Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Síða 24
24 FÓLK - VIÐTAL 21. desember 2018 Hápunkturinn að leiða KR í Liverpool n Skrapp á þing fyrir gamla fólkið n Með Bjarna Ben skömmu fyrir brunann n Stormaði úr Sjálfstæðisflokknum E llert B. Schram kom nýver- ið inn á þing sem varamað- ur, 79 ára að aldri. Hann hefur verið inni og úti af þingi nú í tæpa hálfa öld sem er met. Fyrst fyrir Sjálfstæðisflokk- inn og síðan Samfylkinguna en um tíma var hann í raun óháður. Ellert er elsti Íslendingurinn sem hefur setið á þingi. Ellert ritstýrði DV ásamt Jónasi Kristjánssyni á stórveldistíma blaðsins og saman leiddu þeir baráttuna fyrir frjáls- um og óháðum fjölmiðlum. Ellert komst fyrst í sviðsljósið sem fyrir- liði og máttarstólpi gullaldarliðs KR og íslenska landsliðsins. Síð- ar leiddi hann bæði Knattspyrnu- sambandið og Íþróttasambandið. Ellert er lögfræðingur frá HÍ og starfaði á árunum 1966–1971 sem skrifstofustjóri Borgarverk- fræðings í Rvík. Ellert er ekki hættur að láta gott af sér leiða því í dag er hann formaður Félags eldri borgara. DV ræddi við Ellert um það sem hæst ber á þessum langa og fjölbreytta ferli. Jólainnlit á þingi Ellert hefur nýlokið viku þingsetu. Sjálfur kallar hann þetta óvænt jóla- innlit hjá sér. Hann náði að komast tvisvar í púlt og minna þingheim á kröpp kjör eldri borgara. Það er mál- efni sem hann hefur brunnið fyrir eftir að hann tók við formennsku í Félagi eldri borgara árið 2017. Hann segist ekki hafa átt von á að fá þetta tækifæri (að setjast inn á þing) enda voru tveir aðrir á undan honum í röðinni sem varaþingmenn. Ellert kom inn sem varamaður fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson sem tók sér leyfi vegna ásökunar um kyn- ferðislega áreitni. Á sama tíma hafa borist fregnir af því að þingið sé illa starfhæft vegna máls sexmenning- anna á barnum Klaustri. Ellert seg- ir andrúmsloftið á Alþingi ekki vera jafn slæmt og af er látið. „Ég varð ekki mikið var við þá ólgu sem talað er um. Þvert á móti þá verð ég að viðurkenna að það var gaman og merkileg uppákoma að detta svona inn á þing og mér fannst andrúmsloftið vera nokkuð gott. Ég get samt trúað því að mörgum þeirra sem eru í þinghúsinu finnist þetta óþægilegt. Ég tók ekki sæti hjá Samfylkingunni með það fyrir aug- um að ná inn heldur til að styrkja flokkinn og minna á gamla fólkið. Ég sá það sem gott tækifæri fyrir mig sem formann eldri borgara að kom- ast í ræðustólinn á Alþingi, kalla eft- ir upplýsingum og tala máli elstu kynslóðarinnar.“ Hefur þú engar áhyggjur af að stjórnarandstaðan geti illa sinnt aðhaldshlutverki sínu? „Nei, ef þú ert að tala um Klaustrið, þá tel ég það eigi ekki að bitna á öllum flokkum sem eiga full- trúa á þingi. Það er ekki hægt að dæma allt Alþingi og þá sem þar sitja fyrir þessa ógæfu sem sumir hafa kallað yfir sig. Þrátt fyrir allt er þetta valdamesta samkoman, sem við verðum að hlusta og taka mark á. Það er ekki mitt mat að svona atburðir ráði ferðinni þarna inni. Hvorki hjá stjórnarflokkunum né minnihlutaflokkunum.“ Vantar fleiri eldri borgara á þing Ellert segir að staða eldri borgara á Íslandi sé mjög misjöfn. Margir hafa í sig og á og njóta mikilla lífs- gæða en aðrir standa mjög höllum fæti. Hann segir Félag eldri borg- ara sinna báðum hópunum Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is MYNDIR: HANNA/DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.