af
þeim lífsstíl, sem hann segir vera
gríðarlega misskilinn. Telur Einar
að borgaryfirvöld líti almennt
niður til fólks í slíkri neyð og segir
hann forgangsröðun meirihluta
vera í tómu tjóni. „Í stað þess að
henda peningum í enn eitt snittu
og snobbhúsið væri hægt að nota
þá til þess að kaupa hundruð hjól
hýsi handa fólki,“ segir Einar og
vísar í braggann í Nauthólsvík.
„Ég fór og skoðaði þennan
forljóta bragga og það er algjör
brandari hvað borgin eyðir miklu
í það sem við eigum nóg af fyrir,
einhverja ölstofu og tilheyrandi
skreytingar. Yfirvöld gera sér ekki
grein fyrir kvíða og vandræðum
fólks sem er í húsnæðisvanda,
hvað þetta er mikill öryggisventill.“
Þá bætir hann við lokun tjald
svæðisins í Laugardal yfir vetrar
tímann sé vægast sagt hamlandi
fyrir mann í hans stöðu. Tjald
svæðið verður lokað um vetur
inn og einungis rekinn skamm
tímaþjónusta fyrir ferðafólk, en
þarna bjuggu hátt í tuttugu heim
ilislausir einstaklingar í fyrra yfir
vetrartímann. Þegar Einar frétti af
þessu hafði hann samband við Fé
lagsmálastofnun síðastliðið sum
ar sem sýndi aðstæðunum lítinn
skilning hans sögn. „Þeim var aug
ljóslega alveg sama og ég fékk það
svar að ég gæti þá flutt á Laugar
vatn eða á gistiheimili og borgað
hundrað þúsund krónur fyrir
bedda,“ segir hann.
„Þetta voru einu svörin sem við
fengum úr borgarkerfinu. Það er
verið að hrekja heimilislaust fólk,
sem vill bara lifa góðu lífi, út af
höfuðborgarsvæðinu og hjólhýsi
eru ódýrasta húsnæði sem þú finn
ur. Þetta er lausn sem ég hvet ungt
fólk til þess að kynna sér betur,
frekar en að troða sér einhverjar
kompur í neyð fyrir morðfjár.“
Að sögn Einars eru hjólhýsi
lausn sem borgaryfirvöld hafa litið
fram hjá og þykir honum miður
að fólk í hjólhýsagörðum sé oft
álitið vera „eitthvert hyski“. Einar
segir fólk sem býr í hjólhýsum oft
sett sem hliðstæðu við vandræða
fólk eða fátækt, þetta svonefnda
„trailer trash“. Einar telur þessa
staðalmynd yfirleitt litaða af svæð
um þar sem ekki eru gerðar miklar
kröfur til góðrar umgengni. Hann
segir að hjólhýsagarðar þurfi að
búa yfir sambærilegum umgengn
isreglum og fjölbýlishús til að allt
gangi upp og leyna þau mörg á sér
víða um heim.
„Ég hef búið í hjólhýsagörðum
í Bandaríkjunum, til að mynda í
Colorado, og mér fannst mann
lífið þar alveg frábært,“ segir Ein
ar. „Minn draumur er að það sé til
hjólhýsagarður í landinu. Þá get ég
keypt mér hjólhýsi sjálfur og lifað
góðu lífi í stað þess að vera alltaf í
húsnæðishrakningum.“ n
Á þessum degi,
12. október
1492 – Leiðangur Kristófers Kólumbus
tekur land á Bahamaeyjum í Karíbahafi.
Kristófer stóð í þeirri trú að hann væri
kominn til Indíalanda.
hlutir sem flestir bjuggust við að myndu þurrka út mannkynið
Nýjustu
fregnir
herma
að tími
mannkyns
varðandi við-
brögð við loftslagsvandanum sé
á þrotum og ef ekki verði gripið
til tafarlausra aðgerða muni stór
landsvæði á heimskringlunni
verða óbyggileg. Um er að ræða
eitt stærsta verkefni samtímans.
DV tók saman fimm
hluti sem áttu að
þurrka mannkynið
út en bægja tókst
hættunni frá, að
minnsta kosti í bili.
