Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Qupperneq 28
28 FÓLK - VIÐTAL 21. desember 2018 alla leiki. Í þessu liði voru ekki að- eins frábærir knattspyrnumenn heldur sterkir karakterar. Margir af þessum mönnum eru látnir, en við, sem eftir erum, erum góðir vinir og hittumst við og við.“ Á þessum tíma spilaði KR fyrst íslenskra liða í Evrópukeppni. Ellert segir að strákarnir í liðinu hafi þvingað þá ákvörðun í gegn hjá Knattspyrnusambandinu, árið 1964. Þar mættu þeir enska liðinu Liverpool, heima og úti. „Við töpuðum báðum leikjun- um en þetta voru stórir viðburðir. Hérna í Laugardalnum var upp- selt. Síðan héldum við út til Liver- pool. Það er mitt besta afrek á ferl- inum að vera fyrirliði KR og ganga fyrstur út á Anfield Road fyrir framan 45 þúsund manns. Ég mun aldrei gleyma þessari stund. Við töldum okkur vera komna meðal þeirra allra bestu. Sem við sannar- lega vorum.“ Voru einhverjir peningar í fót- boltanum á þessum tíma? „Nei, það var aldrei til króna fyrir eitt né neitt. Við fórum með búningana okkar heim til að þvo þá,“ segir Ellert og brosir. Lengi framan af spilaði Ellert vinstra megin og svo á miðjunni. Síðustu árin færðist hann aftur í miðvörðinn og að eigin sögn var hann bestur þar. Þegar Ellert hætti að spila 1971, nýkjörinn á þing, fór KR liðinu að ganga heldur brösug- lega. Þá sneri hann aftur til þess að bjarga liðinu frá falli og var kosinn knattspyrnumaður ársins. Spilaðir þú hinn alræmda 14-2 leik við Dani? „Nei, ég var svo heppinn að vera heima þegar þessi leikur fór fram. Þá var ég nýorðinn skrif- stofustjóri hjá Reykjavíkurborg og gaf ekki kost á mér í þennan leik. Þeir vildu heldur ekki hafa mig, því þeir voru að skipta mönnum út og prófa nýja hluti.“ Þremur árum síðar, árið 1970, komu Danirnir hingað til Íslands og léku landsleik í Laugardaln- um. Þá var Ellert fyrirliði og aftasti maður í vörn og leiknum lauk með 0-0 jafntefli. „Við hefðum átt að vinna hann og en náðum samt hefndum,“ segir Ellert ákveðinn. Þú hefur verið lengi starfandi innan knattspyrnuhreyfingarinn- ar. Áttir þú von á að Ísland gæti náð jafn langt, bæði í karla- og kvennaflokki, eins og raun ber vitni? „Nei. Mér hefði aldrei dottið það í hug að við kæmumst alla leið í úrslitakeppni. Hér áður fyrr vorum við vissulega góðir, en við vorum áhugamenn og gerðum okkur grein fyrir því að við mynd- um aldrei komast í efstu röð. Þessi árangur núna hlýtur að vera ein- hvers konar heimsmet, bæði hjá stúlkunum og piltunum. Ég er auðvitað mjög hreykinn af þeim. Það er ekki víst að þetta gerist nokkurn tímann aftur. En í dag getum við borið höfuðið hátt og sagst vera með þeim bestu. Sem við erum.“ Hvergi nærri hættur Ellert hefur á langri ævi náð ár- angri á mörgum sviðum og átt gæfuríkan feril. Hann er þó fyrst og fremst fjölskyldumaður og hans mesta stolt í lífinu eru börnin og barnabörnin. „Ég er þakklátur fyrir allt og hef sloppið nokkuð vel frá því að vera leiðinlegur og að gera eitt- hvað af mér. Ég hef verið heppinn með vini og störf, en er ekki nærri hættur að lifa lífinu lifandi.“ Hann er við hestaheilsu og vel á sig kominn þrátt fyrir aldurinn. Þegar við náðum tali af Ellerti var hann nýkominn úr líkamsrækt. „Ávallt hef ég hugsað vel um heilsuna, bæði líkamlega og and- lega. Ég hreyfi mig og nýt góðs af því að hafa verið í íþróttum. Ég hef nóg að gera við að sinna fjöl- skyldunni og starfið í Félagi eldri borgara hefur gefið mér nýtt líf.“ n Óskaskrín er gjöfin sem höfðar til allra. Þú getur valið úr fjölmörgum upplifunum handa þeim sem þér þykir vænt um og fært þeim ógleymanlegar minningar um jólin. Það er auðvelt að gleðja með Óskaskríni. Sími 577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is FULLKOMIN JÓLAGJÖF FYRIR HVERN SEM ER „Ekki hægt að dæma allt Alþingi og þá sem þar sitja fyrir þessa ógæfu sem sumir hafa kallað yfir sig Bjarni og Ellert skömmu fyrir brunann Morgunblaðið 30. júní 1970 Sameining DV 26. nóvember 1981
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.