Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Qupperneq 57

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Qupperneq 57
TÍMAVÉLIN 5712. október 2018 FYRSTA BORGARALEGA GIFTINGIN ÞVINGUÐ UPP Á LANDSMENN n Mormónar í stríði við sóknarprest U ndanfarin ár hafa ríflega 20 prósent af öllum hjóna­ vígslum verið borgaralegar en sá réttur hefur ekki alltaf verið til staðar. Árið 1874 fengu Ís­ lendingar stjórnarskrá að gjöf frá konungi og ári síðar reyndi fyrst á ákvæði hennar er varða þessi borg­ aralegu réttindi, þegar mormóna­ par vildi giftast. Presturinn kærði giftinguna Í Vestmannaeyjum bjó hópur mormóna sem trúboðinn Loftur Jónsson frá Þorlaugargerði stýrði. Einn af þeim sem snerist til trúar­ innar var Magnús Kristjánsson og ætlaði hann að fara vestur til Brasilíu með skipi. En ekkert varð úr því og kynntist hann þá hálf­ fimmtugri ekkju, Þuríði Sigurðar­ dóttur, og hófu þau sambúð. Loftur krafðist þess að þau giftust þar sem þau sváfu í sama herbergi. Þessa vígslu framkvæmdi Loftur sjálfur árið 1873. Sóknarpresturinn í Eyjum, Brynjólfur Jónsson, var smeykur við uppgang mormóna og leit á þessa giftingu sem beina ógnun við vald sitt. Kærði hann giftingu Magnús­ ar og Þuríðar til amtmanns og í des­ ember árið 1874 var giftingin úr­ skurðuð ólögmæt. Þeim var sagt að þau gætu annaðhvort fest heitin hjá sóknarprestinum eða þau yrðu að slíta samvistir. Í stað þess að skilja ákváðu Magnús og Þuríður að beygja sig fyrir þjóðkirkjunni og báðu Brynjólf um að sjá um athöfnina. En þá brást hann hinn versti við og neit­ aði þeim þar sem þau væru úr öðr­ um trúflokki. Skipaði hann þeim að skilja ellegar myndu þau hljóta alvarlega refsingu. Málið var hins vegar flókið því þau höfðu tekið að sér barn og nú átti að fara að sundra fjölskyldunni vegna trúarskoðana. Hreppsnefnd fór í hart við prestinn og sendi honum aðvörunarbréf. Í kjölfarið gaf hann út sambúðarleyfi handa Magnúsi og Þuríði en hann vildi enn ekki gifta þau. Magnús undi þessu ekki og sendi landshöfðingja bréf sem var áframsent til konungs. Var þar vísað í ákvæði hinnar nýju stjórnarskrár Íslands um trúfrelsi. Skipun frá konungi Í stjórnarskránni kvað á að enginn mætti missa sín borgaralegu réttindi sökum trúarbragða. Engu að síður voru ekki til nein lög um borgaralegt hjónaband hér á landi. Þurftu þau þess vegna að fá kon­ ungsúrskurð um ráðahag sinn og var hann veittur árið 1875. Með úr­ skurðinum var sýslumanninum í Vestmannaeyjum gert skylt að gefa Magnús og Þuríði saman og þótti þetta hin mesta furða. Í blaðinu Ísa­ fold þann 17. desember segir: „Ef maður kæmi á bæ og segði það í fréttaskyni, að sýslumaðurinn hefði núna um daginn gefið karl og konu saman í hjónaband, þá mundu menn líklega fyrst og fremst ætla, að gestinum hefði orðið mis­ mæli, og hefði hann nefnt sýslu­ mann fyrir sóknarprest, eða þá að hann í spaugi hefði haft hausavíxl á sýslumanni og sálusorgara, því þeir mundu færri er, tækju slíka fregn í fullri alvöru.“ Með úrskurðinum var lands­ höfðingja sendar ítarlegar skýringar á hvernig þessi vígsla skyldi fara fram og voru þær byggðar á sam­ bærilegum reglum í Danmörku. Þar hafði slík hjónavígsla viðgeng­ ist í tæp 25 ár. Vígslan var hins vegar talin auðveldari fyrir sýslumenn en presta. Í Ísafold stendur: „Þeir mega og eiga jafnan að nota sömu ræðuna, og þurfa ekki að vera að basla við að leita að texta og leggja út af honum, eins og ves­ alings prestarnir.“ Magnús og Þuríður voru gefin saman af sýslumanninum í Vest­ mannaeyjum fimmtudaginn 30. mars árið 1876, klukkan tólf á há­ degi. Árið 1879 fluttu þau upp á land og bjuggu saman á Stokkseyri, einu mormónarnir á staðnum. Þau létust bæði árið 1910. n FLETTU MANN KLÆÐUM OG NIÐURLÆGÐU Á rið 1679 voru þrír menn í Skaftafellssýslu dæmdir fyrir að beita þann fjórða, Hallstein Eiríksson, háðulegri meðferð. Þetta voru þeir Guðmundur Vigfússon, Jón Sveinsson og Jón Jónsson. Þessi óprúttnu menn komu í heimsókn til Hallsteins, flettu hann klæðum og steyptu síðan blautum skinnstakki yfir hann allsberan. Eftir þetta leiddu þeir hann í kringum bæinn í viður­ vist allra þar og þótti hin mesta svívirða. Hallsteinn kærði þetta til Al­ þingis og í lögréttu voru varnir þremenninganna ekki tekn­ ar trúanlegar. Skyldu þeir vera jafnsekir fyrir þetta athæfi sem væri öðrum „ljótlegt eftirdæmi.