Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Side 24
24 12. október 2018FRÉTTIR 3 SKREF BÓKHALDSÞJÓNUSTA LÖGFRÆÐIRÁÐGJÖF EIGNASKIPTAYFIRLÝSINGAR • Skráningartöflur • Eignaskiptayfirlýsingar • Eftirfylgni EIGNASKIPTAYFIRLÝSINGAR ÞARABAKKA 3 S. 578 6800 H eilmiklu var stolið af mér,“ segir Ásgeir Gunnarsson úr Keflavík verulega ósáttur um vinnubrögð þeirra Halldórs Inga Ólafssonar og Lárus- ar Kristins Viggóssonar. Báðir tveir eru sakaðir um að hafa ítrekað stolið kerrum, vinnuvélum, fylgi- hlutum og verkfærum, svo nokkur dæmi séu nefnd, upp á fleiri millj- ónir króna. Þeir sem hafa gögn fyrir hinum meinta þjófnaði vilja meina að margir hafi lent í þessu. DV fékk í hendurnar lista yfir ýmsa einstaklinga sem sagt er að hafi verið svindlað á. Einn þeirra vildi ekki tjá sig við fjölmiðla og ekki náðist í tvo aðra. Þá komst DV í samband við iðnaðarmann sem vildi halda nafnleynd. Sá maður kærði Hall- dór fyrir þjófnað á kerru og beið eftir niðurstöðu í tæplega tvö ár en ekkert var gert. Heimildarmaður- inn segist hafa leitað að kerrunni og á endanum fundið hana á haug þegar hann sá að skráningarnúm- erið stemmdi við hans kerru. „Þessir menn eru undir ein- hverjum verndarvæng hjá lög- reglunni. Ég borgaði hundrað þús- und krónur í lögfræðing fyrir ekki neitt þegar ég kærði Halldór. Hann vísaði málinu á bug og yfirvöld sögðu mér að það væri erfitt að fá leitarheimild til þess að kanna svæðið heima hjá honum,“ segir heimildarmaðurinn. Þjófnaðarslóð á Ísafirði Halldór Ingi er skráður til heim- ilis á Ási á Hvammstanga, en heimildarmaðurinn segir hann ekki búa þar. „Hann er til húsa á Skógarási og býr þar með ein- hverri konu. Hann hefur aldrei búið á Hvammstanga.“ Samkvæmt heimildum DV eru tveir bræður Halldórs starfandi lögregluþjónar, en Lárus starf- aði sjálfur sem lögregluþjónn á Grundarfirði á árum áður. Í kjöl- far starfsloka gerðist Lárus eigandi fyrirtækisins Vörslusvipting hf. en afskráði fyrirtækið árið 2007. Þá stofnaði hann fyrirtækið LMS sem varð síðar að fyrirtækinu Vörslu- sviptingar ehf. til ársins 2010. Þá stofnaði hann innheimtuþjón- ustuna T-9 ehf. Heimildarmenn DV segja að Halldór hafi gert að vana að leigja út vinnuvélar sem voru stolnar, að fela tæki víða og selja þau er- lendis. Árið 1995 stofnaði Halldór fyrirtækið Flugkistur, sem varð síð- ar gjaldþrota árið 2005. Árið 2009 skráði hann fyrirtækið Vesturleið- ir á sömu kennitölu, sem varð síð- ar að fyrirtækinu A&B ferðir árið 2011, sem sérhæfir sig jafnframt í leigu á vinnuvélum og tækjum. Einnig stofnaði hann, árið 2011, Fjárfestingarfélagið Spotta, sem varð síðar að Iceland Sightseeing Tours. Í kringum 2014 stofnaði hann svo nýtt fyrirtæki undir nafn- inu Vesturleiðir og er það skráð á Akranesi. Halldór er líka sagður sjá um ferðaþjónustu og útkeyrslu fyrir veitingastað í Hafnarfirði og sé það allt saman greitt með svörtu samkvæmt heimildarmanni. „Þetta er eitt stærsta þjófnaðar- mál á tækjum og bílum sem ég hef vitað af. Halldór Ingi er búinn að vera að stela í áraraðir í skjóli næt- ur og það er þjófnaðarslóð eftir hann á Ísafirði. Hann er að fela dót í gámum á Skógarási, allt saman þýfi,“ segir heimildarmaður DV. Þýfið við Hvalfjarðargöngin „Ég skil ekki hvernig hann kemst upp með þetta,“ segir Sigurður Pétursson úr Kópavoginum um Halldór. Sigurður tekur fram að lögreglan hafi ekkert gert í mál- inu. Hann hefur kært Halldór en segir lögregluna hafa stungið Tómas Valgeirsson tomas@dv.is „LÖGREGLAN ER ALVEG GETULAUS Í ÞESSU“ nÞjófnaðaslóð á Ísafirði „Þetta var allt tekið og gert undir ber- um himni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.