Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Síða 47
Jólagjafir og gjafabréf 12. október 2018 KYNNINGARBLAÐ PALLI HNÍFASMIÐUR: Listaverk til notkunar Þegar land var skógi vaxið frá landnámi til 1200–1300 var hægt að búa til kol hér og framleiða stál. En eftir tímabil kulda og afáts á landinu hurfu skógarnir og þá var ekki hægt að vinna kol hér. Þar með var ekki hægt að framleiða stál og því voru allir hnífar innfluttir næstu aldirnar,“ segir Páll Kristjánsson, Palli hnífasmiður, sem býr til hnífa í smiðju sinni að Álafossvegi og eru þeir miklir listagripir. Þessir gripir eru mjög vinsælir hjá erlendum ferðamönnum og hjá þeim gengur Palli undir nafninu The Kni- femaker og kynnir framleiðslu sína á vefsíðu sem er á ensku. „Það er miklu minni hefð fyrir hnífum hjá Íslendingum en meðal annarra þjóða og raunar minni hefð fyrir því að kaupa handverk,“ segir Páll. Engir tveir hnífar eru eins „Ég kaupi blöðin að utan en sköftin bý ég til úr innlendum efnivið og með þeim hætti að það eru engir tveir hnífar eins,“ segir Palli en hann notar meðal annars íslenskt tré, hreindýrshorn, hófa og klaufir, hrútshorn, hvaltennur og hvalbein og fleira sem efnivið. „Ég er annars vegar með veiðihnífa og hins vegar eldhúshnífa. Ég geri veiðihnífana sjálfur en kona að nafni Soffía Alice Sigurðardóttir gerir eldhús- hnífana,“ segir Palli. Þessir fallegu gripir kosta sitt enda er þetta engin fjölda- framleiðsla. Ódýrustu veiðihnífarnir kosta 25.000 kr. og ódýrustu eldhús- hnífarnir eru frá 45.000 kr. En fólk er að fá einstakan grip í hendurnar. „Þetta eru listaverk til notkunar,“ segir Palli og með því á hann við að samhliða því hnífarnir henti til hagnýtr- ar notkunar séu þeir listagripir. Sjáðu listamanninn að störfum Listagripir Palla eru til sýnis og sölu á tveimur stöðum, annars vegar í versl- uninni Brynju við Laugaveg, en hins vegar í smiðju hans að Álafossvegi 29 í Mosfellsbæ. Þar má sjá listasmiðinn að störfum og spjalla við hann og úrvalið er öllu meira þar en í Brynju. Opið er að Álafossveginum frá kl. 9 til 18 virka daga. Gjafabréf eru í boði fyrir þá sem vilja gefa ástvini einstakan smíðisgrip og nytjahlut í jólagjöf. Þess má geta að Palli býður upp á helgarnámskið þar sem fólk smíðar hníf og slíðrar hann. Námskeiðið er einnig tilvalið sem gjöf. Verð er 30.000 kr. Ef næg þátttaka fæst mun Palli halda sams konar námskeið úti á landi. Nánari upplýsingar í síma 899- 6903 og á vefsíðunni knifemaker.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.