Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Page 55
KYNNING
MI ICELAND:
Borgaðu minna fyrir meira
Mi Iceland er viður-kenndur endursölu- og dreifingaraðili
á Íslandi fyrir kínverska
snjalltækjaframleiðandann
Xiaomi, betur þekktan sem
Mi, sem hefur skapað sér
sterkan sess í tækniheiminum
á stuttum tíma með áreið-
anlegum tækjum á góðu
verði. Fyrsti síminn frá Mi
kom á markaðinn árið 2011
og aðeins þremur árum síðar
var framleiðandinn orðinn sá
þriðji stærsti í heiminum.
Mi framleiðir miklar gæða-
vörur en þar sem merkið er
ekki jafnþekkt og til dæmis
Samsung eða Apple þá eru
þessar vörur yfirleitt mun
ódýrari en þekktari merki
í sama gæðaflokki, allt að
þrefalt ódýrari.
Mi Iceland er vefversl-
un á síðunni mii.is og er
úrvalið afar mikið. Sífellt
eru að koma fram nýjar og
spennandi vörur. Hér eru
nokkur nýleg dæmi:
Mi Band 3
Það hefur verið mikil eftir-
vænting síðastliðið vegna
nýja snjall- og heilsuúrsins
frá Xiaomi, Mi Band 3. Biðin
hefur svo sannarlega verið
þess virði þar sem allt hefur
verið betrumbætt frá for-
vera þess, Mi Band 2. Helstu
eiginleikar úrsins eru enn
stærri skjár þar sem hægt er
að skoða heil SMS-skilaboð,
stærri rafhlaða, vatnshelt að
50 metra dýpi svo ekkert mál
að taka það með sér í sund
og veðurupplýsingar næstu
daga svo eitthvað sé nefnt.
Það sem gerir þetta snjallúr
ólíkt mörgum öðrum er
möguleikinn á að skipta um ól
á úrinu og gjörbreyta á sama
tíma útliti þess.
Mi 8
Árið 2012 setti Xiaomi á
markað sinn annan síma, Mi
2, sem varð strax það vinsæll
að Xiaomi varð 2. stærsti
farsímaframleiðandi í heim-
inum það ár. Nú, sex árum
seinna, hefur tæknin þróast
gífurlega og Xiaomi sannar
það svo sannarlega með
Mi 8. Síminn hefur tvöfalda
12MP myndavél að aftan og
20MP myndavél að framan
með AI-assisted face
unlock sem gerir þér
kleift að aflæsa
símanum með því
einfaldlega að
horfa á hann. Nýi
Snapdragon 845
örgjörvinn og 6GB
vinnsluminni gerir
símann að sannkölluð-
um vinnuhesti.
Mi A2
Í fyrra kom á mark-
að fyrsti síminn sem
unninn var í sam-
starfi við Google, Mi
A1. Síminn fékk strax
frábærar viðtökur og
hefur salan farið langt
fram úr væntingum
úti um allan heim. Í ár
kom Mi A2 og hefur
flest, ef ekki allt, verið
betrumbætt frá forvera
hans, Mi A1. Samstarf
Xiaomi og Google ligg-
ur fyrst og fremst í hreinu
Android-stýrikerfi sem hefur
marga kosti í för með sér en
sá mikilvægasti er að síminn
sjálfur er hraðari fyrir vikið
og uppfærslur á stýrikerf-
inu skila sér mun fyrr. Mikil
áhersla hefur verið lögð á að
bæta myndgæðin við dimm
skilyrði og myndgæðin al-
mennt. Myndavélin að aftan
er tvöföld 12MP + 20MP og
20MP að framan.
iHealth hitamælir
Hvað er það fyrsta
sem þú hugsar
um þegar
kemur að
haustinu? – Rigning, kvef og
hiti. Það eiga allir gamlan
hitamæli heima en af hverju
hafa hitamælar lítið sem ekk-
ert þróast síðustu ár? iHealth
-hitamælirinn er svo sannar-
lega rétt þróun á hitamælum
og ætti að vera staðalbún-
aður á öllum heimilum. Það
sem einkennir þennan hita-
mæli er ekki bara fallegt útlit
heldur er hann einnig snerti-
laus. Þetta þýðir að þú
þarft einungis að
beina hitamælinum
að manneskju úr 3
sentimetra fjar-
lægð og
hitamælirinn skilar þér
niðurstöðum á innan við 1
sekúndu. Þar sem hann er
snertilaus þarftu ekki að
hafa jafn miklar áhyggjur af
því að þrífa hann eftir hverja
einustu mælingu eins og með
aðra hitamæla.
Flestir símarnir frá Mi
Iceland ásamt fleiri vörum
(Mi Band 3, Mi Scale 2, Mi
Bluetooth speaker, ferða-
hleðslur og aukahlutir) eru
komin í sölu hjá símafyrir-
tækinu Hringdu ásamt því að
vera til sölu í vefverslun Mi
Iceland á mii.is.
Mi Iceland sendir hvert
á land sem er og er enginn
sendingarkostnaður. Sjá
nánar á vefsíðunni mii.is.