“ Í miska þurftu þeir að greiða Hallsteini „tvöfalt fullrétti“ ef þeir ættu það til. Að auki var þeim gert að gangast undir líkamlega refs­ ingu og hafði valdsmaðurinn Einar Þorsteinsson yfirumsjón með henni. Í dómabók er þess þó ekki getið hvort þremenn­ ingarnir þurftu að undirgangast sams konar niðurlægingu og Hallsteinn eða þá sígilda hýð­ ingu.n Við gömlu höfnina EILÍF HAMINGJA GRILLAÐ ÞORSKSPJÓT, HUMARSÚPA & BRAUÐ HÁDEGIS TILBOÐ VIRKA DAGA 2.850 Í FANGELSI VEGNA TRÚAR SINNAR A ðfaranótt laugardagsins 23. maí árið 1970 átti sér stað sá fátíði atburður að Íslendingur sat í fangelsi vegna trúarskoðana sinna. Var það hins vegar ekki vegna þess að trú hans var talin glæpsamleg heldur sat hann inni til þess að geta þreytt próf við Háskóla Íslands. Maðurinn tilheyrði söfnuði að­ ventista og stundaði læknisnám við háskólann. Þennan laugar­ dag var haldið efnafræðipróf fyrir 95 nemendur og átti maðurinn að þreyta það til að geta haldið nám­ inu áfram. Samkvæmt trú aðventista er laugardagurinn heilagur hvíldar­ dagur og þeim ekki heimilt að stunda neitt erfiði. Yfirvöld lækna­ deildar komust ekki að þessu fyrr en skömmu fyrir prófið og því of seint að færa það til. Samkvæmt prófreglum háskólans var heldur ekki hægt að gera sérstakt próf fyrir aðventistann. Neminn hafði sjálfur frumkvæði að því að leysa vandann með mjög sérstökum hætti. Sendi hann skrif­ lega ósk um að hann fengi að taka sama próf og aðrir á föstudeginum en myndi síðan dvelja í fangelsi þar til samnemendur hans tækju próf­ ið. Lögreglustjóri veitti samþykki fyrir þessari lausn. Neminn þreytti prófið á föstu­ dagskvöldið og lauk við það klukk­ an tíu. Fyrir utan stofuna biðu tveir lögregluþjónar sem fylgdu honum að lögreglustöðinni við Hverfisgötu þar sem hann var settur í einangr­ unarklefa. Var honum sleppt klukk­ an níu morguninn eftir. n skipstjóranum að Eyjum. Fékk ræðismaðurinn þær upplýsingar frá breskum yfirvöldum að skipið yrði sent til Íslands og Bowman látinn svara til saka. Hjörtur var hins vegar ekki látinn bíða eftir því heldur fékk hann far með skipinu Björnefjell og kom til Íslands í byrjun júní. Þó að hann hafi verið fórnarlamb mannráns sagði hann að fyllstu kurteisi hefði verið gætt á leiðinni til Skotlands og hon­ um ekki orðið meint af. Málið vakti mikla athygli hér á landi og í Aberdeen og var mikið fjallað um það í blöðunum. Ekki er vitað hvort Bowman hafi verið dreg­ inn til ábyrgðar í Bretlandi en skip­ ið kom að minnsta kosti ekki aftur hingað til lands. Titringinn má að miklu leyti skýra út frá því að tölu­ verðar samgöngur voru á milli Ís­ lendinga og íbúa Aberdeen á þess­ um tíma. Til dæmis voru mörg íslensk fiskiskip smíðuð í borginni og því miklir hagsmunir í húfi. Þessi tvö undarlegu mál vekja óneitanlega upp spurningar. Tveir íslenskir sjómenn með sama nafn lenda í hremmingum í sömu borg með aðeins fjögurra ára millibili. Gæti það verið ótrúleg tilviljun eða tengjast þau á einhvern hátt? Árið 1951 hefur nafnið Hjörtur Bjarna­ son verið vel þekkt nálægt höfninni í Aberdeen enda hafði það oft kom­ ið fram í dagblöðunum. Auk þess voru alnafnarnir tveir ekki ólíkir í útliti. Gæti hinn seyðfirski sjómaður mögulega hafa verið tekinn í mis­ gripum fyrir hinn ísfirska og hon­ um veittur miski vegna hins fyrra máls? n Séra Brynjólfur Jónsson Var þeim Magnúsi og Þuríði erfiður. Þjóðviljinn 15. júlí 1979 Páll Steingrímsson leikstýrði heimildamynd árið 1979. Háskóli Íslands Alþýðublaðið 12. september 1970. Hirti skilað Úr skosku dagblaði. Ný saga 1. janúar 1990 Hýðingum var beitt á Alþingi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.