Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Blaðsíða 66
66 FÓLK 12. október 2018 Jóhann keyrði aftan á bíl og tognaði á hálsi. Hann fékk 3,7 m.kr. í bætur. Lifðu lífinu - Við sækjum bæturnar. Þau voru einu sinni pör Fjölmiðla- og kabarettkonan Margrét Erla Maack var um tíma í sambandi við fjölmiðlamanninn Kristin Hrafnsson. Talsverður aldursmunur er á parinu, rúmlega 20 ár, en á móti kemur að þetta baráttufólk á margt sameiginlegt. Margrét hefur gert sig gildandi í metoo-umræðunni undanfarin misseri og greint frá áreiti sem hún hefur orðið fyrir sem skemmtikraftur. Á dögunum var síðan greint frá því að Kristinn væri tekinn við sem ritstjóri Wikileaks. Um tíma voru grínistinn Sóli Hólm og fegurðardrottningin Unnur Birna par. Barátta Sóla og sigur hans á krabbameini vöktu mikla athygli fyrir nokkru en síðan þá hefur grínistinn gert það gott sem sjónvarps- og útvarpsmaður auk þess sem uppistandssýn- ingar hans hafa slegið í gegn. Unnur Birna hefur haldið sig frá sviðsljósinu undanfarin ár en gerir það gott í réttarsölum landsins sem útsjónarsamur lögfræðingur. Katrín og Davíð voru sambandi í um sjö ár ár og bjuggu saman um tíma. Ástin kviknaði í sjónvarpsþættin- um Gettu betur en þar var Davíð Þór spyrill en Katrín stigavörður. Davíð Þór hefur sjálfur látið hafa eftir sér að Katrín hafi gefist upp á honum vegna þeirrar staðreyndar að hann var fár- sjúkur alkóhólisti á þessum árum. Síðan þá hafa bæði tvö blómstrað á nýjum vettvangi. Katrín sem forsætisráðherra þjóðarinnar en Davíð Þór sem vinsæll prestur í Vestur- bænum. Engilbert og Ragga voru par um tíma á síðari hluta áttunda áratugarins. Engilbert var þá þjóðþekktur tónlistarmaður, sérstaklega fyrir sitt framlagt til hljómsveitanna Hljóma, Óðmanna, Tilveru, Trúbrots og Ðe lónlí blú bojs. Á þessum árum var Ragga að stíga sín fyrstu skref sem söngkona, bæði á eigin vegum en einnig með hljómsveitinni Lummurnar. Óþarfi er síðan að rekja feril hennar enda er Ragga ein dáðasta tónlistar- kona Íslands. Hún og Engilbert eignuðust dóttur árið 1977. Ásgeir Kolbeinsson var um árabil einn heitasti piparsveinn landsins. Það þótti því ætíð fréttnæmt þegar „dýrið var tamið“ eins og kom svo snyrtilega fram í umfjöllun Vísis í febrúar 2011. Þá hafði ungur laganemi, Sunna Elvíra Þorkelsdóttir, nælt sér í goðið. Samband þeirra varði þó aðeins í skamma hríð. Eins og frægt varð fór umfjöllun um alvarlegt slys Sunnu Elvíru og eftirmála þess sem eldur í sinu um íslenskt samfélag í byrjun árs. Sólmundur Hólm og Unnur Birna Vilhjálmsdóttir Engilbert Jensen og Ragnhildur Gísladóttir Margrét Erla Maack og Kristinn Hrafnsson Katrín Jakobsdóttir og Davíð Þór Jónsson Ásgeir Kolbeins og Sunna Elvira
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.