Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Side 20
20 FÓLK - VIÐTAL 12. október 2018 V ið setjumst niður í baksal veitingastaðarins Hornsins við Hafnarstræti. Það ligg- ur vel á Herði enda er bók hans, Bylting: Sagan sem breytti Íslandi, nýkomin úr prenthúsinu. Hann færir mér eintak og segir: „Nú eru tíu ár frá þessum við- burði á Austurvelli og ég hef unnið að því að skrifa þessa bók all- ar götur síðan. Það þarf að greina fólki frá þessu, því þetta er saga okkar allra og það má ekki halda henni leyndri. Hún er andsvar við öllum þeim hvítþvotti og tilraun- um valdhafa til að endurskrifa söguna.“ Hörður hefur alla tíð haldið dagbækur í tengslum við störf sín í leikhúsinu og víðar. Þetta gerði hann einnig á meðan hann stýrði fundum og mótmælum sem leiddu að lokum til þess að ríkis- stjórn Íslands sprakk og boðað var til kosninga vorið 2009. Hverju ertu að segja frá? „Hvernig staðið var að fundun- um og hvað gerðist. Stjórnmála- menn hafa verið með skens, út- úrsnúninga og heimatilbúnar skýringar á því hvað gerðist og af hverju. Það þarf að svara þeim og leiðrétta.“ Bókin er skrifuð í dagbókarstíl og með innslögum frá fjölda fólks sem upplifði hrunið og mótmæl- in frá mismunandi sjónarhornum. Listamenn, stjórnmálamenn, lög- reglumenn, fræðimenn og fleiri. Einnig sjónarhornum erlends fólks á þessa tíma. Þá eru listað- ir allir þeir viðburðir sem haldnir voru og þau bréf sem send voru til ráðamanna. Hörður segir bókina í raun vera kennslubók um hvern- ig eigi að standa að mótmælum með friðsamlegri en jafnframt ár- angursríkri aðferð. Sýnileiki til að takast á við fordóma Hörður er aðgerðarlistamaður og pólitískt starf hefur fylgt hans sköpun um áratuga skeið. Bæði í tónlist og leiklist. Rót þessa má finna í hans eigin lífi og baráttu fyrir viðurkenningu sem samkyn- hneigður maður. „Átján ára gamall gerði ég mér grein fyrir þessu og fór ekki í felur með þetta. Ég þverneitaði að láta berja mig niður þrátt fyrir þær árásir sem ég varð fyrir. Þegar ég gekk í gegnum leiklistarnám, þá var það mjög algengt að veist væri að mér og ég varð niðurbrot- inn ungur maður. En ég hafði ekki skap í mér til að fara í felur. Ef ég mátti ekki vera sá sem ég er, hver átti ég þá að vera? Þegar maður mætir slíku fólki, sem reynir að niðurlægja annað fólk með hnef- ann á lofti, sér maður hversu mikil heimska og illska þetta er. Það var lengi þjóðarsport að taka fólk nið- ur sem féll ekki inn í normið. Þetta skelfilega ástand var knúið áfram af mikilli vanþekkingu og alkóhól- isma.“ Nánustu vinir Harðar vissu að hann væri samkynhneigður þegar Leiddi byltinguna á Austurvelli og galt fyrir það í einkalífinu Eftir að bankarnir hrundu haustið 2008 og hrikti í stoðum samfélagsins, steig einn maður fram og skipulagði mótmæli fyrir utan þinghúsið á Austur- velli. Sá maður var Hörður Torfason, söngvaskáld og þekktur baráttumaður fyrir réttindum samkyn- hneigðra. Í fimm mánuði stýrði hann fundum þar til stjórnin féll og boðað var til kosninga. Hörður hefur nú gefið út minningar sínar frá þessum tíma með það markmið að miðla af reynslu sinni til komandi kynslóða. Hörður ræddi við DV um þessa átakatíma. „Hann steytti hnefann að mér og sagði mér að snáfa aftur í vél- ina þar sem ég ætti heima Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is n Gefur út bók um mótmælin n Baráttumaður í meira en fjörutíu ár n Veist að heimili Harðar og persónu Stofnandinn Segir að Samtökunum ’78 hafi verið rænt. Myndir/Hanna Hörður Torfason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.