Kjarnorkuváin
Allt frá því að Banda-
ríkjamenn vörpuðu
kjarnorkusprengjum
á Nagasaki og Hiros-
hima hefur mannkynið
óttast eyðileggingar-
mátt vopnanna. Aldrei
þó meira en meðan
á kalda stríðinu stóð
frá lokum heimsstyrj-
aldarinnar síðari til
ársins 1991. Hættan
er að sjálfsögðu
enn til staðar en ber
þó ekki ábyrgð á
andvökunóttum um
alla veröld.
Ósonlagið
Árið 1985 uppgötvað-
ist gat í ósonlaginu yfir
Suðurskautslandinu.
Næstu ár bárust
fregnir af yfirvof-
andi hörmungum
fyrir mannkynið og
plánetuna. Árið 1987
var Montreal-bókunin
gerð og eftir 1995
hefur framleiðsla
á klórflúorkolefni
verið bönnuð í
flestum þróuðum
ríkjum. Nýjustu
fregnir herma
að ósonlagið sé
smátt og smátt að
lagast.
Tvöþúsund-
vandinn
Í aðdraganda
aldamótaársins 2000
bárust fregnir af því
að helstu tölvukerfi
heims væru í hættu.
Ástæðan var sú að
flest kerfi notuðu
aðeins tvo síðustu
stafina til þess að
aðgreina ár og þannig
gætu tölvukerfi ekki
aðgreint árið 2000 frá
árinu 1900. Spáð var
miklum hörmungum
og umfangsmiklar
aðgerðir voru settar í
gang. Loks sló klukkan
00:00:01 þann 1. jan-
úar 2000 og lífið hélt
áfram eins og ekkert
hefði í skorist.
Eyðni
Á níunda áratug
síðustu aldar gaus
upp alheimseyðn-
ifaraldur og bjugg-
ust flestir við hinu
versta enda sjúk-
dómurinn ólæknandi.
Eyðni er enn í dag stórt
vandamál víða um
heim en öflug lyf hafa
gert það að verkum að
sjúkdómurinn er ekki
lengur sá dauðadómur
sem hann var áður. Nú
þarf bara að tryggja
að allir smitaðir fái
aðgang að þessum
lyfjum.
Svínaflensan
Nýr stofn H1N1-inn-
flúensuveirunnar
uppgötvaðist í
mars 2009
og í kjölfarið
fjölluðu fjölmiðlar
ítrekað um hættuna
sem sannarlega
stafaði af veirunni og
hræðilegar afleiðingar
sem heimsfaraldurinn
gæti haft í för með
sér. Hlutfallslega
hafa þó mjög fáir látið
lífið vegna veirunnar
og í ágúst 2010 lýsti
Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunin því yfir
að faraldurinn væri
liðinn hjá.
1773 – Fyrsta geðsjúkrahæli Bandaríkj-
anna er opnað.
1810 – Oktoberfest er haldin í fyrsta
skipti; Aðallinn í Bæjaralandi bauð
almenningi München til hátíðarhalda
vegna giftingar Loðvíks, krónprins af
Bæjaralandi, og prinsessunnar Theresu
von Sachsen-Hildburghausen.
1928 – Svonefnt járnlunga er notað
í fyrsta skipti á barnaspítala í Boston í
Bandaríkjunum.
1960 – Sjónvarpsáhorfendur í Japan
sjá morðið á Inejiro Asanuma, leiðtoga
Japanska sósíalistaflokksins, í beinni
útsendingu.
Síðustu orðin
„Einn drykk að lokum.“
– Jasper Newton „Jack“ Daniel
(sept. 1850–okt. 1911), stofnandi
viskígerðarfyrirtækisins Jack
Daniel’s.
„Það er verið að hrekja
heimilislaust fólk út af
höfuðborgarsvæðinu
Tjaldsvæðið í Laugardal
Hjólhýsafólk stimplað sem
„trailer trash“.
n Segir fordóma ríkja gagnvart því n Lokun tjaldsvæðisins slæm
Einar vill búa
í tjaldvagni
Tómas Valgeirsson
tomas@dv.is