Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Síða 22
22 MATUR 21. desember 2018 Hefðirnar, sko. En síðan smakka þau og verða ánægð,“ segir Krist- inn og bætir við að það sé fínt að jólin séu bara einu sinni á ári, mat- arlega séð. „Ég hef ekkert á móti söltuðu eða reyktu kjöti – það er alveg æðislegt. En þetta er fullmikið af því góða á mjög stuttum tíma. Ég flyt inn til landsins fjögur kíló af vatnsbjúg þegar ég fer aftur heim til Belgíu þannig að ég er alltaf fjórum kílóum þyngri en þegar ég fór til Íslands,“ segir Kristinn og brosir. Ný sería tekin upp á Reykjanesi Eins og áður segir tekur Kristinn upp þættina SOÐ á vinnustofu sinni í Belgíu. Hingað til hefur hann séð um allt sjálfur – tekið upp, klippt og sent til Sjónvarps Símans, en allt það ferli segir hann taka um þrjá vinnudaga fyrir einn þátt. Í vor verður þó breyting á þegar ferðasería um Reykjanes lítur dagsins ljós. Þá vinnur Krist- inn með tökumanni, en segir að þættirnir snúist ekki endilega um matarmenningu á Reykjanesi. „Þetta er aðallega ég úti í nátt- úrunni að elda eitthvað og reyna að tengja það Íslandi, frekar en Reykjanesi sérstaklega. Ég er með myndatökumann með mér þannig að þetta er eitt skref í áttina að sjónvarpsgerð frekar en vlog-gerð. Ég lifi yfirleitt í núinu og stefni á að halda áfram að gera það sem ég vil gera. Það er greinilegt að fólk vill horfa á SOÐ og ég er með ýmsar pælingar um hvert mig langar að fara með það. Ég held að ég muni samt alltaf halda í þennan grunn sem ég er búinn að búa til,“ segir Kristinn. Þessi grunnur felst í raun í því að gera matreiðslu einfalda og um leið gera grín að sér sjálfum og óförum sínum í eldhúsinu. „Ég held að hugmyndin hafi upprunalega kviknað því ég var orðinn þreyttur á venjuleg- um kokkaþáttum. Ég hef horft á kokkaþætti síðan Siggi Hall var og hét á Stöð 2 í gamla daga og kom alltaf heim úr skólanum og horfði á Sigga Hall. Í þessum kokkaþátt- um er svo mikill hátíðleiki. Það er allt svo fullkomið – búið að skera laukinn og búið að vinna alla undirbúningsvinnuna. En að vinna í eldhúsi er ekki svo full- komið. Það klúðrast alltaf eitthvað eða maður gleymir einhverju á eldavélinni. Mér fannst vanta það. Mig langar að fólk horfi og hugsi: Ég get þetta líka fyrst þessi vitleys- ingur getur gert þetta,“ segir Krist- inn og hlær. „Mér finnst gaman að gera grín að sjálfum mér. Ég hef gaman af því að klikka. Stundum þarf ég að klippa eitthvað út því það er of mikið. Þá hlæ ég oft upp- hátt þegar ég er að klippa þáttinn. Sit kannski á kaffihúsi hlæjandi að sjálfum mér, átta mig svo á að fólk er að horfa á mig að horfa á mig að hlæja að mér. Það er fáránleg til- finning.“ Var sagt að verða ekki kokkur En hvaðan kemur þessi óbilandi ást á mat og matargerð? „Þegar ég hugsa til baka þá sótti ég mikið í eldhúsið frá unga aldri. Ég ætlaði mér alltaf að verða kokk- ur. Einn eldri vinur minn, sem var kokkur, sagði við mig að ég ætti ekki að verða kokkur út af fá- ránlegum vinnutíma. Þannig að ég varð myndlistarmaður – sem býður upp á enn verri vinnutíma þannig að ég hefði alveg eins geta orðið kokkur,“ segir Kristinn og hlær, sáttur við sitt í dag. „Auðvitað er ekkert of seint að verða kokkur en ég hef unnið í eld- húsum og á veitingastöðum og það er gaman, en ekki nógu gam- an. SOÐ er skemmtilegra því ég er minn eigin herra. Þótt maður ætti sinn eigin veitingastað þá er mað- ur aldrei sinn eigin herra, heldur herra þeirra sem koma á staðinn til að borða.“ Dreymir um að ferðast um Bandaríkin á sendibíl SOÐ á dyggan aðdáendahóp sem stækkar stöðugt. Kristinn á þó ekki mikil samskipti við áhorfendur þáttanna, þótt hann glaður vildi. „Það er lítið um að fólk sé að biðja um sérstaka uppskrift. Það hefur komið fyrir, en almennt er ég látinn í friði. Fólk má alveg þrusa meira í athugasemdakerfið, heimta og vera frekt. Svo lengi sem það er enginn dónaskapur,“ segir hann. Áður en ég kveð Kristin verð ég að spyrja hvaða lönd hann dreym- ir um að heimsækja til að svala matarævintýraþránni. „Það eru nokkur, til dæmis Kórea. Ég væri þvílíkt til í að skoða matarmenninguna þar betur. Ég hef farið til Ítalíu en það er alltaf gaman að fara þangað bara út af matnum. Ég væri líka rosalega til í að fara til Vestur-Afríku, bara af einskærri forvitni um matar- menninguna. Það er eitthvað sem kallar mig þangað. Banda- ríkin eru líka spennandi. Ég væri til í að ferðast um öll Bandaríkin á einhverjum sendibíl. Þannig að ef Pálmi hjá Símanum er að lesa þetta þá má hann punkta þetta niður hjá sér.“ n EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI „Svo eru Ora grænar baunir að ég held verstu grænu baunir sem til eru. Þetta er alveg ótrú- leg dósamatarárátta. Janus og Kristinn við tökur á SOÐ á Reykjanesi. Að brugga bjór með Árna Theodór Long hjá BORG Brugghúsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.